SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 10

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 10
10 14. mars 2010 É g á bágt með að koma því heim og saman hvernig Stein- grímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG gat undirritað Icesave-samninga við Breta og Hollendinga í júníbyrjun í fyrra og boðað að í framhaldi af gerð samn- ingsins yrði lagt fram lagafrumvarp um ríkisábyrgð á lánum, sem Bretar og Hollendingar höfðu einhliða ákveðið að veita Íslendingum, til þess að greiða 20.887 evrur til hvers Icesave-reikningseiganda í Bretlandi og Hollandi. Nú hefur verið upplýst, að þegar fjármálaráðherra tók ákvörðun um að samþykkja drápsklyfjarnar sem Svavar Gestsson og Indriði H. Þorláksson höfðu samþykkt í júníbyrjun 2009, þá vissi hann sem var, að hann hafði ekki þingmeirihluta á bak við sig, til þess að ganga frá samningum. Hópur þingmanna úr þing- flokki VG – hans eigin flokki – hafði þegar tjáð honum að þeir myndu ekki samþykkja þann samning sem hann vildi festa í lög. Hann bjó yfir sömu vitneskju úr herbúðum stjórnarandstöð- unnar, vitneskju um að þing- menn Framsóknarflokksins, Hreyfingarinnar og Sjálfstæð- isflokksins myndu ekki sam- þykkja drápsklyfjarnar. Þetta aftraði ráðherranum í engu, hann óð fram, umboðslaus með öllu og gekk frá samningi, sem þingið tókst svo á um allt sumarið í fyrra og reyndi að laga og bæta þann skaða sem þegar var orðinn. Hvað eiga svona vinnubrögð valdníðslu og yfirgangs eiginlega að þýða? Hélt ráðherrann virkilega að hann hefði slíkan aga á þingliði sínu, að það yrði þagað yfir vinnubrögðum hans fram í rauðan dauð- ann? Raunar hlýtur það að sæta furðu að það skuli ekki hafa verið upp- lýst um þessa misbeitingu framkvæmdavaldsins, þar sem gróflega er gengið gegn löggjafanum og valdi hans, fyrr en heilum með- göngutíma eftir að valdníðslan átti sér stað. En á hinn bóginn ber að fagna því, að ákveðnir þingmenn VG búi yfir slíku sjálfstæði og sannfæringarkrafti, að þeir ákveði að upplýsa þjóðina um þau gjör- ræðislegu vinnubrögð sem formaður þeirra hefur lagt stund á. Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna fyrir viku verður ekki beinlínis sagt að stjórnvöld hafi fært sér í nyt hinn eindregna boðskap þjóðarinnar í þá veru að við höfnum þeim samningum sem Svavar Gestsson og Steingrímur gerðu fyrir hönd þjóðarinnar. Oddvitar ríkisstjórn- arinnar láta eins og þjóðaratkvæðagreiðslan hafi ekki farið fram og að niðurstaða hennar skipti engu máli. Ég hef áður rifjað upp á þessum vettvangi svör Steingríms J. Sig- fússonar í Zetunni, umræðuþætti á mbl.is, þann 23. mars í fyrra, þegar ég lýsti efasemdum við hann um að Svavar Gestsson væri heppilegasti maðurinn til að leiða samningaviðræður við Breta og Hollendinga vegna Icesave-deilunnar. Ég ætla að leyfa mér að gera það aftur nú: „Ég treysti Svavari Gestssyni. Ég veit að hann er að gera góða hluti og ég lofa þér því að það er í sjónmáli að hann landi – og hans fólk – glæsilegri niðurstöðu fyrir okkur.“ Sjaldan er góð vísa of oft kveðin og við eigum ekki og megum ekki gleyma þessari vísu fjármálaráðherrans, því „glæsilega niðurstaðan fyrir okkur“ fól í sér viðurkenningu á 630 milljarða króna skuld við Breta og Hollendinga með 5,5% vöxtum, sem hefði jafngilt því að um 40 milljarðar króna í vöxtum hefðu bæst við höfuðstólinn ár hvert og ef ekkert hefði verið greitt fyrstu sjö ár afarkostatímabilsins, hefði höfuðstóllinn verið kominn í 989 milljarða króna árið 2016. Hvernig í ósköpunum var hægt að lýsa slíku þjóðarráni sem „glæsilegri nið- urstöðu“? Þann 8. júní í fyrra, þremur dögum eftir undirritun sam- komulagsins við Breta og Hollendinga, sagði formaður samninga- nefndarinnar, Svavar Gestsson, hér í Morgunblaðinu m.a.: „Ég held við ráðum við þetta samkomulag. Ég held að það sé innan þolmarka íslenska hagkerfisins.“ Dytti einhverjum Íslendingi í hug að biðja Svavar um að passa upp á sparibaukinn sinn, barna sinna eða barna- barna?! Ráðherrann var umboðs- laus með öllu Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is ’ Hvernig í ósköpunum var hægt að lýsa slíku þjóðarráni sem „glæsilegri niðurstöðu“? Steingrímur J. Sigfússon Svavar Gestsson 7.20 Fer fram úr og hjálpa William, sem er fjögurra ára, að klæða sig á meðan eiginkonan sléttar á sér hárið. Bjarni, 10 ára, sér alveg um sig sjálfur. 7.57 Katrín skutlar okkur William að Iðavelli, leikskól- anum hans við Gránufélagsgötu. 8.10 Geng inn í Átak, stein- snar frá leikskólanum. Hitti þar Bjössa kollega minn á rakara- stofunni. Ræktum líkama og sál í góða stund. 9.00 Sturta. Morgunmatur í Átaki, andlegur og líkamlegur; skyrbúst og dagblöðin. 9.30 Komnir í Arte, rakara- stofuna okkar. Hitum kaffi og nokkrir félagar koma í spjall um enska boltann og pólitíkina. 10.00 Tekið úr lás og skærin fara á loft. Spjall við kúnnana. 12.27 Við Bjössi skreppum í mat. Reynum alltaf að komast burt í smá stund á bilinu tólf til tvö. Það tekst þó ekki alltaf. Fórum nú í Fjölsmiðjuna á Ós- eyri, þar sem hægt er að kaupa góðan heimilismat. 13.13 Skærin aftur á loft og haldið áfram að spjalla. Umræð- an um deiliskipulagið í mið- bænum er rosalega mikil núna. Stór hluti dagsins fer í að ræða það við þá sem koma í stólinn; að minnsta kosti þá fullorðnu, yngri kynslóðin ræðir meira um enska fótboltann. 15.15 Maður með myndavél sest í stólinn. Vill að mikið verði klippt. Meira spjall, um hvað sem er; orðið er frjálst hjá okkur og orðalagið oft verra en annars staðar því hér eru engar konur. 18.00 Hættum að hleypa nýjum viðskiptavinum inn um þetta leyti en það teygist reynd- ar oft aðeins á vinnudeginum, t.d. ef einhver mjög síðhærður kemur nokkrum sekúndum áð- ur en klukkan slær sex. 19.04 Hoppa upp í ókeypis strætó 18 metrum norðan við dyrnar að rakarastofunni. 19.07 Geng út úr strætó nokkra metra frá húsinu mínu. Þrjár mínútur heim; það hlýtur að vera heimsmet! 19.45 Síðasta bita kvöld- verðarins rennt niður. Gengið frá eftir matinn. 20.15 Les og syng aðeins fyrir William. Sofna sjálfur! Oft erfitt að halda sér vakandi ef Everton er ekki í sjónvarpinu. 21.00 Sest við stórt púsl sem tengdamamma lánaði okkur. Flott skúta er að birtast. 22.30 Stend upp frá púslinu. Gleymdi mér alveg, þetta er svo skemmtilegt. 23.58 Þetta hefðbundna um miðnætti: Zzzzzz skapti@mbl.is Dagur í lífi Gísla Rúnars Gíslasonar rakara á Akureyri Spegilmynd Gísla Rúnars Gíslasonar á Arte á Akureyri ar sem hann hefur hendur í hári blaðamanns í vikunni. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Þrjár mínútur heim laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 s: 522 4500 www.ILVA.is TAX-FREE HELGI LAUGARDAG 13/03 og SUNNUDAG 14/03 OG VIÐ MEINUM ÖLLUM VÖRUM! AF ÖLLUM VÖRUM © IL V A Ís la n d 2 0 0 9 V ir ð is a u k a s k a tt u ri n n e r re ik n a ð u r a f v ið k a s s a n n . G ild ir fy ri r a lla r vö ru r ív e rs lu n , n e m a á IL V A k a ffi . A ð s já lf s ö g ð u fæ r rí k is s jó ð u r s in n v ir ð is a u k a s k a tt a f þ e s s a ri s ö lu . V e rð læ k k u n in e r a lf a ri ð á ko s tn a ð IL V A .

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.