SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 18

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 18
18 23. maí 2010 Hamingja ungmenna Hlutfall ungmenna sem segja það lýsa sér mjög eða nokkuð vel að þau séu hamingjusöm 2000 2006 2009 2010 85% 84% 88% 84% 87% 86% 90% 88% 2000 2006 2009 2010 2000 2006 2009 2010 2000 2006 2009 2010 Samvistir foreldra og ungmenna Hlutfall ungmenna sem segjast vera oft/nær alltaf með foreldrum um helgar Umhyggja og hlýja foreldra Hlutfall ungmenna sem segjast eiga mjög auðvelt með að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum Samræður við foreldra Hlutfall ungmenna sem segjast eiga mjög auðvelt með að tala við foreldra sína um persónuleg málefni 60 50 40 30 20 10 0 80 70 60 50 40 30 20 10 0 60 50 40 30 20 10 0 37 45 38 55 47 36 36 45 57 66 64 68 70 73 77 77 32 43 49 56 54 44 51 51 skora iðulega hátt í hamingjukönnunum, ásamt hinum Norðurlöndunum. „Það hefur margsýnt sig að niðurstöður rann- sókna gefa til kynna að við séum í hópi hamingjusömustu þjóða í heimi,“ segir Bryndís Björk. Ýmsar rannsóknir hafa leitt í ljós að viðspyrna við áföllum er mikil í vestræn- um samfélögum. Munar þar mest um öfl- ugt félags-, skóla- og heilbrigðiskerfi, að ekki sé talað um fjölskylduna en hvergi er betra að styrkja stoðirnar en á vettvangi hennar. Í þessu ljósi þykir Bryndísi ánægjulegt að samverustundum og samræðum barna og foreldra hefur farið jafnt og þétt fjölg- andi undanfarinn áratug. Árið 2000 sögð- ust 36% stúlkna vera oft eða nær alltaf með foreldrum sínum um helgar og 37% Í slenska þjóðin varð fyrir miklu áfalli þegar bankarnir hrundu með til- heyrandi dómínóáhrifum haustið 2008. Mikið hefur verið rætt og rit- að um andlegt ástand okkar síðan enda eru óvissa, fjárhagsörðugleikar og at- vinnuleysi sjaldnast til þess fallin að bæta líðan manna. Mest mæðir vitaskuld á full- orðna fólkinu í þessum efnum en börn og unglingar hafa sannarlega ekki farið var- hluta af ástandinu heldur. Í því ljósi sætir rannsókn á líðan og hamingju nemenda í 9. og 10. bekkjum grunskóla landsins tíðindum en nið- urstaða hennar er sú að íslensk ungmenni eru upp til hópa ánægð með lífið. Það sem meira er, hamingjan hefur farið vaxandi frá aldamótum. Árið 2000 voru 84% stúlkna í fyrrnefndum aldurshópum hamingjusöm og 85% drengja. Í könn- uninni sem gerð var í vor reyndust 88% stúlkna vera hamingjusöm og 90% drengja. Rannsóknir á líðan og hamingju ís- lenskra ungmenna ná aftur til ársins 1992 en þýðið eru allir nemendur í 9. og 10. bekk grunnskóla landsins. Rannsóknir og greining hafa framkvæmt rannsóknirnar frá árinu 1999 í samstarfi við mennta- málaráðuneytið og fleiri aðila. Niðurstöð- urnar er varða líðan og hamingju ís- lenskra ungmenna byggjast á fimm könnunum sem framkvæmdar voru árin 2000, 2003, 2006, 2009 og 2010. Alls tóku 35.583 nemendur þátt í könnununum en svarhlutfallið hefur alltaf verið gott, eða á bilinu 82 til 90%. „Það eru aðeins ung- lingar sem eru fjarverandi vegna veikinda sem ekki taka þátt í könnuninni,“ segir umsjónarmaðurinn, Bryndís Björk Ás- geirsdóttir, lektor við sálfræðisvið við Kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskól- ans í Reykjavík. Ástæðan fyrir því að svona stuttur tími leið milli kannana nú er sú að aðstand- endum rannsóknarinnar lék forvitni á að vita hvort eitthvað hefði breyst milli ára en talið var að áhrif hrunsins hefðu ekki verið komin fram að fullu síðasta vor. Standa sig vel Bryndís Björk segir niðurstöður nýju rannsóknarinnar ánægjulegar á þessum erfiðu tímum í efnahagslífi þjóðarinnar. „Skilaboðin sem felast í niðurstöðum rannsóknarinnar eru skýr: Íslenskar fjöl- skyldur eru að taka hlutverk sitt alvarlega og upp til hópa að standa sig mjög vel. Það er gömul saga og ný að íslenska þjóðin þjappi sér saman við áföll.“ Vert er að hafa í huga að Íslendingar drengja. Í vor svöruðu 57% stúlkna og 55% drengja þessari spurningu á sama veg. Aukningin frá síðasta ári er veruleg, eða um 10 prósentustig. Sama gildir um samverustundir unglinga og foreldra utan skólatíma á virkum dögum. Bryndís Björk segir ekki útilokað að aukið atvinnuleysi í samfélaginu spili inn í þetta, foreldrar hafi einfaldlega meiri tíma aflögu en áður. „Hins vegar virðast fleiri þættir spila þar inn í þar sem aukningar er bæði vart í samveru á virkum dögum og um helgar.“ Umhyggja og hlýja Hlutfall ungmenna sem segjast eiga mjög eða frekar auðvelt með að fá umhyggju og hlýju frá foreldrum sínum hefur lítið breyst undanfarin tíu ár, var 92% hjá stúlkum árið 2000 og 90% hjá drengjum en er 95% hjá báðum kynjum nú. Hlutfall þeirrra ungmenna sem segjast eiga mjög auðvelt með að fá þessa umhyggju og hlýju hefur þó vaxið nokkuð - frá alda- mótum. Einnig var spurt hversu auðvelt ung- mennin ættu með að tala við foreldra sína um persónuleg málefni. Fyrir tíu árum áttu 75% drengja og 78% stúlkna mjög eða frekar auðvelt með þetta en 86% hjá báðum kynjum nú. Að sama skapi hefur hlutfall þeirra sem eiga mjög auðvelt með að ræða þessi viðkvæmu mál við foreldra sína aukist umtalsvert. Bryndísi Björk þykja þessar tölur benda ótvírætt til þess að foreldrar hafi brugðist hárrétt við hruninu, hlúð í auknum mæli að börnum sínum og gefið sér meiri tíma Vænn slatti af hamingju Glóðvolg rannsókn bendir til þess að áhrif efna- hagshrunsins á líðan íslenskra ungmenna séu lítil sem engin. Samkvæmt könnuninni eru 90% drengja í 9. og 10. bekk hamingjusöm og 88% stúlkna sem er hærra hlutfall en fyrir áratug. Samverustundum með foreldrum fer líka fjölg- andi sem þykir gott á viðsjárverðum tímum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Bryndís Björk Ásgeirsdóttir, lektor við sálfræðisvið Kennslufræði- og lýðheilsudeild HR, segir niðurstöð- urnar ánægjulegar. Morgunblaðið/Kristinn

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.