SunnudagsMogginn - 25.04.2010, Blaðsíða 48
48 25. apríl 2010
É
g er alltaf logandi hræddur um
að ég fari að nöldra þegar ég tala
um íslenskt mál. Samt hef ég
lýst því margoft að ég kjósi
fremur skemmtilega umræðu en nöldur
um móðurmálið. Eitt sem ég tek eftir
þegar ég hlusta á útvarp er að viðmæl-
endur útvarpsmanna sletta stundum
ótæpilega. Þeir tala um að þessi eða þessi
sé ‘sensitífur‘; og þeir ræða um ‘event‘,
‘budget‘, ‘infrastrúktúr‘ og ‘pólitísk
statement‘. Mér finnst þetta óþarfi. Orðið
innviðir á t.d. betur við hjá okkur en
infrastrúktúr.
Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra
og alþingisforseti, er smekkmaður á ís-
lenskt mál. Honum finnst Íslendingar
stundum tala móðurmál sitt eins og út-
lendingar og bendir m.a. í því sambandi á
„skjöldótta hestinn“. Þegar Íslendingar
tala um skjöldóttan hest hefur samband
þeirra við íslenska málhefð rofnað.
Sennilega þyrftum við að lesa fleiri bækur
til að styrkja málkenndina.
Ég sá í þýðingu, sem reyndar er afar
vönduð að flestu leyti, talað um „hóf“ á
kú. Seinna í sömu þýðingu voru reyndar
komnar á hana klaufir. Þarna „sparkaði“
líka hesturinn í manninn. Ég tók örlítinn
kipp og hugsaði: Slægur hestur slær (með
afturfótunum) en sparkar ekki. Og þó!
Kannski að það sé í lagi að hann sparki. Til
öryggis hringdi ég í skagfirskan hesta-
mann. Svar hans var þetta: „Hestar geta
sparkað, lamið og slegið.“ Dæmum ekki
of fljótt og harkalega!
Í annarri þýðingu var „lamb rúið“. Átt
var við að skinn hefði verið tekið af
(dauðu) lambi (lambið var flegið/fláð), og
skinnið sett yfir annað lamb (sem hafði
misst móður sína) til að venja það undir
móður dauða lambsins. Þarna þekkti
þýðandinn semsagt ekki muninn á sögn-
unum að flá og rýja. Í sömu þýðingu var
talað um „reyfið“ af nýfædda lambinu þar
sem átt var við „skinnið“. Reyfi er sam-
felld ull af kind sem búið er að rýja.
Svo er það þessi tilhneiging til fábreytni
í orðalagi. Nú „koma menn inn á“ allt
mögulegt (en minnast t.d. ekki á það eða
víkja að því). Og margt fólk (ekki „mikið
af fólki!“) er „meðvitað um“ svo margt og
margt (þar sem vel mætti t.d. gera sér
grein fyrir sömu atriðum). Börn eru jafn-
vel meðvituð um kyn sitt. Já, og nú er
„unnið með“ flesta hluti. Kennarar vinna
með börn (í þolfalli), aðrir vinna með
sögur, og enn aðrir vinna með heilsuna.
Svo er allt „í gangi“, ekki bara bíllinn,
heldur líka fundurinn og viðræðurnar.
Orðasambandið „að vera að“ eða „vera
ekki að“ ræður nú ríkjum. „Við erum ekki
að sjá Snæfellsjökul,“ sagði leikarinn í
símaauglýsingunni um daginn. Hann
sagði semsagt ekki: „Við sjáum ekki Snæ-
fellsjökul.“ Sundfélagi minn sagði mér í
vetur að hann hefði hringt í tiltekið fyr-
irtæki og spurt eftir forstjóranum. „Hann
er ekki að svara mér,“ sagði símastúlkan
þegar hún hafði reynt að ná sambandi við
yfirmann sinn. Félagi minn var ekki
ánægður með þetta orðalag. En nú er
hann látinn, þessi mæti maður, og þá hef-
ur fækkað um einn þeim sem unna móð-
urmálinu.
„Hvenær var ekki við snúið?“ stóð í
fyrirsögn í víðlesnu dagblaði. Þarna var
rætt um efnahagsmál og sagt eitthvað á þá
leið að hrunið mikla hefði verið orðið
óumflýjanlegt eftir árið 2006. Fyrirsögnin
truflaði mig. Ég hefði viljað hafa þarna
sögnina að verða en ekki sögnina að vera:
Hvenær varð ekki við snúið? Hér er
nefnilega merkingarmunur. Tökum hlið-
stætt dæmi: Manninum var ekki bjargað;
manninum varð ekki bjargað. Síðari setn-
ingin merkir að ekki hafi tekist að bjarga
manninum. Fyrri setningin segir okkur
að enginn hafi hirt um að bjarga mann-
inum.
Í Hákonar sögu gamla er á einum stað
talað um miður vandaða menn og sagt að
„mjög voru þeir óspakir í ránum laun-
stuldum“. Mér flaug sem snöggvast í hug
að ég væri farinn að lesa rannsókn-
arskýrsluna frægu.
„Við erum ekki að
sjá Snæfellsjökul“
’
Þegar Íslendingar
tala um skjöldóttan
hest hefur samband
þeirra við íslenska málhefð
rofnað.
„Við erum ekki að sjá Snæfellsjökul,“ sagði leikarinn í símaauglýsingunni um daginn. Hann
sagði semsagt ekki: „Við sjáum ekki Snæfellsjökul.“
Morgunblaðið/Árni Torfason
Tungutak
Baldur Hafstað
bhafstad@hi.is
Lesbók
B
æði íslenskir og erlendir ljós-
myndarar sýna verk sín á há-
tíðinni jafnt inni sem úti. Hér
eru taldir upp þeir ljósmynda-
viðburðir sem Listahátíð býður upp á og á
næstu opnu er svo viðtal við bandaríska
ljósmyndarann Cindy Sherman.
Untitled Film Stills
Ónefnd kvikmyndaskot eða Untitled
Film Stills er ein þekktasta myndaröð
bandarísku listakonunnar Cindy Sherm-
an og gerði hana eina af þekktustu ljós-
myndurum Bandaríkjanna. Hún verður
sýnd í Listasafni Íslands.
Raunveruleikatékk
Myndir eftir Daníel Þorkel Magnússon,
Eggert Jóhannesson, Gunnar Rúnar
Ólafsson, Hlyn Hallsson, Ieva Jerohina,
Ingva Högna Ragnarsson, Kristleif
Björnsson, Óskar Hallgrímsson, Pétur
Thomsen, Silju Sallé, Spessa, Veru Páls-
dóttur og Vigfús Sigurgeirsson verða
sýndar á veggjum í miðborginni.
Thomsen & Thomsen
Portrettmyndir og umhverfismyndir frá
Reykjavíkursvæðinu frá tveimur mis-
munandi tímum eftir tvo ljósmyndara,
þá Pétur Thomsen eldri (1910–1988), og
sonarson hans Pétur Thomsen yngri
(1973) verða sýndar í Ljósmyndasafni
Reykjavíkur.
Annað auga
Annað auga heitir sýning í Listasafni
Reykjavíkur Kjarvalsstöðum á ljós-
myndaverkum úr safneign Péturs Ara-
sonar og Rögnu Róbertsdóttur. Á sýning-
unni verða verk eftir íslenska og erlenda
myndlistarmenn sem nota ljósmyndir í
verkum sínum og verk skoðuð í sam-
hengi við ljósmyndaverk í sam-
tímalistum.
Í safni ófullkomleikans
Unnar Örn J. Auðarson byggir innsetn-
ingu utanum samansafn af gripum sem
fengnir eru að láni úr geymslum ljós-
mynda-, skjala- og minjasafns Reykja-
víkur. Sýningin verður í Listasafni
Reykjavíkur, Hafnarhúsi.
Efnaskipti
Anna Líndal, Guðrún Gunnarsdóttir,
Hildur Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arn-
ardóttir og Rósa Sigrún Jónsdóttir hófu
feril sinn undir merkjum hefðbundinnar
þráðlistar, en hafa á seinni árum fært sig
yfir á hið víða svið blandaðrar tækni eins
og sjá má á sýningu þeirra í Listasafni
Reykjanesbæjar.
Moral Dilemmas og Inside Out
Tónlistarmaðurinn David Byrne
hefur unnið sér orð fyrir ljósmyndir
sínar á síðustu árum. Hann verður
með tvær myndaraðir á Listahátíð,
aðra þeirra í götugluggum í mið-
bænum og hina í gluggum Hafn-
arhússins í Tryggvagötu.
Situations and other Photo
Works 1974-1982
Sýningin, sem verður í i8, tekur fyrir
tímabil á ferli Sigurðar Guðmundssonar
þegar hann fékkst eingöngu við gerð
verka sem hann útfærði í ljósmyndum,
en leit á sem skúlptúra og ljóðlist.
Equivocal the Sequel
Katrín Elvarsdóttir sýnir í Gallerí Ágúst
ný ljósmyndaverk sem eru sjálfstætt
framhald af sýningunni Equivocal á sama
stað fyrir tveimur árum.
Nekt
Hinn þekkti suðurafríski ljósmyndari
Gary Schneider sýnir í Listasafni Reykja-
víkur Hafnarhúsi ljósmyndir af þrjátíu
nöktum kven- og karllíkömum í raun-
stærð sem teknar eru með sérhæfðri
tækni.
111
Verk 111 eftir þau Mariu Dembek og Rob-
in McAulay samanstendur af ljós-
myndaseríum, teknum á filmu af í Berlín
árið 2009. Sýningin verður í Kling og
Bang Breiðholti.
Ljósmyndir
á Listahátíð
Ljósmyndun og ljósmyndum verða gerð góð skil
á Listahátíð í ár. Yfirskrift ljósmyndahluta hátíð-
arinnar er Raunveruleikatékk eftir stærsta við-
burði hennar og haldnar verða tuttugu sýningar
þar sem áhersla er lögð á margbreytileika mið-
ilsins og stöðu ljósmyndunar í dag.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
Ein mynda Davids Byrnes.