SunnudagsMogginn - 10.01.2010, Síða 48
48 10. janúar 2010
Í
hrunadansinum síðastliðið vor sam-
einaðist Alþingi á 120 ára afmæli
Þórbergs Þórðarsonar 12. mars um
hina fyrstu opinberu íslensku mál-
stefnu að tillögu Íslenskrar málnefndar.
Mennta- og menningarmálaráðherra
fylgdi stefnunni úr hlaði í jólabókaflóðinu
með 44. Riti ráðuneytis síns (www.is-
lenskan.is) og tók undir með Alþingi að nú
skyldi nota íslenskuna til alls. Enginn hef-
ur orðið til andmæla og því stendur upp á
ráðherra að hrinda stefnunni í fram-
kvæmd, m.a. með því að láta kenna börn-
um á Íslandi jafn mikið í móðurmáli sínu
og tíðkast meðal nágrannaþjóða (sem þýð-
ir að auka þarf vægi móðurmálskennslu í
grunnskólum úr 16,1% í 28,7% eins og í
Danmörku), bæta íslensku aftur við
skyldunám kennaranema og láta stofnanir
á vegum og í eigu ríkisins setja íslenskt
notendaviðmót í allar tölvur. Allt eru þetta
eðlileg verkefni sem kosta lítið og engin
pólitísk andstaða er við – nema hugsanlega
almenn tregðulögmál kerfisins við að inn-
leiða nýja stefnu.
Helstu atriði íslenskrar málstefnu njóta
almenns og víðtæks stuðnings meðal okk-
ar sem tölum íslensku. Því er það umhugs-
unarvert hvers vegna var ráðist í þau mál-
þing og skýrslugerð sem góðærisstjórnin
hrinti af stað í kjölfar lagasetningar um
málnefndina árið 2006. Í eðlilegu árferði
ætti flest sem þarna var hnykkt á (og ítrek-
að á 202 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar
í haust) að vera hluti af hinum sameig-
inlegu og oft óskráðu forsendum sem líf
okkar byggist á. Þær forsendur ganga
lengst í skrifuðum siðaboðum sem banna
að fremja morð, stela, ljúga og girnast það
sem aðrir eiga. Ólíkt lögum um brot á þeim
boðum er það ekki á valdi ríkisins að refsa
fólki sem brýtur gegn málstefnunni – ekki
frekar en ríkið grípur inn í með refsivendi
sínum í trúmálum og ástalífi eins og tíðkast
víða enn í veröldinni.
Að sjálfsögðu er það ekki á lýðræðislegu
ríkisvaldi að skipa fólki hvaða tungumál
það kýs að nota í samskiptum sínum. En
það er á valdi ríkisins að veita öllum jöfn
tækifæri í menntakerfinu á við það sem
tíðkast í öðrum ríkjum á sama menning-
arstigi til að þroska færni í móðurmáli sínu
þannig að tungumálið nýtist þeim sem best
í leik, starfi og öðru námi. Án málþroska á
móðurmáli eru aðrar leiðir til þroska
grýttar og torsóttar. Það er líka á valdi rík-
isins að gera þeim sem hingað flytja kleift
að læra íslensku þannig að þau geti tekið
þátt í því samfélagi sem hér þrífst.
Þegar útrásarvíkingaskipin voru á sem
mestri siglingu með feng sinn um heims-
höfin kviknaði sú hugmynd að betra væri
að tala ensku en íslensku á fjölþjóðlegum
vinnustöðum fjármálafyrirtækja og að
menntakerfi ríkisins ætti að koma til móts
við þessa nýju málþörf. Samskipti og
skýrslur banka og stórfyrirtækja voru á
ensku og áttu þannig að auðvelda hin
margslungnu alþjóðlegu umsvif (sem svo
voru kölluð áður en í ljós kom að um
blöndu af viðskipta-, landnáms- og ráns-
ferðum var að ræða, líkt og á víkingaöld
hinni fyrri sem lauk með falli Haralds
harðráða í orrustu gegn Englandskonungi
við Stanforðabryggjur – eftir rismikinn
feril Haralds sem hófst á auðgunarferð í
austurveg). Þegar málhugmyndir banka-
manna komust í hámæli á gróðaárunum
varð mörgum svo heitt í hamsi að tals-
menn enskunnar óttuðust um líf sitt – á
meðan allt annað lék enn í lyndi og áður
en búsáhaldabyltingarmóðurinn rann á
landsmenn. Sú hugmynd að hægt væri að
skipta um tungumál líkt og föt til að þjóna
Mammoni kom við kvikuna í fólki og
réðst að sjálfsmyndinni löngu áður en
Mammon sjálfur datt úr tísku. Andlega
kreppan hefði orðið enn dýpri ef tungu-
málið hefði tapast til viðbótar við pen-
ingana.
Tilraunin að ræna þjóðina tungu sinni á
sviði verslunar og viðskipta var eitt dæmi
af mörgum um það siðrof sem varð í góð-
ærinu, þegar víkingarnir héldu að allt
væri leyfilegt nema ríkið bannaði þeim
það sérstaklega. Og jafnvel þá reyndu þeir
að kaupa sér lagabreytingar. Til allrar
hamingju svaf málfarseftirlitið ekki á
verðinum heldur brást strax við með
hinni góðu vinnu sem skilaði sér í þeirri
íslensku málstefnu sem mennta- og
menningarmálaráðherra er nú vonandi í
óða önn að innleiða – sem ábyrgðarmaður
stefnunnar.
Í samræmdu prófi í Álftamýrarskóla. Höfundur segir að samkvæmt íslenskri málstefnu þurfi
að auka vægi móðurmálskennslu í grunnskólum úr 16,1% í 28,7% eins og í Danmörku.
Morgunblaðið/Eyþór
Siðbót
tungumálsins
Án málþroska á
móðurmáli eru aðrar
leiðir til þroska grýttar
og torsóttar.
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Þ
að var kalt í veðri og svalur sjór
þegar fimm fræknir sund-
kappar stungu sér til sunds í
Reykjavíkurhöfn á nýársdag
árið 1910 og syntu fyrsta Nýárssundið.
Margir fylgdust með sundinu og rómuðu
hetjulund kappanna.
Mikil íþróttavakning varð á Íslandi á
fyrsta áratug liðinnar aldar. Sundið naut
vinsælda. Víða var sjósund stundað, ekki
síst í Reykjavík. Sund Lárusar Rist yfir
Oddeyrarál á haustmánuðum árið 1907
vakti þjóðarathygli. Árið eftir efndu
verslunarmenn til kappsunds í Kópavogi.
Ári síðar, þann 1. ágúst 1909, var vígður
sundskáli í Skerjafirði. Að byggingu hans
stóð Sundskálafélagið Grettir sem stofnað
var árið áður. Það félag var hlutafélag
sem Ungmennafélag Reykjavíkur átti
stærstan hlut í. Við vígsluna var efnt til
kappsunds. Sigtryggur Eiríksson sigraði
þá bæði í 100 m og 500 m sundi. Annar í
báðum sundunum varð Stefán Ólafsson
frá Fúlutjörn og þriðji, einnig í báðum
sundunum, varð Benedikt G. Waage sem
síðar varð þjóðkunnur fyrir störf sín að
íþróttamálum.
Formaður Sundskálafélagsins var
Sigurjón Pétursson sem síðar var kennd-
ur við Álafoss. Hann var þekktur glímu-
kappi en í reynd fjölhæfasti íþróttamaður
landsins. Hann og nokkrir félagar hans
stunduðu sund daglega í sjónum hjá
Slippnum í Reykjavík og höfðu með sér
félagsskap sem þeir kölluðu Óragur. Þessi
sundiðkun þeirra félaga var undanfari
Nýárssundsins. Undir forustu Sigurjóns
boðaði Sundskálafélagið til fyrsta Nýárs-
sundsins í Reykjavíkurhöfn þann 1. jan-
úar 1910. Þeir félagarnir í forustu félags-
ins höfðu strengt þess heit að þreyta
kappsund á nýársdag hvernig sem blési
og frysi. Það eitt væri til skilið að sjór
væri auður við land.
Guðjón Sigurðsson úrsmiður gaf
fagran silfurbikar til að keppa um. Bikar
þessi var ýmist kallaður Grettisbikarinn,
Nýársbikar Grettis, Nýársbikarinn eða
einfaldlega Grettir. Sá átti að hljóta bik-
arinn til eignar sem ynni hann þrjú ár í
röð.
Keppendurnir fimm voru Stefán
Ólafsson frá Fúlutjörn, Sigurjón Sigurðs-
son, Benedikt G. Waage (síðar forseti ÍSÍ),
Sigurjón Pétursson og Guðmundur Kr.
Guðmundsson sem árið eftir varð einn af
atkvæðamestu keppendunum á íþrótta-
móti UMFÍ. Allt voru þetta þekktir sund-
menn, harðgerðir menn og köldu vanir.
Fjöldi manns var mættur til að fylgj-
ast með sundinu þrátt fyrir að kalt væri í
veðri. Hitinn var 0 stig bæði ofansjávar
og neðan. Útsynningur var og gekk á
með éljum. Það var því fremur ófýsilegt
að leggjast til sunds í sjónum.
Sundið var aðeins 50 metrar milli
bryggna í höfninni. Blaðið Lögrétta segir
svo frá þann 5. janúar að sundkapparnir
hafi varpað sér til sunds „útaf bæj-
arbryggjunni og svámu að trébryggju
sem skotið var út í sjóinn; bilið milli
bryggjanna var 50 stikur“ (rúmlega 25
faðmar).
Stefán Ólafsson var langfljótastur.
Hann synti á 48 sek. sem þótti gott í úfn-
um sjó og köldum. Enginn tími var gefinn
upp á öðrum keppendum en úrslitin í
sundinu urðu þessi:
1. Stefán Ólafsson 48,0 sek.
2. Benedikt G. Waage
3. Guðmundur Kr. Guðmundsson
4. Sigurjón Sigurðsson
5. Sigurjón Pétursson
Þegar sundmennirnir höfðu klæðst
Nýárssundið
fyrir 100 árum
Mikil íþróttavakning var á Íslandi á fyrsta ára-
tug liðinnar aldar. Sund naut vinsælda. Sjósund
var víða stundað og keppt í því.
Ingimar Jónsson ingimarj@ismennt.is
Lesbók
Myndlistarsýningin Carnegie Art Award 2010 var opnuð í Listasafni Íslands á föstu-
dagskvöldið. Þar eru sýnd verk 23 norrænna listamanna, sem allir vinna út frá mál-
verki eða hugmyndum um málverk á einn eða annan hátt. Listamennirnir eru valdir
úr hópi 148 sem tilnefndir voru, af gagnrýnendum og sérfræðingum á sviði myndlistar
í heimalandi sínu. Að þessu sinni hlaut Kristján Guðmundsson fyrstu verðlaun sýning-
arinnar, fyrstur Íslendinga, en Egill Sæbjörnsson á einnig verk á sýningunni.
Kastali-í-anda, 2009, eftir sænsku listakonuna
Kristina Janson. Hún hlaut önnur verðlaun fyrir.
Unnið út frá málverkinu