SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 31

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Page 31
25. apríl 2010 31 Og hann bætir því við að Samfylkingin hafi gert mistök með afstöðu sinni í fjölmiðlamálinu. Frétt Morgunblaðsins um málið hinn 15. apríl s.l. er merkileg. Þar segir um það m.a.: „Tilefnið var um- ræða um aðdraganda hrunsins þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsókn- arflokksins, beindi því að Össuri að skoða þyrfti allt stjórnmálasviðið árin fyrir hrun og vakti í því sambandi m.a. máls á viðbrögðum Samfylkingar við fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma. „Getur hæstvirtur ráðherra viðurkennt að það hafi verið stórkostleg mistök hjá Samfylkingu að beita sér af hörku gegn fjölmiðlafrumvarpinu á sínum tíma og hvort það kunni að vera vegna þess að sú við- skiptablokk sem taldi að helst væri að sér vegið með lögunum tengdist, ekki hæstvirtum ráðherra, en hugsanlega einhverjum í Samfylkingunni sem flokki?“ spurði Sigmundur Davíð. Í andsvari sínu sagðist Össur ekki vilja segja afdráttarlaust já við fyrri spurningu Sigmundar að það hefðu verið gríðarleg mistök. „Að því er lýtur að seinni spurn- ingunni þá segi ég að það sé hugsanlegt,“ sagði Össur og bætti því við að sér hefði orðið „tíðhugsað um þetta“. Í rauninni er ekki hægt að ætlast til að Össur Skarphéðsinsson gangi lengra í játningu sinni en þetta. Eins er það athyglisvert að hin þarfa spurning formanns Framsóknarflokksins er ekki eina tilefni játningarinnar. Málið hefur sótt mjög á ráðherrann áður en hann fékk spurninguna. Hon- um hefur orðið „tíðhugsað um þetta“. En með svari sínu skilur Össur Skarphéðinsson aðra spurningu eftir hangandi í loftinu. Hvaða „ein- hver“ var það í Samfylkingunni sem annars vegar var svo tengdur eða háður Baugi að vilja vinna það til að ganga þvert á stefnu Samfylkingar í fjöl- miðlamálum og hins vegar hafði afl og stöðu til að fá allan flokkinn með sér í þá vegferð? Ekki er víst að lesendum verði „tíðhugsað“ um þá spurningu. Liggur svarið ekki í augum uppi? Bláfjallakvísl, austan Mýrdals- jökuls. Morgunblaðiðið/RAX F ornsögur las ég náttúrlega snemma,“ segir Sölvi Sveinsson, skólastjóri Landa- kotsskóla, í merkilegu viðtali Kolbrúnar Bergþórsdóttur í Sunnudagsmogganum. Það var svo sem auðvitað að Sölvi hefði lesið fornsögurnar ungur. En spurning vaknar, hvort ekki sé alveg víst að foreldrar haldi að börnum sínum fornsög- unum, sem mótað hafa þjóðarkarakter Íslendinga um aldir? Ekki aðeins vegna þess að kynngi frásagnarinnar meitlar tungumálið sem börn tileinka sér og efniviðurinn dýpkar til- finninguna fyrir sögu þjóðarinnar, eins og það sé ekki ærin ástæða, heldur eru sögurnar líka skemmtilegar! Engin ástæða er til að óttast að börnum finnist lesturinn þurr og leiðinlegur. „Það er ekkert jafn skemmtilegt, og ekkert jafn auðvelt að kenna, og fornsögur,“ segir Sölvi. „Þær renna ofan í krakkana. Persónurnar eru svo skýrar, þarna eru mikil örlög og dramatík, setningar eru meitlaðar og það sem stendur á milli línanna og er aldrei sagt vekur alltaf spennandi vangaveltur. Það er óendanlega gaman að kenna bækur eins og Gísla sögu, Egils sögu, Njálu, Hrafnkels sögu Freysgoða og Laxdælu.“ Taka má undir áhyggjur Sölva af því, að Íslendingar komi ekki betur út úr alþjóðlegum könnunum eins og PISA. Ekki síst þegar horft er til þess, að engin Evrópuþjóð ver jafnmiklu fé til grunnskóla og Íslendingar. Hann vísar í rannsókn á námsleiða, sem leiði í ljós að níu ára börnum leiðist áberandi mikið í skólanum. Þau hafi þó aðeins verið þrjú til fjögur ár í skóla! „Ég hef einna mestar áhyggjur af minnkandi læsi, sérstaklega hjá drengjum. Það er eitt- hvað í skólakerfi okkar sem veldur því að strákar pluma sig ekki nógu vel í skóla. Þeim leið- ist meira en stelpum og standa sig verr, og höfuðvígi stráka, eins og stærðfræði og tölvu- fræði, eru fallin. Strákar lesa miklu minna að eigin frumkvæði en stelpur, sem er áhyggjuefni af því að allur velfarnaður í lífinu byggist á því að maður sé vel læs. Menn þurfa að vera læsir á tölur og geta lesið leiðbeiningar og svo má ekki gleyma mikilvægi ynd- islestrar, þess að geta sest niður með bók og notið lestrarins, sem er gríðarlega frjó starfsemi og mannbætandi á allan hátt. Unglingar kynnast svo mörgu í gegnum bækur og geta í gegn- um lestur sett alls kyns hluti í samhengi. Þegar ég var á sínum tíma að láta nemendur mína lesa Sjálfstætt fólk þá fórnuðu mörg stúdentsefnin höndum vegna þess að þau höfðu aldrei áður lesið svona þykka bók. En þegar nemendur fóru að lesa þá skorti ekki skoðanirnar á persónunum. Ég held að Bjartur í Sumarhúsum sé ein umdeildasta persóna bókmenntanna hjá framhaldsskólanemendum.“ Þetta eru orð í tíma töluð hjá Sölva. Og skilgreining hans á góðri menntun hefði betur átt upp á pallborðið í íslensku þjóðfélagi undanfarinn áratug, en þá glutraðist niður sá lærdóm- ur kynslóðanna, sem finna má í kvæði eftir Stephan G. Stephansson: Þitt er menntað afl og önd, eigirðu fram að bjóða; hvassan skilning, haga hönd, hjartað sanna og góða. „Það er þetta hjartavit, sem ég kalla svo, sem hefur týnst í fargani undanfarinna ára,“ segir Sölvi. „Siðvitið var einhvers staðar ofan í skúffu. Nú þurfum við að endurheimta það.“ Hjartað sanna og góða „Fólkið má ekki kvíða morgundeg- inum.“ Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra þegar hún var á ferð í grennd við gosstöðvarnar í Eyja- fjallajökli. „Það er sárt að kveðja varafor- mannsembættið en ég get ekki horft fram hjá minni ábyrgð, minni sam- visku og mínum trúverðugleika.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þegar hún sagði af sér embætti varaformanns Sjálfstæðisflokksins. „Þegar ég horfi yfir tímabilið 2001-2009 geri ég það ekki af neinu stolti.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á flokksstjórn- arfundi Samfylkingarinnar. „Ljóst virðist að þann tíma sem skýrslan fjallar um hafi leikið lausum hala ýmsar höfuðsyndir mannkyns um árþúsundir; óhóf, græðgi, dáðleysi, heift, öfund og dramb.“ Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. „Og það sem við höfum orðið vitni að er í raun lítil æfing fyrir það sem mun gerast, ekki ef, heldur þegar, Katla gýs.“ Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands í samtali við BBC. „Við ætlum að gifta okkur á hverju ári.“ Nick Cannon eiginmaður söngkonunnar Mariuh Carey. „Þá verður líka stríð.“ Guðlaugur Arnarsson, leikmaður hand- boltaliðs Akureyrar, um undanúrslitaleik- inn gegn Val nyrðra um helgina. „Svona getur gerst.“ Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, eftir tapið gegn Inter í Meistaradeildinni. „Því verður ekki með orðum lýst, hvernig mér líður vegna mistaka minna og afleiðinga þeirra.“ Jón Ásgeir Jóhannesson í grein í Fréttablaðinu. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.