Organistablaðið - 02.12.1978, Side 66

Organistablaðið - 02.12.1978, Side 66
kirkjukóra í Snæfellsnesprófastsdæmi til styrktar söngnámsskeiði í prófasts- dæminu kr. 80.000. Samtals nema þessir styrkir kr. 300.000 eða þeirri fjárhæð, sem K.í. hafði á síðasta ári til ráðstöfunar. Framkvæmd þeirrar hugmyndar að hljóðrita raddir sálmalaga, sem kynnt var á síðasta aðalfundi hefur ekki gengið eins vel og við hefðum kosið. Stjórn K.í. hefur samt ákveðið að ein slík spóla verði gerð og henni dreift um til reynslu. í umræðum á fundinum kom fram, hvort ekki væri nauðsynlegt að yfir- völd kirkjumála í landinu gæfu starfi kirkjukóranna meiri gaum. Viður- kenndu þýðingu þeirra með því t. d. að hafa fastráðinn söngkennara í í tengslum við embætti söngmála- stjóra. i stjórn K.i. íyrir næsta ár voru kosnir eftirtaldir menn: Aðalstjórn: Aðalsteinn Helgason, form. Kristrún Hreiðarsdóttir, ritari, Árni Pálsson, gjaldkeri. — Meðstjórnendur: Sigríð- ur Norðquist, Bolungarvík, Jakob Tryggvason, Akureyri, Jón Ól. Sigurðs- son, Egilsstöðum, Einar Sigurðsson, Selfossi, Ragnheiður Busk, varaform., Hveragerði. Bækur. Nýlega eru komnar út Þrjár prelú- díur fyrir orgel op. 2 eftir Árna Björnsson, og tileinkar höfundur þær Páli Halldórssyni. Einnig er komið út hefti eftir ann- an félaga F.Í.O., en það eru 14 söng- lög eftir Bjarna Bjarnason í Brekku- bæ, sem Karlakórinn á Hornafirði hef- ur gefið út. Ý mislegí. Heiðursborgari. Bæjarstjórn ísafjarðar hefur kjörið Ragnar H. Ragnar skólastjóra Tónlist- arskólans á ísafirði heiðursborgara ísafjarðarkaupstaðar. Ileiðursmerki. Forseti islands hefur sæmt Björgu Björnsdóttur, Lóni í Kelduhverfi ridd- arakrossi fálkaorðunnar fyrir tónlist- arstörf. Kirkjudagur Bessastaðasóknar var sunnudaginn 15. október. Jóhann Jónasson form. sóknarnefndar flutti ávarp. Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn hélt ræðu. Sveinn Erlendsson meðhjálpari sá um bænahald. Garða- kórinn söng. Organisti kirkjunnar, Þor- valdur Björnsson lék einleik á orgelið, „Ich ruf zu dir Herr Jesu Christ" og Preludíu og fúgu í C-dúr eftir Bach. Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson sungu bæði einsöng með undirleik Páls Kr. Pálssonar. Ennfrem- ur var víxllestur prests og safnaðar úr Ritningunni Kirkjudagur í Keflavík. Kirkjudagur Keflavíkurkirkju var 15. nóv. Kirkjukórar Keflavíkurkirkju 66 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.