SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 40

SunnudagsMogginn - 14.03.2010, Qupperneq 40
40 14. mars 2010 „Þetta er alls ekki flókin matargerð,“ segir Guðrún. „Þvert á móti kemur það á óvart hvað þetta er einfalt, sérstaklega þegar fólk fer smám saman að læra inn á kryddin. Réttirnir eru yfirleitt einfaldir í samsetningu og annað hvort hreinir kjöt-, fisk- eða grænmetisréttir. Auðvit- að getur verið flókið að prófa eitthvað nýtt en þegar upp er staðið finnst mér þetta jafnvel einfaldari matargerð en t.d. tíðkast við Miðjarðarhafið.“ Sjálf er Guðrún matvælafræðingur en með „mikinn áhuga á næringarfræði,“ eins og hún orðar það sjálf. „Mér hefur fundist vanta að tengja næringarfræðina eldamennsku svo fólk fái skilning á því hvernig kolvetni, prótein, fita, orka og fleira er í samhengi við eldhúsið. Enda finnst mér ofsalega gaman að elda,“ bætir hún hlæjandi við. Fyrirtækið Sýni, sem Guðrún vinnur hjá, býður þó fyrst og fremst ráðgjöf og þjónustu við matvælafyrirtæki og fóður- framleiðendur, t.d. örverumælingar og hreinlætiseftirlit. Það var fyrst og fremst af áhuga Guðrúnar sem fyrirtækið fór setja upp matreiðslunámskeið – til að byrja með fyrir starfsfólk í matvælaiðnaði sem þróaðist síðan út í matreiðslunám- skeið fyrir almenning. Eftir að hafa notið gómsætra krásanna halda nemendur dagsins saddir og sælir heim á leið burt frá óhreinum diskum og mataráhöldum. „Fólk á að geta komið beint úr vinnu, borðað á venjulegum tíma og farið svo heim án þess að vera orðið of þreytt eða uppgefið,“ segir Guð- rún að lokum. S æt angan af kryddi fyllir vitin þar sem hópur kvenna hamast við að merja kardimommur, negulnagla, broddkúmin og kóríanderfræ í þungu mortéli. Í einum potti kraumar lambakjöt í hnetumauki, í öðrum bíður sósa eftir að grilluðum kjúklingi verði bætt út í og kóríander- fiskur í umslögum soðnar smám saman í gufuofninum. Við erum stödd á matreiðslunámskeiði hjá Guðrúnu Adolfsdóttur hjá rannsókn- arþjónustunni Sýni, en þau eru af ýmsum toga; á einu hella nemendur sér út í ítalskan sveitamat, á öðru eru tólf bestu súpur í heimi á matseðlum og á því þriðja er krakkamatur í sviðsljósinu. Námsefni þessa eftirmiðdags kemur hins vegar frá Indlandi. „Það sem einkennir indverskan mat einna helst eru kryddin, eins og t.d. cumin, kóríander, kardímommur, túr- merik, kanil, negull og svo auðvitað hvítlaukur og engifer en úr því er gert mauk sem er notað í nánast öllum ind- verskum uppskriftum,“ útskýrir Guðrún og bætir því við að indversk matargerð sé staðbundin svo mismunandi réttir komi frá mismunandi héruðum. Meðan þátttakendur meðtaka fróð- leiksmolana eru krukkur með helstu kryddum látnar ganga á milli svo þeir getið þefað og bragðað að vild. Svo eru svunturnar settar upp og haldið inn í eld- hús. Með því að skipta kokkunum í hópa tekur ekki nema klukkutíma að galdra fram fimm rétta máltíð með marg- breytilegu meðlæti að indverskum sið. Heimur krydda og krása Það er einfaldara en margur hyggur að galdra fram góm- sæta indverska rétti sem bragð er að. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Þátttakendur vinna tveir og tveir saman að hverjum rétt svo úr verður margrétta veislumáltíð á ótrúlega skömmum tíma. Matur Guðrún segir yfirleitt auðvelt að fá hráefni í indverska matinn í venjulegum matvörubúðum. Morgunblaðið/Golli Konfektið hans Hafliða Ragnarssonar, súkkulaðimeistara í Mosfellsbakaríi, er löngu orðið þekkt, alla vega meðal hinna fágaðri súkkulaðigrísa landsins. Hafliði hóf að gera konfektið árið 2003 og hefur leiðin bara legið upp á við síðan. „Það kom nú smáskjálfti í mann þegar allt fór á hliðina hér heima, enda er ég háður því að kaupa bæði hráefni og umbúðir er- lendis frá. En það ýtti bara á mann að nota hugmyndaflugið og ég hef verið svo heppinn að eftirspurnin eftir konfektinu hefur alveg haldist. Raunar hefur hún frekar aukist en hitt því við finnum vel fyrir því að salan til útlendinga hefur aukist mikið.“ Molarnir eru allir handgerðir og ein- göngu unnir úr sérvöldu, ósviknu súkkulaði sem Hafliði fær frá fyrirtækjum í Frakklandi, Belgíu og Sviss. Hafliði hefur gert það að list sinni að setja saman óhefðbundin bragðefni við súkkulaðið. „Ef ég á að nefna einn mola sem hefur verið vinsæll dettur mér í hug pistasíumolinn, sem er orðinn alveg klassískur,“ segir Hafliði. „Ég er alltaf með ákveðið fast úrval í borðinu hjá mér fyrir utan það sem er breytilegt, en mað- ur er alltaf að prófa sig áfram með nýjar bragðsamsetningar. Fólk er enda mjög spennt fyrir nýjungum þannig að yfirleitt selst allt sem maður gerir.“ Og það er mikill annatími framundan hjá Hafliða því þessa dagana er hann önnum kafinn við páskaeggjagerð fyrir komandi hátíðir. Sjálfur á hann alfarið heiðurinn af súkkulaðinu sem er í eggj- unum því hann gerði sér ferð í verk- smiðjurnar ytra þar sem hann bjó til blönduna í það. „Ég notaði til þess baunir frá Venesúela og Madagaskar, sem eru mín uppáhalds- svæði, en súkkulaði úr þeim baunum er ávaxtaríkt og með alveg sérstakan kar- akter. Hvert egg er svo handskreytt og ég reyni að hafa þau mismunandi þannig að þau hafi öll sinn eigin stíl og verða á viss- an hátt listaverk í sjálfu sér.“ Freisting Frónbúans Sérgerð sælkeraegg og konfekt

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.