SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 29

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 29
25. apríl 2010 29 Hann horfði á okkur í smástund og svaraði af sinni stóísku ró: „Já, þið.“ Hann glotti. „Hvað ertu að væla, þú sagðir okkur að fara,“ sagði ég og brosti á móti. Það var greinilegt að Freysteini var ekki sama. Hann var feginn að sjá okkur koma í hús og klára það sem okkur var ætlað. Hann útskýrði fyrir okkur að þekktur flugstjóri hefði komið niður á Mogga og skammast yfir því að menn hefðu verið sendir í flug í svona brjáluðu veðri. Ég leit aðeins á Árna og sagði: „Það er agalegt að verða draugur ef maður lítur út eins og þú!“ Ég man ekki hverju hann hreytti til baka en við erum vanir að gera létt grín að tilverunni og sjálfum okkur í leið- inni. Freysteinn birti myndina yfir hálfa forsíðuna og var mjög sáttur við daginn. Það vorum við líka. Freysteinn er einn af snillingum íslenskrar blaðamennsku, frábær félagi og vinur sem maður vildi aldrei bregðast þegar á reyndi. Það var erf- itt að sjá á eftir Freysteini af Morgunblaðinu, hálfpartinn eins og að missa Mick Jagger úr Rolling Stones. Morgunblaðið/RAX ’ Guðmundur gerði aðflug að skipinu og það var nánast ógerlegt að mynda sökum hrist- ings. Ég hitti á skipið í annarri hverri mynd og flugvélin ólmaðist og var við það hreinlega að ofrísa í nokkur skipti yfir skipinu. Ég er alveg viss um að Súpermann hefði ekki flogið í þessu veðri, búningur hans hefði einfaldlega rifnað.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.