SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Síða 4
4 14. mars 2010
Skömmu áður en Khyra litla
lést gerðu yfirvöld í skóla
nokkrum í Birmingham at-
hugasemd við hegðun og
ástand sjö ára gamals drengs,
sem einnig var á framfæri An-
gelu Gordon og Junaids Abu-
hamza. Ekki fæst upp gefið
hvort hann er bróðir Khyru.
Kennarar veittu því athygli
að drengurinn virtist alltaf
vera svangur, talaði helst ekki
um annað en mat. Hann var
líka óvenju rýr í holdum og
þegar hann tók upp á því að
leita að mat í skápum og stela
af diskum bekkjarfélaga sinna
höfðu yfirvöld í skólanum sam-
band við Gordon. Lagt var til
að drengurinn hitti næring-
arfræðing en Gordon mátti
ekki heyra á það minnst.
Sagði börn sín hafa nóg að bíta
og brenna.
Rýr í holdum og alltaf soltinn
Kista Khyru heitinnar Ishaq borin inn í mosku í Birmingham fyrir útförina.
Þ
að var nægur matur til í húsinu. Kjöt,
brauð, ávextir, sætindi. En það var
aðeins ætlað fullorðna fólkinu, börn-
in sex höfðu ekki aðgang að eldhús-
inu sem var kirfilega læst frá morgni til kvölds.
Væru þau staðin að því að stela sér bita var
þeim refsað harkalega, látin hírast úti í kuld-
anum, sett í ískalt bað, gengið í skrokk á þeim
eða þau neydd til að troða í sig þangað til þau
köstuðu upp. Börnin voru hvorki á mun-
aðarleysingjahæli né upptökuheimili, heldur á
sínu eigin heimili hjá móður sinni og stjúp-
föður í Birmingham á Englandi.
Svona gekk heimilislífið fyrir sig þangað til
eitt barnanna, hin sjö ára gamla Khyra Ishaq,
lést í maí fyrir tveimur árum. Banamein henn-
ar var sýking af völdum vannæringar. Móðir
hennar, hin 35 ára gamla Angela Gordon, og
stjúpfaðir, hinn 31 árs gamli Junaid Abuhamza,
voru nýverið fundin sek um manndráp og á
föstudag dæmdi hæstiréttur Birmingham-
borgar þau til fangavistar. Ábyrgð móðurinnar
er talin meiri og mun hún sitja bak við lás og slá
í fimmtán ár að lágmarki áður en skilorð kem-
ur til álita. Abuhamza var dæmdur í sjö og hálfs
árs fangelsi fyrir þátt sinn í þessu ógeðfellda
máli. Parið var aftur á móti sýknað af ákæru
um morð af yfirlögðu ráði. Dómurinn var
kveðinn upp með hliðsjón af bágu andlegu
ástandi bæði Gordons og Abuhamza.
Parið gekkst einnig við því að hafa svelt og
misnotað hin börnin fimm en tvö þeirra voru
nær dauða en lífi þegar lík Khyru litlu fannst.
Hún var aðeins sautján kíló að þyngd og hafði
tapað 40% líkamsfitunnar. Á mögrum líkama
hennar voru hvorki fleiri né færri en sextíu
áverkar eftir barsmíðar, ísböð og vegna þess að
hún hafði verið pínd til að troða í sig mat.
Hvorki Gordon né Abuhamza sýndu svipbrigði
meðan dómurinn var kveðinn upp.
„Það er óviðeigandi að halda því fram að
börnin hafi liðið fyrir vanrækslu,“ sagði dóm-
arinn, Roderick Evans, á föstudag. „Vanræksla
er nefnilega ekki nægilega sterkt orð til að lýsa
meðferðinni sem börnin sættu. Þau voru miklu
frekar fórnarlömb skipulagðrar refsingar á
heimilinu sem var hrollvekjandi í hörku sinni
og grimmd.“
Faðir hans barði systur hans til bana
Í máli dómarans kom fram að Abuhamza bæri
ábyrgð á þessu fyrirkomulagi, sem hann hefði
sjálfur búið við í æsku, en Gordon hefði gengið
því möglunarlaust á hönd. Eigi að síður taldi
hann ábyrgð Gordon meiri, þar sem hún væri
móðir barnsins sem lést.
Vitni báru að Abuhamza þjáðist af geðklofa
og barn að aldri hefði hann horft á föður sinn
berja systur sína til bana. Gordon glímdi við
mikið þunglyndi þegar dóttir hennar dó.
Í dómsorðinu er getið um ríka trú Abuhamza
á „illa anda“ og að Gordon sé hreinskilin
manneskja en ákaflega háð mönnunum í lífi
sínu. „Hún er með mat á heilanum og virtist
ekki geta skilið að enda þótt það gæti hafa verið
viðeigandi að hún grennti sig átti það alls ekki
við um börnin sem voru að vaxa úr grasi,“ seg-
ir í dómsorðinu.
Sex mánuðum áður en Khyra litla andaðist
hafði móðir hennar dregið hana út úr skóla
með þeim orðum að hún hygðist kenna henni
sjálf. Nágranni, sem varð vitni að kennslu-
stund, fullyrðir að börnunum hafi verið refsað
harkalega þegar þau rak í vörðurnar þegar for-
eldrarnir hlýddu þeim yfir.
Félagsmálayfirvöld stungu nokkrum sinnum
við stafni á heimili fjölskyldunnar en hittu
aldrei börnin, þau voru alltaf að hvíla sig.
Nágranni fjölskyldunnar heldur því fram, að
sögn dagblaðsins The Guardian, að Khyra hafi
sést tína upp brauðmola af jörðinni sem ætlaðir
voru fuglunum.
Annar nágranni minnist þess að hafa séð
Khyru sofandi í fangi móður sinnar tveimur
dögum fyrir andlátið. Gordon úðaði vatni
framan í dóttur sína til að vekja hana en hún
sýndi engin viðbrögð. Khyra hefði verið átak-
anlega beinaber. Enn einn nágranni kvaðst
hafa séð Khyru á stjákli í garðinum skömmu
fyrir dauða sinn, veiklulega á nærfötunum.
Lögreglumaðurinn Sean Russell, sem rann-
sakaði málið, kom fyrir dóminn og lýsti því að
átakanlegt andlát Khyru litlu og aðstæður allar
hefðu grætt jafnvel hörðustu lögreglumenn.
„Það var fólkið sem átti að vernda Khyru sem
varð henni að bana,“ sagði hann.
Sveltu dótt-
ur sína í hel
Par á Englandi sak-
fellt fyrir manndráp
Khyra litla Ishaq var bara sjö ára þegar hún lést af völdum vannæringar fyrir tæpum tveimur árum.
Junaid Abuhamza og Angela Gordon eins og
teiknari hæstaréttar í Birmingham lýsir þeim.
Vikuspegill
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Meinafræðingurinn
sem fékk það erfiða
hlutverk að kryfja lík
Khyru Ishaq upplýsti
dómara á sínum tíma
um það að hann hefði
aldrei upplifað annað
eins. Dr. Roger Mal-
colmson fullyrti að
hann hefði ekki í annan
tíma orðið vitni að slíku
þyngdartapi og hjá
aumingja stúlkunni.
„Ég hef aldrei séð neitt
þessu líkt. Í þessu til-
felli er ég sannfærður
um að sýkingin sem
dró Khyru til dauða hafi
verið af völdum van-
næringarinnar. Bana-
meinið getur ekki verið
af neinum öðrum
toga,“ sagði hann.
Aldrei séð
annað eins
www.noatun.is
Nóttin
er nýjung í Nóatúni
Hringbraut Austurver Grafarholt
Nú er opið 24 tíma,
7 daga vikunnar
í þremur verslunum Nóatúns