SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 16

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 16
16 25. apríl 2010 N ú er hafið tímabil sýninga á veg- um dansskólanna, en þær eru jafnan haldnar eftir hverja önn. „Þetta er gluggi, þar sem nem- endur fá tækifæri til að koma fram á sviði, sem er gríðarleg reynsla og gaman fyrir þá,“ segir Nanna Ósk Jónsdóttir, framkvæmda- stjóri DanceCenter Reykjavík. Vorsýning DanceCenter Reykjavík var haldin 18. apríl í Salnum í Kópavogi. „Yf- irskriftin var Frelsi og með því vísuðum við í einstaklings- og tjáningarfrelsið,“ segir Nanna. „Þemað í atriðunum var í þá átt. Við sérhæfum okkur í jazzfönki, hip-hopi, street, breaki og modern. Við vorum einnig með sambland af nútímadans og jazzfunki eða módernfönkatriði, ballettatriðum og magadans, til að sýna breiddina. Þá erum við komin með sterka breakdans-kennara, sem sýndu listir sínar.“ Nanna segir að lagt hafi verið upp með að skapa skemmtilega fjölskylduskemmtun. „Við vorum svo heppin að einn af kennurum skólans, Júlí Heiðar, vann nýverið söng- keppni framhaldsskólanna ásamt Krist- mundi Axel. Þeir tóku lagið Komdu til baka, sem hefur hreyft við fólki.“ Þátttakendur voru frá sex ára aldri og allt upp 35 ára og yfir. „Það var gaman að sjá hvað krakkarnir lögðu mikið á sig,“ segir Nanna. „Þó að þetta sé áhugamannasýning, þá er mikið lagt upp úr því að hún sé fag- mannleg í alla staði.“ Sýningarhópur skólans kom einnig fram, en hann nefnist Rebel og stendur saman af strákum og stelpum, sem dansa blöndu af jazzfönki, street, hip-hopi og breakdansi. Til að undirstrika fjölbreytnina er einnig komið inn á ballett og nútímadans. „Þá vorum við líka með fimleika á sýning- unni, því ég vil tengja dansinn við íþrótta- hreyfinguna og var m.a. sjálf í Gerplu á yngri árum,“ segir Nanna. „Í fimleikunum er t.d. lagt mikið upp úr aga. Oft er talað um að dansinn sé listgrein, og víst fellur hann und- ir það en hann er líka íþrótt þar sem keppt er í dansi og þekki ég það grasrótarstarf vel þar sem ég keppti sjálf sem barn. Þetta er mín sýn á dansinn og til að leggja áherslu á það í dansskólanum urðum við fyrst til að fá virta danshöfunda og dómara úr dansþátt- unum „So You Think You Can Dance?“ Í íþróttunum er lagt mikið upp úr heil- brigðum gildum og ekki síður að þar séu á ferðinni heilsteyptir einstaklingar, það er lykilatriði.“ Að sögn Nönnu verður dansskólinn á fleygiferð í sumar og hefst dansgleðin fyrir alla aldurshópa 1. júní í Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ, sjá dancecenter.is.Stelpur sem dansa jazzfönk og atriðið bar yfirskriftina Transformia. Glatt á hjalla hjá Gerplustelpunum. Vill tengja dansinn íþróttum Rebel-sýningarhópurinn, Linda Ósk, Tanja og Júlí Heiðar í tilþrifamiklu atriði sem nefnist Creep. Bak við tjöldin Ljósmyndir: Eggert Jóhannesson eggert@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.