SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 12

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 12
12 25. apríl 2010 fríður er komin í Bræðratungu og gift Magnúsi sem hefur nýlega lokið við að selja hana fyrir brennivín. Og þegar Jón Hreggviðsson kemur til að heimsækja hana eftir sitt langa og mikla ferðalag sem tekur um það bil 15 ár, þá rifjar hún upp samskipti sín við Jón þegar hún var að- eins 17 ára. Þá voru birtar myndir eins og úr hugarheimi þeirra beggja af Snæfríði þegar hún er að leysa hann. Þetta var í rauninni mjög flott leikgerð hjá Bríeti og það má segja að það hafi verið hinn kvenlegi þáttur Íslandsklukkunnar sem lögð var áhersla á í Hinu ljósa mani.“ Kallast á við samtímann Flestir Íslendingar lesa Íslandsklukkuna í skóla og kannast því við sögu Snæfríðar. Hún er yfirstéttarstúlka sem verður ást- fangin af hugsjónamanninum Arnas Ar- næusi og ferðast með honum þegar hann dís í hlutverki móður Jóns Hreggviðs- sonar, Elva Ósk Ólafsdóttir fer með aukahlutverk og Lilja Nótt Þórarins- dóttir, sem leikur Snæfríði að þessu sinni. Sigrún Edda Björnsdóttir og Pálína Jónsdóttir léku í uppsetningu Borg- arleikhússins leikárið 1995-1996, en sú uppfærsla var frábrugðin öðrum að því leyti að þar var Snæfríður í aðalhlutverki. Sigrún segir frá: „Þetta var leikgerð sem Bríet Héðins- dóttir gerði og hún byggði hana á Hinu ljósa mani, sem er miðbókin í Íslands- klukkunni. Snæfríður var miðdepill sög- unnar og ég var á sviðinu allan tímann. Í fyrri leikgerðum þar sem öll sagan er sögð var þáttur Snæfríðar eðlilega skert- ur, en hjá okkur var örlagasaga Snæfríðar og ást hennar og Árna Árnasonar í for- grunni. Þá hófst sýningin á því að Snæ- Þ egar Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 var Íslandsklukkan eitt þriggja opnunarverka þess. Herdís Þorvaldsdóttir steig þá fyrst kvenna á svið sem Snæfríður Ís- landssól, hið ljósa man, fyrirmynd sterkra, íslenskra kvenna. Á þeim sextíu árum sem síðan hafa liðið hafa sjö aðrar leikkonur túlkað kvenskörunginn í sex uppfærslum atvinnuleikhúsanna; Þjóð- leikhússins, Borgarleikhússins og Leik- félags Akureyrar. Brynhildur Steingrímsdóttir, sem lék Snæfríði í uppsetningu LA 1959-1960, er látin og Sigríður Þorvaldsdóttir, Snæfríð- ur í uppsetningu Þjóðleikhússins 1967- 1968, er stödd erlendis, en hinar sex voru til í spjall um þessa ástsælu bókmennta- persónu. Fjórar þeirra koma nú að af- mælissýningu Þjóðleikhússins, Tinna Gunnlaugsdóttir, þjóðleikhússtjóri, Her- fer um landið að safna bókaræflum, og kemst þá fyrst í kynni við karlinn hann Jón Hreggviðsson. Saga Snæfríðar er ást- arsaga, Arnæus er ástin í lífi hennar en hann tekur hugsjónir sínar ávallt fram yfir Snæfríði og hún sveiflast á milli von- ar og ástar annars vegar, og hjartasorgar og reiði hins vegar. Leikkonurnar voru allar sammála um að Snæfríður væri stórkostlegur karakter, stolt og sterk, en að lokum fær hún ekki umflúið þau örlög sem voru búin konum á hennar tímum. Eins og Íslandsklukkan í heild sinni kallast á við samtíma okkar í dag, á Snæ- fríður kannski meira sameiginlegt með nútímakonunni en þeim sem á undan hafa farið. Og bæði konur og karlar ættu að kannast við það sem drífur Snæfríði áfram; leitina að sjálfstæði og þörfina fyr- ir að ráða eigin örlögum. Ásamt því að elska og vera elskuð sjálf. Morgunblaðið/Árni Sæberg Hið ljósa man Snæfríður Íslandssól er án efa ein af helstu kvenhetjum íslenskra bókmennta. Á 60 árum hafa átta leikkonur tekið að sér hlutverk hennar í atvinnuleikhúsum Íslands. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Þær eru allar ljósar yfirlitum, leikkonurnar sem hafa túlkað persónu Snæfríðar Íslandssólar, hið ljósa man, á sviðinu.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.