Saga - 1990, Page 280
278
AÐALFUNDUR SÖGUFÉLAGS 1990
sýslu sem lengi hafa verið á döfinni og endurprentun á elstu árgöng-
um Pjóðólfs sem verið hefur til athugunar.
Forseti ræddi síðan nokkuð um samskipti Sögufélags við fjárveitingavald-
ið. Kom þá fram eftirfarandi:
Fljótlega eftir að Sögufélag hóf göngu sína árið 1902 leitaði það til alþingis
og bað um styrk til starfsemi sinnar. Hefur það væntanlega verið á þeim for-
sendum, að hér væri saman kominn hópur lærðra manna, sem vildu í sjálf-
boðavinnu leggja sitt af mörkum til þess að kynna þjóðinni sögulegar heim-
ildir, sem lægju faldar á söfnum. Alþingi tók þessari beiðni vel og lagði sitt af
mörkum og það rausnarlega. Var styrkurinn miðaður við að alþingi greiddi
30 kr. á hverja örk, sem félagið gæfi út en þó að hámarki 600 kr. á ári fyrir árin
1906 og 1907, en þá fékk félagið fyrst styrk á fjárlögum. Við lauslega athugun
virðist þessi upphæð þá hafa verið um 0,05% af útgjöldum landsins þessi ár.
Ástæðulaust er að reikna út, hversu há tala kæmi út, ef þetta hlutfall væri
reiknað núna, en ég vil aðeins benda á að styrkur til Sögufélags á fjárlögum
hefur nú síðustu ár minnkað niður í það, að geta varla talist umtalsverður. Á
árinu 1989 var hann 50 þús. kr. og fórum við fram á, að hann yrði hækkaður
í það að ríkissjóður styrkti félagið með því að greiða sem svaraði 10 þús. kr.
fyrir hverja örk af sagnfræðilegu efni, sem gefið væri út, en þær eru 30-40 og
væri þá styrkurinn að upphæð 300-400 þúsund kr. á ári. Þessum fjárbeiðn-
um var fylgt eftir með venjulegu móti, en árangurinn var dapurlegur og
styrkurinn hækkaður aðeins úr 50 þús. kr. í 70 þúsund fyrir þetta ár. Má
segja að þessi ríkisstyrkur til almennrar starfsemi félagsins nemi ekki hærri
upphæð en andvirði þeirra bóka, sem félagið verður að láta af hendi af því að
það nýtur þess vafasama heiðurs að hljóta styrk á fjárlögum íslenska ríkisins.
Um húsnæðismál félagsins kom fram í máli forseta að þau væru ávallt
áhyggjuefni og væri skemmst af að segja að á því hefði engin breyting orðið
að öðru Ieyti en því að félaginu hefði verið sagt, að það yrði að rýma í náinni
framtíð geymsluhúsnæði, sem það hefði haft hjá Reykjavíkurborg á Korp-
úlfsstöðum.
í lok máls síns þakkaði forseti stjórnarmönnum, ritstjórum Sögu og Nýrrar
sögu og eina starfsmanni og haldreipi Sögufélags, Ragnheiði Þorláksdóttur,
fyrir ágætt samstarf. Sérstaklega þakkaði hann Sölva Sveinssyni, sem lét af
störfum sem ritstjóri Sögu um síðustu áramót, en hann hefur verið ritstjóri
frá 1987.
Þá færði hann þakkir þeim félagsmönnum, sem sýndu starfi félagsins
áhuga með því að sækja aðalfundinn.
Reikningar. Loftur Guttormsson gjaldkeri las upp reikninga Sögufélags. Þar
kom fram að skuldir þess nema 2.247.837 kr. en eignir 2.549.596 kr. Hagnað-
ur var 80.158 kr. Enginn óskaði eftir að taka til máls um reikningana og voru
þeir samþykktir samhljóða.
Stjórnarkjör. Af aðalmönnum áttu að ganga úr stjórn: Anna Agnarsdóttir,
Björn Bjarnason og Loftur Guttormsson; einnig varamennirnir Þórunn
Valdimarsdóttir og Magnús Þorkelsson. Öll voru þau endurkjörin, aðal-