SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 20
20 25. apríl 2010
birtingarmynd á því ástandi sem nú er.
Varaformaðurinn farinn, þingflokks-
formaðurinn farinn og persónur og leik-
endur í skýrslu rannsóknarnefndar Al-
þingis hvergi sjáanlegir. Bjarni er bara
með þetta einn í fanginu og hann stóð al-
gjörlega undir þessari miklu pressu, sem
sýnir, að mínu viti, mikinn styrk hans.“
Ýmsir höfðu á orði, að það væri ein-
kennilegt að Kristján Þór Júlíusson, sem
bauð sig fram til formanns flokksins á
landsfundi í mars í fyrra, hefði ekki lýst
yfir stuðningi við Bjarna nú. Kristján fékk
um 40% atkvæða á fundinum í fyrra, en
Bjarni 58%. Margir rifjuðu upp orð Krist-
jáns frá 29. mars á landsfundinum í fyrra,
þegar niðurstaða í formannskjörinu lá
fyrir, en þá sagði hann m.a.: „Ég munstra
mig í áhöfn Bjarna Benediktssonar,“ og
„lagði áherslu á að flokksmenn stæðu
saman um þann ágæta og góða dreng sem
Bjarni Benediktsson væri“, eins og stóð í
Morgunblaðinu hinn 30. mars í fyrra.
Með munstruninni var Kristján Þór að
vísa til þess að hann gat þess í ræðum sín-
um, þegar hann bauð sig fram til varafor-
manns og svo til formanns, á landsfund-
inum í fyrra, að hann hefði eitt sinn verið
skipstjóri á litlum bát.
Ólíklegt er talið að Bjarni lýsi yfir
stuðningi við einhvern einn tiltekinn
frambjóðanda í varaformannssætið, enda
liggur ekki fyrir hver eða hverjir muni
sækjast eftir embættinu. Samstarf hans
og Kristjáns Þórs á Alþingi og í þing-
flokknum er sagt hafa verið mjög gott, frá
því að Kristján Þór „munstraði sig á bát
Bjarna“. „Þeir hafa verið mjög samhentir
og það hefur enginn skuggi fallið á þeirra
samstarf,“ segir þingmaður og bætir við
að vel megi vera að Bjarni teldi að flokk-
urinn stæði sterkar að vígi með varafor-
mann af landsbyggðinni.
Ekki eru þó allir sammála um að rétt
væri að kjósa Kristján Þór sem varafor-
mann, því fer fjarri. Ákveðinnar tor-
tryggni virðist gæta í hans garð og þó-
nokkrir viðmælendur voru þeirrar
skoðunar að Kristján Þór væri fyrst og
fremst að hugsa um eigin stöðu og hvern-
ig hann gæti tryggt hana sem best. Þau
sem töluðu með slíkum hætti héldu því
fram að útilokað væri að Kristján Þór færi
fram gegn Bjarna. Hann vissi vel að hann
hefði enga stöðu í það, en hann væri að
öllum líkindum að draga það að lýsa því
yfir að hann væri enn í áhöfn Bjarna, til
þess að skapa sér betri stöðu sem
varaformannskandídat. Kristján Þór væri
mikið fyrir einleiki, héldi spilunum þétt
að sér og gæfi sig ekki upp. „Hann er bara
tækifærissinni, svo einfalt er það,“ sagði
sjálfstæðismaður.
Hef ekki græna glóru
Sjálfur segir Kristján Þór að þegar hann
var spurður fyrir viku, hvort hann hygð-
ist bjóða sig fram gegn Bjarna, þá hafi
engin ákvörðun legið fyrir hvenær og
með hvaða hætti nýr varaformaður
flokksins yrði kjörinn. „Umræðan hófst
bara strax, án þess að ákveðið hefði verið
hvernig flokkurinn ætlaði að fara í gegn-
um þetta. Ég hef alltaf sagt það, að þegar
þú ert í þessari stöðu í pólitík, þá geturðu
aldrei svarað svona spurningum með jái
eða nei, ekki nema þú hafir engan áhuga
yfir höfuð á því að takast á við einhver
krefjandi verkefni,“ sagði Kristján Þór.
Aðspurður á sumardaginn fyrsta, hvort
hann hygðist fara fram gegn Bjarna á
landsfundinum í júní, sagði Kristján Þór:
„Ég ekki hugmynd um það, ekki græna
glóru. Það er hárrétt, sem þú segir, ég
munstraði mig í áhöfnina hjá Bjarna á
síðasta landsfundi og ég er þar. Ég vil taka
það skýrt fram að yfir samstarfi okkar
Bjarna frá því fyrir landsfund í fyrra og
allar götur síðan hef ég ekki nokkurn
skapaðan hlut að kvarta. Heldur þvert á
móti. Við höfum bara getað treyst hvor
öðrum.“
Kristján Þór var spurður hvort hann
myndi sækjast eftir varaformennsku í
flokknum og sagði að hann svaraði þeirri
spurningu á sama hátt og þeirri fyrri. „Ég
er búinn í tvígang að bjóða mig fram í
forystustörf fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en
það þýðir ekki það að ég sé tilbúinn með
samskonar yfirlýsingar einn, tveir og
þrír, ef eitthvað er að breytast í forystu-
sveitinni. Ég þarf bara að hugsa mína
stöðu, hugsa um stöðu flokksins og hvað
hann getur lagt af mörkum til að bæta
þetta þjóðfélag,“ sagði Kristján Þór.
Krafan um konur til ábyrgðar
Margir benda á að ekki megi gleyma um-
ræðunni um kynjahlutföllin og uppi eru
raddir um að kjósa verði konu í varafor-
mannsembættið. En vilji Hanna Birna
ekki taka að sér varaformennskuna, þá
telja flestir að úr vöndu sé að ráða. Ein-
hverjir hafa nefnt Ólöfu Nordal við mig,
en þeir eru ekki margir. Mun fleiri nefna
Kristján Þór og Hönnu Birnu.
Ákveðið var á þingflokksfundi Sjálf-
stæðisflokksins á miðvikudag að Ragn-
heiður Elín Árnadóttir tæki við for-
mennsku í þingflokknum, en hún var
varaformaður hans. Þá var ákveðið að
Ólöf Nordal kæmi ný inn í stjórn þing-
flokksins og verður hún ritari hans. Við
þessa skipan munu a.m.k. margir telja að
tekið hafi verið tillit til krafna kvenna í
flokknum um aukna ábyrgð.
Bjarni efndi til opins fundar í Valhöll í
hádeginu á miðvikudag undir yfirskrift-
inni Sameinum krafta – byggjum upp og
var fullt út úr dyrum. Þar flutti hann
ávarp í upphafi fundarins og svaraði síðan
spurningum fundarmanna í klukkutíma
eða svo.
Auðheyrt var á fundarmönnum eftir
fundinn að þeim þótti formaðurinn hafa
staðið sig vel. Var þetta fyrsti fundur
Bjarna í fundaröð um allt land, sem hann
hyggst halda með sjálfstæðisfólki á næstu
dögum.
Einn sagði við mig eftir fundinn á mið-
vikudag að það væri rétt ákvörðun að
halda landsfund í sumar og kjósa þar
varaformann. Ekki hefði verið skyn-
samlegt að fara í varaformannskjör fyrir
sveitarstjórnarkosningarnar. Sveit-
arstjórnarmenn vildu skiljanlega hafa at-
hyglina hjá sér í aðdraganda kosning-
anna, þeir vildu hafa frið og það væri ekki
við því að búast að átök um varafor-
mannsembættið yki fylgi flokksins. Þetta
sjónarmið hefði komið skýrt fram á mið-
stjórnarfundi.
Illugi Gunnarsson, Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. Þingflokksformaðurinn farinn, varaformaðurinn farinn, formaðurinn einn eftir.
Morgunblaðið/Golli
Ekki er talið að ljóst verði hver eða hverjir sækist eftir varaformannsembættinu í Sjálfstæð-
isflokknum fyrr en eftir að niðurstaða liggur fyrir í sveitarstjórnarkosningunum sem verða
hinn 29. maí nk. Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri hefur verið orðuð við embættið, en
hún hefur ekkert gefið upp um eigin vilja. Kristján Þór Júlíusson, sem bæði hefur sóst eftir
varaformanns- og formannsembættinu, segist nú ekki hafa „græna glóru“ um hvað hann
muni gera. Ólöf Nordal og Ragnheiður Elín Árnadóttir eru nú komnar í forystu þingflokksins.
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Kristján Þór
Júlíusson
Ólöf
Nordal
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Óvissa fram í júní