SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 23

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 23
25. apríl 2010 23 Ofanflóðasjóður sá svo um að gera varnargarð ofan við bæinn og lauk því verki síðastliðið haust. „Margir sögðu eftir skriðurnar að hér yrði ekki búið aftur. Og í haust sagði við mig maður: Mikið rosalega var þetta ógeðslegt hjá ykkur eftir skriðurnar! Ég var bara svo heppin að sjá það ekki; var bara með hugann við vinnuna sem framundan var við að koma öllu í gott horf,“ segir hún nú. Rósa María segist ekki hafa verið smeyk síðan hún flutti heim á ný. „Það fórust sex manns í skriðuföllum á síðustu öld á Íslandi. Hve margir fórust í bílslysum?“ Óskar er sér líka meðvitandi um að hætta er ekki lengur fyrir hendi, en segir þó að sér hafi ekki verið sama í fyrra- sumar þegar hann heyrði að grjót fór að hrynja úr fjallinu ofan bæjarins. „Mér leið ekki vel en veit að allt var í lagi. Samt var það ónotaleg tilfinning. Þetta blundar í manni.“ Þegar jólin gengu í garð 2006 segir Rósa María að hug- urinn hafi ekki verið heima í Grænuhlíð heldur hjá fólk- inu í Hvammi „sem þurfti að mjólka kýrnar okkar“. Þau segja bæði að sitthvað jákvætt hafi komið út úr hamförunum, þrátt fyrir allt. „Mér finnst ég til dæmis miklu ríkari eftir að skriðurnar féllu en áður. Ekki af pen- ingum, en ég á svo marga góða vini og er svo þakklát fyrir allan stuðninginn sem við fengum. Mér finnst líka að ég skuldi mörgum.“ Besta jólagjöfin Tæpu ári eftir hamfarirnar segir Rósa María þau hjón hafa fengið jólagjöf sem líklega sé sú besta nokkru sinni. Ung hjón í sveitinni færðu þeim kvígu að gjöf – en þegar hún kom voru svo margar kýr komnar í fjósið í Grænuhlíð að ekki var pláss fyrir fleiri „þannig að við sendum þessa út í Stærra-Árskóg“, segir hún. Þar varð stórbruni í nóv- ember 2007 og gríðarlegt tjón; bróðurpartur 200 naut- gripa bústofns drapst og hjónunum í Grænuhlíð fannst það besta mögulega jólagjöf að færa hjónunum í Stærra- Árskógi kvíguna. Þau vissu hve samhugur og aðstoð skipta miklu máli. „Þó svo að bændur þurfi jafnvel að bregða búi núna fyrir sunnan er það vonandi ekki til langframa. Ég vona að hægt verði að flytja bústofn tímabundið á aðrar jarðir eins og gert var í okkar tilfelli og að fólki verði síðan hjálpað við endurreisnina,“ segir Rósa María. Þau segja bæði að ekki sé vonlaust verk að byggja upp eftir svona áföll en það taki vissulega á. Nefna svo að hópur bænda af Suður- landi hafi verið staddur í Eyafirði þegar gosið á Fimm- vörðuhálsi hófst um daginn. Ein konan í þeim hópi er kunningi hjónanna í Grænuhlíð og starfaði þrjú sumur á bænum fyrir mörgum árum. Þau sendu henni og mörgum fleirum geisladisk með myndbandi sem útbúið var eftir hörmungarnar í Grænuhlíð. „Ég veit að fólkið var búið að skoða diskinn þegar það ók hérna framhjá, hafði því séð hvernig hér var umhorfs eftir skriðurnar og hvernig búið var að hreinsa til þegar þau komu. Fólkið sá því svart á hvítu að ef eitthvað kæmi fyrir á þeirra heimaslóðum væri mögulegt að byggja upp aftur. Það skipti fólkið miklu máli,“ segir Rósa María. Rósa María í dyrum íbúðahússins í Grænuhlíð rétt fyrir jólin 2006. Þá var ekki sérlega fallegt um að litast en hún segist í raun ekki hafa tekið eftir því, vegna þess að verk var að vinna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Óskar bóndi framan við íbúðarhúsið í Grænuhlíð áður en farið var að hreinsa til eftir skriðurnar sem komu úr Hólafjalli. ’ Gárungarnir segja að ég hafi beðið Guð um aur en hann misskilið mig, segir Óskar bóndi í Grænuhlíð þegar hann hugs- ar til baka, til daganna rétt fyrir jólin 2006. Honum var ekki hlátur í huga þá, en segir ágætt ef menn geti gert að gamni sínu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.