Organistablaðið - 02.12.1978, Page 14

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 14
Hún fékk strax áhuga á mál- inu og fékk því áorkað með aðstoð bókasafnsstjórnar að bæjarsjóður Hafnarfjarðar veitti árið 1959 kr. 10.000, sem stofnfé til deildarinnar. Árið 1960 gaf Friðrik heitinn Bjarnason m. a. allan sinn nótnakost og bækur um músik og nótur til safnsins með því fororði að þær yrðu varðveilt- ar í músíkdeildinni. Gjöf þessi var hin merkasta og mikilsverður stofn að ís- lensku tónbókasafni og hlaut deildin nafnið Friðriksdeild. ÞaS hefur aÖ sjálfsögðu þurft mikinn undirbúning til að koma slíku safni á stofn, þar sem engin fyrirmynd var til hér á landi? Já, allnokkurn. Ég hafði að vísu oft komið á slík söfn erlendis og eftir að hreyfing komst á þetta mál, kynnti ég mér rekstur slíkra safna á Norðurlöndum, Englandi og Þýskalandi og glugg- aði lítilsháttar í bókasafnsfræði almennt. Þannig mótaðist þetta smá saman en aðalvinnan var fólgin í skráningu gjafar Friðriks Bjarnasonar, sem er um 2000 item. Er venjuleg útlánastarfsemi viS FriSriksdeild? Nei, ekki er það enn, nema að takmörkuðu leyti, en gestum gefst tækifæri á að glugga í bækur á staðnum, enda hefur ver- ið lögð nokkur áhersla á innkaup handbóka. En hér er mikiS safn af hljómplötum, hvaS um þœr? Já, við byrjuðum á því að kaupa mikið safn af gömlum, 78 snúninga hljómplötum ti] varðveislu, það eru klassisk tónverk eingöngu, og þær íslenskar plötur sem fáanlegar voru. Árið 1966, hófst útlán á hæggengum plötum, fyrst i smáum stíl, en hefur aukist ört og nú eru nær 1200 lánþegar að út- lánsplötum. Guðlaug Pétursdóttir og Friðrik Bjarnason. 14 O RGA NISTA BLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.