SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Side 43

SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Side 43
25. apríl 2010 43 ...og fuglinn syngur, og kýrnar leika við hvurn sinn fingur. Þannig segir í ljóðinu um betri tíð sem bráðum kemur með blóm í haga, sæta langa sumardaga. Og það er ekki laust við að kuldakramdir Íslendingar horfi með tilhlökkun til sumarsins: Hlýrri daga og bjartari nátta. Það er vel til fundið að láta ískaldan dag um miðjan apríl heita sumardaginn fyrsta, það styttir svo mikið vorið svala, en ekki síst léttir það lundina. Þetta sést best á því að fólk lætur sig hafa það að fara út í skrúðgöngu og viðhafa annan utandyrafagnað þennan dag. Og allir láta eins og veðrið sé gott, sumir skella sér jafnvel í stuttbuxur með gæsahúð á lærum, aðrir setja upp sólgleraugu og derhúfur. Hungrið eftir sumri er svo mikið að nánast öllum tekst að blekkja sjálfa sig og aðra og trúa því að víst sé sumarið komið. Íslenska sumarið hefur þessa dásamlegu áhrif á fólk sem hefur þurft að þreyja þorrann, það nánast tryllist af gleði. Mannskepnan íslenska hagar sér þá ekki ólíkt kúnum sem hleypt er út úr fjósi á sumrin: Fólk skvettir upp hölunum og kann sér ekki læti. Allir ætla sko sannarlega að njóta þessa stutta tíma sem árstíðin hlýja staldrar við. Fólk skríður út úr holum sínum og fækkar fötum í gríð og erg. Og víst gleður það augu margra karla (og væntanlega líka kvenna) að sjá konur á öllum aldri spranga um á sumar- kjólum eða öðrum klæðum þar sem útlimir eru beraðir og sólin fær að skína á skyrhvítt hörund handleggja eða gang- lima, svo ekki sé nú talað um dúandi barma upp úr hálsmáli fleginna sumarbola. Til að gleðja konur þessa lands þá flagga karlar sínum kálf- um í stuttbuxum og margir svipta líka af sér ofanmittis- flíkum. Bera á sér bringu, bak og axlir, þessi dásamlegu svæði karl- líkamans. Ungu mennirnir njóta þess margir að teygja sig eins og ógeltir kettir þar sem þeir flatmaga berir að ofan, í kippum (með bjórkippur sér við hlið) í grængresinu á Austurvelli. Þeim finnst ekkert leiðinlegt að láta horfa á sig, svona líka yfirhlaðnir af kynorku. Svo er þetta er líka ágætis beita fyrir þá þeirra sem eru á veiðum eftir læðum. Fáum trúi ég að leiðist að hafa bert hold fyrir augum og því breikkar fáklæði sumarsins bros margra, bæði karla og kvenna. Allri þessari sumargleði, sókn út í náttúruna, útilegubrjál- æði og tjaldævintýrum, fylgir sá kærkomni spriklandi fiskur sem kallast sjóðheitur sumarfiðringur. Ekki aðeins vaknar sálin af svefni, heldur hver taug í mannsins líkam. Fólk finnur fyrir örari slætti hjartans í brjóstinu og óslökkvandi ástarþorsti sækir stíft á marga. Þetta heitir á mannamáli svakaleg sumargredda. Hún er ekki ólík þeirri sem heltekur stóðhestana sem þrútna út á sumrin og fylja hverja hryssuna á fætur annarri. Fólk fær loksins tækifæri til að njóta ásta úti í guðsgrænni náttúrunni, og það vekur upp frummanninn í mörgum. Bjartar sumarnætur nánast biðja um að vera nýttar til ást- arfunda og holdsins leikja. Ef þig langar að njóta þíns lífs, eru lífsins stundir að renna upp núna, segir í góðu kvæði. Ekki bíða eftir næsta sumri. Folöldin þá fara á sprett … Stigið í vænginn Kristín Heiða khk@mbl.is Vín 101 Fimmti þáttur Þ að sama er uppi á teningnum varðandi hvítvínsþrúgur og þær rauðu. Nokkrar tegundir, flestar þeirra franskar að upp- runa, hafa náð þeirri stöðu að verða það sem kalla má „alþjóðlegar“. Þótt heimahagarnir séu afmarkaðir við lítil landsvæði í Frakklandi hafa þær náð útbreiðslu til allra helstu víngerðarsvæða í heiminum. Segja má að tvær þrúgur hafi ákveðna yf- irburðastöðu, Chardonnay og Sauvignon Blanc, og tvær til viðbótar geti talist hafa mjög sterka stöðu, Riesling og Pinot Gris eða Pinot Grigio. Langþekktust og algengust við ræktun hvítra gæðavína er þrúgan Chardonnay. Hún kemur upprunalega frá Mið-Frakklandi, nánar tiltekið Búrgund eða Bourgogne, en þar eru vínin kennd við einstaka þorp og ekrur á borð við Chablis, Beaune og Montrachet. Hér á Íslandi þekkja flestir Chablis og Pouilly-Fuissé og sömuleiðis er Char- donnay ein af uppistöðuþrúgunum í kampavíni. Á örfáum áratugum hefur Chardonnay haslað sér völl um allan heim enda nýtur hún sín vel við mjög fjölbreytt ræktunarskilyrði. Bestu hvítvín, hvort sem er Kaliforníu, Chile, Suður-Afríku eða Ástralíu, eru Chardonnay-vín. Jafnvel á Ítalíu og Spáni eru sum eftirsóttustu vínanna úr Char- donnay, s.s. hið ítalska Castello della Sala frá Úm- bríu. Chardonnay er hins vegar engin trygging fyrir gæðum frekar en Cabernet Sauvignon í rauðvín- unum. Það er mikið framleitt af þunnum og svip- lausum Chardonnay-vínum. Sauvignon Blanc er sömuleiðis frönsk og þekkt- ust þar sem þrúgan á bak við vínin frá þorpunum Sancerre og Pouilly í Loire-dalnum. Sauvignon Blanc er jafnframt notuð í hvítum Bordeaux- vínum ásamt þrúgunni Sémillon. Hún er yfirleitt auðþekkjanleg, skörp og grösug, og hefur ekki sömu breidd og Chardonnay. Víða eru framleidd afburða góð Sauvignon Blanc-vín, hvort sem er í Tasmaníu eða Nýja-Sjálandi eða Friuli á Ítalíu og Steiermark í Austurríki. Riesling hefur ekki náð þessari miklu útbreiðslu enda nýtur Riesling sín ekki nema við tiltekin skil- yrði. Þekktust eru Riesling-vínin frá Mósel og Rín í Þýskalandi, sem eru þegar best lætur meðal tign- arlegustu hvítvína heims. Frakklandsmegin við Rín í Alsace eru sömuleiðis ræktuð mögnuð Ries- ling-vín, yfirleitt töluvert þurrari og þykkari, og í hlíðum Dónár í Austurríki sýnir Riesling á sér sínar bestu hliðar, ekki síst á svæðum á borð við Wachau Margir vilja meina að enginn þrúga önnur kom- ist með tærnar þar sem Riesling hefur hælana. Hún hefur hins vegar aldrei náð sömu vinsældum og Chardonnay og Sauvignon Blanc. Nýi heimurinn virðist ekki eiga mjög vel við hana þótt vissulega séu dæmi um frábær Riesling-vín frá jafnólíkum stöðum og Barossa í Ástralíu og Washington-ríki í Bandaríkjunum. Fjórða þrúgan sem náð hefur gífurlegum vin- sældum er Pinot Gris eða Pinot Grigio. Undir fyrra nafninu er hún ræktuð í Alsace í Frakklandi en undir því síðara hefur hún slegið í gegn, sem þægi- legt ítalskt sumarvín. Það eru vissulega framleitt háklassa vín úr Pinot Grigio á Ítalíu, s.s. í Friuli, en það eru einfaldari vínin sem hafa rutt brautina í stórmörkuðum Bandaríkjanna og Bretlands. Utan Evrópu er hún farin að sjást og t.d. í Oregon í Bandaríkjunum líður henni mjög vel. Út um alla Evrópu má finna hvítar þrúguteg- undir sem eru stórkostlegar en hafa ekki náð sama alþjóðlega slagkrafti og þær sem hér hafa verið nefndar. Rónar-þrúgan Viognier nýtur til að mynda vaxandi fylgis fyrir þokka sinn og sérkenni og hin austurríska Gruner Veltliner heillar flesta þá sem henni kynnast. Spænsku þrúgurnar Grillo, Albarinho og Maca- beo koma oft á óvart og um alla Ítalíu má finna ein- stakar hvítar þrúgur, s.s. Trebbiano, Prosecco, Verdiccio, Vermentino, Fiano og Greco tryggja einstaka breidd í ítölskum hvítvínum frá alpahér- aðinu Terlano í norðri til Sikileyjar í suðri. Oftar en ekki mun meira spennandi vín en hin „al- þjóðlegu“. Steingrímur Sigurgeirsson Næst: Frakkland Hvítu þrúgurnar: Hinar alþjóðlegu ráða ríkjum

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.