SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 32

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Síða 32
32 25. apríl 2010 Þ að orð fer af Alexander Pet- erssyni að hann sé hlédrægur maður sem berst ekki á. Enda ólst hann upp við kröpp kjör í Lettlandi Sovéttímans og hefur örugglega snemma gert sér grein fyrir því að vel- gengni er ekki sjálfsagður hlutur. Alex- ander hefur ekki rætt mikið um uppruna sinn opinberlega og þegar fundum okkar ber saman á Salatbarnum, þar sem ís- lenska landsliðið seður gjarnan hungrið, skömmu fyrir fyrri landsleikinn við Frakka um síðustu helgi, hóta ég strax að rekja úr honum garnirnar. Hann svarar með kumpánlegu brosi: „Ég er tilbúinn!“ Aleksandrs Petersons (Alexander Pet- ersson er íslenska útgáfan af nafni hans) fæddist árið 1980 í litlu þorpi fyrir utan Ríga, höfuðborg Lettlands. Þegar hann var fimm ára voru öll húsin í þorpinu, tæplega þrjátíu að tölu, úrskurðuð óíbúðarhæf og rifin. Hann flutti þá með fjölskyldu sinni til Ríga, þar sem stjórnvöld í Sovétríkj- unum sálugu útveguðu þeim íbúð í blokk. Hann segir lífið í borginni hafa verið frá- brugðið fásinninu í þorpinu en það hjálp- aði til að allir íbúar þorpsins fluttu inn í sömu blokkina. „Það var notaleg tilfinn- ing að þekkja alla,“ segir hann. Foreldrar Alexanders unnu bæði myrkranna á milli í verksmiðju í borginni og systkinin þrjú urðu að bjarga sér. „Bróðir minn er tíu árum eldri en ég og nennti eðli málsins samkvæmt ekki að skipta sér mikið af mér. Fimmtán ára strákar hafa allt annað að gera en hugsa um yngri systkini sín,“ segir hann og brosir. „Systir mín er sjö árum eldri en ég og hún var duglegri að vera með mig.“ Gisti á leikskólanum Heilu dagana sá Alexander ekki foreldra sína, þeir voru farnir í vinnuna þegar hann vaknaði og ókomnir heim þegar hann sofnaði á kvöldin. Á þessum tíma stóð for- eldrum í Ríga til boða að hafa börn sín á leikskólanum yfir nótt og var það stund- um hlutskipti Alexanders. Þegar hann var aðeins eldri minnist Al- exander þess að hafa þurft að fara á hverj- um degi á hjóli yfir lestarteina á leiðinni í skólann. „Mér hrýs hugur við þessu í dag. Ég myndi ekki vilja að börnin mín hjóluðu yfir lestarteina. En þetta endurspeglar tíð- arandann í Lettlandi.“ Synd væri að segja að vöruúrval hafi verið gott í Ríga á þessum tíma. „Það var ekkert til í verslunum. Ég skildi aldrei hvers vegna fólk vann svona mikið, það var ekkert til að kaupa fyrir peningana. Ég held ég hafi verið tíu ára þegar ég sá ban- ana í fyrsta skipti.“ Alexander viðurkennir að þetta hafi ekki verið draumaæska en börn hafi upp til hópa reynt að gera gott úr aðstæðum. Enda þekktu þau ekkert annað. Hann segir Lettland hafa opnast tölu- vert við hrun Sovétríkjanna og suma efnast hratt, jafnvel með vafasömum hætti. Aðrir sátu eftir og stéttaskipting komst á í samfélaginu. Áður voru allir jafnir. „Sjálfstæði landsins hafði sína kosti og galla enda tekur alltaf tíma að byggja upp nýtt þjóðfélag. Stærsta breytingin er sú að möguleikar fólks eru meiri nú en áð- ur. Því ber að fagna.“ Margir eiga þó um sárt að binda í Lett- landi nú um stundir vegna heimskrepp- unnar, sem lagst hefur af fullum þunga á þjóðina. Fjölskylda Alexanders hefur ekki farið varhluta af því. „Vonandi nær Lett- land sér sem fyrst á strik aftur.“ Hann er í góðu sambandi við foreldra sína og systkini og heimsækir þau eins oft og hann getur. Fjölskyldan hefur líka komið til að horfa á hann spila í Þýska- landi. „Það er verst að þau botna alls ekki í handbolta,“ segir hann hlæjandi. „Þau gera sér samt fulla grein fyrir því að ég hef náð langt og eru stolt af mér.“ Sama má segja um lettnesku þjóðina. „Þegar Ólympíuleikarnir í Peking voru gerðir upp töldu Lettar silfurmedalíuna mína með. Það var töluvert um árangur okkar fjallað í fjölmiðlum og margir Lettar héldu með Íslendingum í handbolta- keppninni á leikunum. Ég er mjög ánægð- ur með það.“ Alexander bar snemma af í leikfimi í skólanum, ekki síst handbolta, enda var hann eldfljótur og gat rakið boltann. Þegar hann var þrettán ára kom þjálfari nokkur í Ríga auga á hann og fékk hann til að hefja reglulegar æfingar. „Handboltinn átti ágætlega við mig og hálfu ári eftir að ég byrjaði að æfa tók ég þátt í móti með liðinu mínu og var valinn maður mótsins.“ Handbolti er ekki meðal vinsælustu íþróttagreina í Lettlandi og Alexander segir að fjöldi landsmanna kunni engin skil á íþróttinni. Fótbolti, íshokki, körfu- bolti og rúgbí eru vinsælustu greinarnar. Sjálfum líkaði Alexander vel í handbolt- anum og ekki spillti fyrir að hann fékk að ferðast með félagsliði sínu og síðar yngri landsliðum Lettlands. „Ég þóttist hafa himin höndum tekið þegar ég fór fyrst til útlanda fimmtán ára gamall. Við fórum til Prag að keppa í móti. Það er falleg borg. Ég man líka eftir mörgum keppnisferðum til hinna Eystrasaltsríkjanna, þar sem við hossuðumst í tuttugu tíma í rútum sem voru að hrynja,“ segir hann hlæjandi. Í atvinnumennsku á Íslandi Þegar Alexander var sautján ára tók líf hans óvænta stefnu. Hann var í æf- ingabúðum með landsliði Lettlands þegar erlendur þjálfari kom auga á hann. Það var Ágúst Jóhannsson þjálfari Gróttu-KR. Með honum í för var Björgvin Barðdal. „Þeir voru að leita að ungum leik- mönnum, leist vel á mig og einn jafnaldra minn og gerðu okkur tilboð um að koma til Íslands að spila. Tilboðið kom á góðum tíma enda var ég að klára skólann heima og ætlaði að fara að leita mér að vinnu. Ég hugsaði með mér að ég gæti alveg eins far- ið til Íslands að spila handbolta. Þegar Björgvin og Ágúst voru farnir sátum við félagarnir og horfðum hvor á annan – með stjörnur í augum. Við vorum orðnir at- vinnumenn í handbolta.“ En atvinnumennskan á Íslandi var ekki alveg eins og Alexander átti von á. „Býsna fjarri því,“ rifjar hann upp hlæjandi. „Við gerðum ráð fyrir að fá íbúð og bíl og lifa í vellystingum. Það var öðru nær. Við bjuggum báðir heima hjá fjölskyldu einni á Seltjarnarnesi og fórum okkar ferða í strætó. Það var öll atvinnumennskan.“ Þegar Lettarnir ungu spurðu um íbúðina sem þeim hafði verið lofað var svarið stutt og laggott: „Við erum að vinna í því.“ Skömmu síðar kom þriðji Lettinn til Töframað- urinn frá Ríga Hvaðan kom hann? Hvert er hann að fara? Hvað er hann? Hvernig er þetta hægt? Sjaldan hefur nokkur maður spurt jafnmargra áleitinna spurninga á jafnskömmum tíma og Adolf Ingi Erlingsson þegar Alexander Petersson stöðvaði hraðupphlaup Pólverja á ögurstundu í leiknum um bronsið á Evrópumótinu í handbolta. Er ekki tímabært að svara þessum spurningum? Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is „Ég er í handbolta til að hafa áhrif á gang mála og það er afskaplega erfitt ef maður er ekki inni á vellinum Füchse Berlin og sýna þjálfaranum hjá Flensborg að það voru mistök að nota mig ekki meira,“ segir Alex Eivor Pála Blöndal, kærasta Alexanders, lék líka handbolta og vann til verð- launa með Val. Eivor Pála er önnur frá vinstri á myndinni. Morgunblaðið/Kristinn Ungur nemur, gamall temur. Alexander fer yfir málin með sex ára gömlum syni sínum, Lúkasi Jóhannesi. Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.