SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 16

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 16
Bak við tjöldin E ldhúsáhöld og heimilistæki eru í stórum rullum í leikritinu Af ástum manns og hrærivélar, sem frumsýnt var á fimmtudag í Kassanum. Og á milli þeirra þeytast Ólafía Hrönn Jónsdóttir og Kristján Ingimarsson eins og þau séu einmitt það – í hrærivél. Segja má að dagleg rútínan í kringum heimilistækin fylli tómarúmið sem skap- ast þegar við fullorðnumst. Það gefst varla nokkurt svigrúm til að setjast niður og velta hlutunum fyrir sér, hraðinn er of mikill, og yfirborðsleg kætin fullnægir jafnvel þörfinni fyrir afkvæmi, eða hvað? Leikstjórinn Valur Freyr Einarsson getur einnar manneskju sérstaklega í inn- ganginum að leikskránni: „Vélstjórar heimilanna eru konur í flestum tilfellum. Mamma átti í nánu sambandi við gömlu Candy-þvottavélina sem kúrði í myrkr- inu í þvottahúsinu. Þegar mest gekk á í taubleiuþvottinum og ég var enn hvít- voðungur fóru stefnumótin fram á nóttunni. Þessi sýning er tileinkuð henni.“ Blaðamaður náði tali af Vali Frey eftir sýninguna og spurði hvert væri samband hans við heimilistæki. „Það er auðvitað torkennilegt að því leyti, að Ilmur Stef- ánsdóttir er konan mín [sem hannar leikmynd og búninga] og maður getur því ekki gengið að þeim sem vísum. Strauborð breytist stundum í selló og maður grípur í tómt. Þess utan á ég í frekar hefðbundnu sambandi við heimilistæki.“ – En heimilistækin eru stór þáttur í daglegri rútínu? „Já, við þekkjum öll þennan veruleika. Fólk er alltaf að bauka eitthvað heima hjá sér, ekki síst á barnmörgum heimilum. Þau eru mörg handtökin sem maður gerir hugsunarlaust. Þess vegna er forvitnilegt að fylgjast með utan frá, því þegar lögmálin eru framandi, þá verður tilveran ansi sérkennileg. Maður finnur sterkt fyrir þessu þegar komið er á nýjan vinnustað, þar sem sérhæfingin er mikil, til dæmis í vélsmiðju eða raunar hvar sem er. Það er jafnan heillandi heimur, meðal annars af því að maður skilur hann ekki.“ – Linar rútínan kannski þjáninguna? „Algjörlega, og við fyllum líf okkar af tilgangi og einhverjum markmiðum – því það er lífið.“ – Hvað um framhaldið? „Við höfum Kristján bara þrjár sýningarhelgar, svo er það algjörlega óráðið.“ Dagskráin hefur verið þétt á Listahátíð í Reykjavík, en sýningin er samstarfs- verkefni hátíðarinnar og Þjóðleikhússins. Svo þétt er dagskráin að Halldór Guð- mundsson rithöfundur ruglaðist á miðum þegar hann ætlaði að velja sér sæti – þeir voru svo margir í vasanum. Og Þórhallur Sigurðsson leikstjóri var nýkominn frá Borgarnesi, þar sem Brúðuheimar Bernds Ogrodniks og konu hans Hildar Jónsdóttur voru opnaðir fyrr um daginn. Þegar sýningunni lauk stóð kokkurinn Siggi Hall upp úr stólnum, maður sem sérhæfir sig í eldhúsum, og jánkaði því að hann kannaðist mætavel við þennan heimilistækjasirkus. „Maður upplifir þetta ósköp svipað – þetta eru allir réttu faktorarnir.“ Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Pétur Blöndal pebl@mbl.is Manneskjur í hrærivél Leikstjórarnir Stefán Jónsson og Benedikt Erlingsson voru á meðal áhorfenda. Ólafía Hrönn, Valur Freyr og Kristján fara yfir handtökin fyrir sýningu. Aðstandendur sýningarinnar hneigja sig í lokin, Davíð Þór Jóns- son, Ólafur Ágúst Stefánsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristán Ingimarsson, Ilmur Stefánsdóttir og Valur Freyr Einarsson.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.