Organistablaðið - 02.12.1978, Page 33

Organistablaðið - 02.12.1978, Page 33
Þessi verkefni leystu sérfræðingar fyrirtækisins með fyrirmynd- ar þolinmæði. Sá sem fylgist með framförum í tónblæ hljóðfæra Rieger- Kloss á síðustu árum og rannsóknum þeirra á nýjum tónum, getur staðfest að starf Plánský verkfræðings og annarra sér- fræðinga getur af sér ágætan ávöxt á þessu listsviði. Mér og nokkrum kollegum mínum líkar öllum vel tónblær radda tveggja manuala hjá Fílharmoníuhljómsveitinni í Leningrad og einnig nýtt orgel frá árinu 1976 í Vilin salnum. Athyglisverður er „mensur“ og tónblær orgelsins í Kazankonservatoriinu. í tóm- um sal er hljómurinn ekki fallegur, hann hljómar harður. En í fullum sal verður hljómurinn mýkri og hljómar mjög þægilega. Þvi miður hef ég ekki leikið á nýju orgelin í Astrachan né Klajped, en kollegar mínir — organleikarar — hrósa þeim mjög. Ég hef aðeins nefnt þau hljóðfæri sem í heild sinni vitna um frábært starf Rieger-Kloss. Samt er nauðsynlegt að minnast á frábært og nákvæmt verk á „klaviatur1: og „traktur“ orgelsins í Minsk og hljóm hljóðfærisins i konsertsal Tallin. Mekaniskt orgel í Konservaoriinu í Tallin er mjög gott og einnig í Jerevan, Odessa og Uzhorad o. fl. Hvert hljóðfæri vinnur á sinn hátt, en öll bera þau svip fyrir- tækisins Rieger-Kloss, og hver fundur við þau vekur þægilega tilfinningu og nýjar hugsanir. Nauðsynlegt er að sérfræðingar fyrirtækisins haitti ekki til- raunum sínum með „mensur44 og tónhlæ tunguradda — auð- vitað að vissu marki, því þessar pipur eru venjulega pantaðar frá fyrirtækjum á Vesturlöndum. Ég vil nota tækifærið til að óska öllum vinum mínum hjá fyrirtækinu gæfu og gengis og ég trúi því að ég eigi eftir að heyra í framtíðinni mörg þúsund raddir i nýjum orgelum i okkar stóra landi frá Rieger-Kloss fyrirtækinu i Tékkóslóvakiu. Lauslega þýtt úr tímaritinu „Hudební nástroje“ (Hljóðfæri) 2. tölubl. 1978. Þorsteinn Jónsson. ORGANISTABLAÐIÐ 33

x

Organistablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.