Organistablaðið - 02.12.1978, Page 17

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 17
RAGNAR H. RAGNAR ÁTTRÆÐUR Einhver elsti og virðulegasti kirkjuorganisti landsins, Ragnar H. Ragnar á Isafirði, varð áttræður hinn 28. september síðast- liðinn. Þá voru bráðum tvö ár siðan Ragnar hætti að syngja á orgelið í ísafjarðarkirkju, þar sem hann liafði á hendi organ- slátt tveimur fátt í tuttugu ár, eða siðan Jónas heitinn Tómas- son tónskáld eldri lét af því starfi. Enginn skyldi þó halda, að Ragnar H. Ragnar hafi lagt niður söngstjórn í höfuðkirkju Vest- fjarða fyrir aldurssakir eða elliþyngsla, öðru nær: það kölluðu að vaxandi annir i öðrum póstum. 1 vor er leið var Ragnar búinn að vera skólastjóri Tónlistar- skóla Isafjarðar, einhverrar helstu menningarstofnunar lands- ins, í rétt þrjátíu ár, allra manna unglegastur og hressastur og skyldi engum koma til hugar, að þar færi maður á níræðisaldri. Aldrei hefur tónlistarskólinn verið fjölmennari en nú, og sjald- an öflugri eða glæstari að kennaraliði en einmitt þessi siðustu ár, en kennt á öll hugsanleg hljóðfæri, kcnsert heima hjá Ragnari og hans ágætu konu, Sigriði J. Ragnar, hvern einasta sunnudag sem Guð gefur yfir og margfaldir hljómleikar á jól- um, miðsve'trar og vors. Sinfóniuhljómsveitin gaf Ragnari heið- urs- og hátíðarhljómleika i afmælisgjöf og Rikisútvarpið, Tón- skáldafélag Islands og ísafjaruarkaupstaður héldu honum af- mælishljómleika í öndverðum október siðastl., þar sem ein- göngu voru flutt íslensk nývirki í tónlist og margir höfundar og flytjendur komu fram. Ilið rausnarlega heimili þeirra Ragn- ars og Sigríðar stenclur vinum og samstarfsmönnum opið á nóttu sem degi og svo hefur dómbær maður látið ummælt, að fá heimili á Islandi standi um reisn og menningu jafnfætis þessu góða athvarfi okkar margra að Smiðjugötu 5, í húsi sem Ténlistarfélag Isafjarðar átti lengi, en Ragnar keypti nú á dög- unum, Varla er liægt að hugsa sér samviskusamari eða ná- kvæmari verkamann i vingarði Drottins en Ragnar H. Ragnar og það mun séra Sigurður Kristjánsson, fyrrum prófastur á fsa- ORGANISTABLAÐIÐ 17

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.