SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 29
10. janúar 2010 29
En hver var lærdómurinn?
En var þá enga frétt að hafa úr viðbrögðum þeirra
sem fréttamenn reyndu að kreista einhver svör út
úr? Jú, svo sannarlega. En innantómar og óljósar
hótanir voru bara froða og dapurlegt að slíku væri
helst slegið upp til að hræða fólk. Því það mátti lesa
athyglisverða hluti út úr orðum manna gegnum
froðuna. Hvað gera menn venjulega ef þeir standa
frammi fyrir því að sá sem þeir telja að skuldi sér
virðist ekki ætla að greiða, þrátt fyrir langar og
strangar samningaviðræður? Jú þeir tilkynna að
fyrst skuldarinn þráist við muni þeir fara með
málið þegar í stað fyrir dómstóla. Það gera allir
þeir sem telja sig vera með lögmæta kröfu. Urðu
þetta viðbrögð breska bankamálaráðherrans,
manns sem enginn Íslendingur hafði áður heyrt
nefndan? Nei, ó nei. Hann reyndi að hnykla vöðv-
ana aðeins framan í Íslendinga (aðferð handrukk-
ara) og sagði eitthvað á þá leið að „alþjóða-
samfélaginu“ yrði ekki skemmt, rétt eins og hann
hefði fengið einhvers staðar umboð til að tala fyrir
það. Sama gilti um hollenska fjármálaráðherrann
(sem hafði áður óviljandi viðurkennt að ríki gætu
ekki borið ábyrgð á bankainnistæðum samkvæmt
Evrópureglum við kerfishrun). Og hvernig stóð á
þessu? Svarið liggur í augum uppi. Báðir þessir
menn vita fullvel að engin lög standa til greiðslu-
skyldu Íslands. Hundruð embættismanna þeirra
hafa árangurslaust reynt að finna slíka lagastoð.
En þeir sem eru búnir að hlusta á skelfingarhróp
ríkisfjölmiðilsins sem rekinn er til öryggis hér á
landi, en ekki til að stuðla að uppþotum og óeirð-
um eins og hann gerði haustið 2008, hljóta að
spyrja:
Var þá engu hótað?
En hótuðu þessir tveir þá engu? Jú, ein hótun var
handföst. Þeir kröfugerðarfélagar sögðust myndu
leggja stein í inngönguferil Íslendinga í Evrópu-
sambandið! Vissulega jafnast slík hótun á við boð-
un heimsenda fyrir RÚV og Samfylkinguna, en
flestir aðrir góðir og gegnir Íslendingar láta sér fátt
um finnast. Og meirihluti þeirra tekur reyndar
slíkum „hótunum“ sem fagnaðartíðindum.
vegna?
K
allað er eftir áliti hagfræðinga og sérfræðinga í fréttaskýringu Péturs Blön-
dals í Sunnudagsmogganum í dag á því hvað það hefði í för með sér ef þjóðin
samþykkir eða fellir samninginn um Icesave í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Eftirtektarvert er að fimm af sjö sérfræðingum vilja taka upp viðræður á
ný. Daniel Gros, hagfræðingur sem veitir forstöðu Center of European Policy Studies, seg-
ir einfaldlega: „Bíðið eftir úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar og útskýrið svo fyrir Bret-
um og Hollendingum að á Íslandi sé raunverulegt lýðræði.“
Hann segir það muni skapa óvissu um tíma ef þjóðin felli samningana um Icesave og
vísast muni lánardrottnarnir tveir beita nokkurri hörku. „Svo munu allir setjast aftur við
samningaborðið og knýja fram nýtt samkomulag.“
Ekki er hægt að lesa það úr orðum hagfræðinganna að það sé heimsendir ef samning-
arnir verða felldir, eins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar gefa gjarnan í skyn. Ragnar Árna-
son, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, bendir á að ekki muni reyna að marki á
greiðsluþol ríkissjóðs út á við fyrr en á árunum 2011 og 2012. „Nú þegar er fyrir hendi
gjaldeyrisforði í landinu sem fer langt í að duga til að mæta þeim skuldbindingum sem þá
koma til greiðslu. Afgangur á vöru/viðskiptajöfnuði, sem nú þegar er verulegur, mun að
líkindum bæta þessa gjaldeyrisstöðu enn.“
Og staðan verður alvarleg ef þjóðin samþykkir Icesave. „Árlegar vaxtagreiðslur af Ice-
save eru um 2,5-4% af landsframleiðslu og hugsanlega hærri ef gengi krónunnar veikist
mikið,“ segir Kári Sigurðsson, lektor við Háskólann í Reykjavík. „Þá er höfuðstólskrafa
innistæðusjóðs í þrotabú Landsbankans skilgreind í krónum en Icesave-skuldin í erlendri
mynt. Þetta getur þýtt umtalsvert tjón fyrir Ísland ef krónan veikist jafnvel þó að hátt
endurgreiðsluhlutfall fáist greitt úr þrotabúi Landsbankans. Óvissan af núverandi samn-
ingi fyrir Íslendinga er því mjög mikil en það er öruggt að hann mun hafa slæmar afleið-
ingar fyrir efnahag landsins.“
Og Ragnar segir meira velta á þeirri efnahagsþróun sem verði á landinu á komandi
misserum og árum. „Því miður sýnist mér að flest það sem stjórnvöld hafa framkvæmt í
þeim efnum á árinu 2009 og til þessa dags sé fremur til þess fallið að veikja efnahagslífið
en styrkja það.“
Þar vísar hann til viðamikilla gjaldeyrishafta, falsaðs gengis, stórkostlegra skattahækk-
ana og mikillar óvissu og ótta sem ríkisstjórnin hafi skapað um rekstrarskilyrði fyrirtækja
á komandi misserum og árum.
„Allt þetta dregur mjög verulega úr þrótti atvinnulífsins og vilja manna til að fjárfesta
hér á landi. Það er fyrst og fremst arðvænlegt efnahagslíf sem gerir okkur kleift að afla
gjaldeyris til að greiða skuldir okkar og skapa þjóðinni lánstraust út á við.“
Og varnaðarorðin eru alvarleg: „Verði ekki fljótlega söðlað um og tekin upp skynsamleg
efnahagsstefna hér á landi sem skapar grundvöll fyrir öflugu efnahagslífi og hagvexti á
nýjan leik er greiðslufall ríkissjóðs í einhverri mynd nánast óhjákvæmilegt. Icesave breyt-
ir engu um þetta grundvallaratriði.“
Dregið úr þrótti atvinnulífsins
„Í ljósi alls þessa sem að framan
greinir hef ég ákveðið á grundvelli 26.
greinar stjórnarskrárinnar að vísa
hinum nýju lögum til þjóðarinnar.“
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, í yfirlýs-
ingu í tilefni af því að hann vísaði Icesave-lögunum í
þjóðaratkvæðagreiðslu.
„Þetta hefur áhrif á ýmsar efnahags-
stærðir. Það er alveg
ljóst þegar málinu er
teflt í svona uppnám
og óvissu eins og nú
er framundan með
þessari þjóð-
aratkvæðagreiðslu.“
Jóhanna Sigurðardóttir forsætis-
ráðherra um ákvörðun forsetans.
„Við erum eins og
ABBA við hliðina á
sumum þessum
böndum. Verðum
fínir í kúrekastíg-
vélunum, syngjandi
ástarljóð.“
Aðalbjörn Tryggvason,
söngvari Sólstafa, sem leika munu á þunga-
rokkshátíðinni Wacken.
„Engin spurning, við munum að sjálf-
sögðu setja upp stuðla á þjóðar-
atkvæðagreiðsluna.“
Hans Martin Nakkim, sölu- og markaðsstjóri veð-
bankans Betsson.com.
„Málið er að við megum aldrei vera
sáttir, við höfum ekki efni á þess hátt-
ar hugsunarhætti. Við þurfum helst
alltaf að vera með 120% fókus, ef sú
tala er til, á hlutunum til þess að þeir
gangi upp hjá landsliðinu.“
Ólafur Stefánsson um vonir og vænt-
ingar hans til íslenska landsliðsins
á Evrópumeistaramótinu.
„Munurinn á okkur er
helst sá að ég hef alltaf
verið reglumaður og
hann er eitthvað
frægari en ég.“
Magnús Theodór Magn-
ússon fæddist sama dag
og rokkkóngurinn Elvis
Presley.
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal