Organistablaðið - 02.12.1978, Side 37

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 37
KIRKJUKÖRINN Á FERÐALAGI Guðmundur H. Guðjónsson, söngstjóri kórsins. Kirkjukórinn er nýlega kominn heim úr tæplega þriggja vikna ferðalagi um Rretland, en kórinn tók þar þátt í alþjóðlegri sam- keppni kóra, sem haldin var i Wales. Æfingar fyrir þessa ferð hófust á síðasta hausti og voru síðan stífar æfingar allan veturinn og allt fram til þess er út var farið. Fyrstu tónleikarnir voru svo haldnir í Wimbeldon, sem er ein af útborgum Lundúna, hinn 4. júlí og voru það nokkurs konar upphitunartónleikar fyrir keppnina. Var sungið í stórri kirkju þar sem hljómburður var með miklum ágætum og kom margt manna til tónleikanna. Gestir á þessum tónleikum voru þau Sigríður E. Magnúsdóttir og Símon Vaughan. Hápunktur ferðarinnar var svo í Wales, en þangað var farið með lest og dvalið þar um fjögra daga skeið. Árlega er þar haldið slíkt tónlistarmót, þar sem fjöldi blandaðra kóra ásamt karlakórum, kvennakórum og barnakórum leiða saman hesta sína. Að þessu sinni tóku 20 blandaðir kórar þátt i keppninni, sem fór fram á þann hátt, að allir kórarnir sungu tvö skyldu- verk, en síðan mátti hver kór flytja eitt frumsamið verk frá sínu heimalandi. Þarna var sungið í tjaldi, sem var hreint ekk- ert smásmiði og rúmaði 5000 manns i sæti. Við vorum nr. 8 í röðinni og notuðum tímann fram að okkar þætti til að hlusta á ORGANISTABLAÐIÐ 37

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.