SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 25

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 25
ári. Þegar þú ert kominn í óminnisástand eru kominn í hættulegt ástand, þér er ekki sjálfrátt, þú hefur ekki aðgang að heil- anum í þér – það er enginn heima – og þú ert samt á ferli með opin augun og labbandi. Fólk lendir í slys- um og alls kyns vitleysu. Það vita allir hvað gerist þegar menn verða fullir. Dags- farsprútt fólk, sem má ekki vamm sitt vita, sturlast.“ Ekki raunverulegar tekjur „Ríkið hafði tæplega 12 milljarða í tekjur á árinu 2008,“ segir hann. „En það væri rangt að álykta að þetta væru tekjur upp í kostnað. Það er bara verið að taka peninga úr einum vasa og færa í annan frá sjónarhóli þjóðfélagsins. Þetta eru ekki raunverulegar tekjur. Kostnaðurinn, sem fæst, er að fólk verður óvinnufært af drykkjuskap. Það fer í örorku. Kostnaðurinn felst í því að fólk deyr um aldur fram. Hann felst í því að við þurfum að nota fullt af auðlindum þjóð- félagsins í að sinna þessu. Við þurfum að vera með fleiri lögreglumenn í vinnu, við þurfum að vera með stærri fangelsi, stærra réttarkerfi, áfengis- og vímuefnameðferð. Ef við lítum til þeirra, sem koma í meðferð á Vogi, þá nota þeir heilbrigðiskerfið tvisv- ar sinnum meira en venjulegir borgarar. Þeir þurfa tvisvar sinnum meiri lyf. Kostn- aðurinn er gríðarlegur fyrir samfélagið vegna þess að hann kemur úr sameig- inlegum sjóðum.“ Samanburðurinn við útlönd Í ritgerð Ara kemur fram að kostnaðurinn af völdum neyslu áfengis og vímuefna er á milli 2% og 8% af þjóðarframleiðslu eftir löndum. „Íslendingar og Norðmenn voru með mjög stífa áfengisstefnu og við drukkum minna en aðrar þjóðir,“ segir Ari. „Íslendingar hafa hins vegar alltaf stundað fyllirísdrykkju, sem er mjög slæm. Bretar slökuðu á áfengisstefnu sinni. Áfengi fór inn í matvöruverslanir og verðið snarlækkaði. Nú eru þeir allt í einu komnir með stórkostleg vandamál og vilja snúa til baka aftur og draga úr þessu. Við vitum al- veg hvað breytingar á áfengisstefnu þýða og sjáum það í verki hér. Með því að hækka áfengisverð hefur okkur tekist að draga úr áfengisneyslu. En svo komum við aftur að kúltúr í drykkju. Þegar við vorum ungir menn drakk enginn á virkum degi. Ef mað- ur sást með bjór á þriðjudegi var hann bara alkóhólisti. Nú drekka menn á öllum dög- um vín og bjór og í sjálfu sér er það kannski allt í lagi ef það er gert í hófi. En við erum aðeins farin að reyna það núna að í öllum hópum, hvort sem það er fólk á fimmtugs-, sextugs- eða sjötugsaldri, fjölgar þeim, sem koma inn á Vog. Hér er um að ræða venju- legt fólk, sem hefur getað umgengist áfengi með eðlilegum hætti, en missir fótanna, ýmist vegna þess að það hefur misst vinn- una eða skilið, og dettur inn í dagdrykkju og mikla drykkju. Kúltúrinn er að breytast hjá okkur. Hann er líka að breytast í Suður- Evrópu, þar sem menn hafa getað umgeng- ist áfengi með öðrum hætti. Þar voru menn ekki á fylliríum úti á götu öskrandi og æp- andi. Núna eru Suður-Evrópumenn farnir að drekka bjór og fara miklu meira á fyllirí eins og Norður-Evrópumenn hafa gert. Og Norður-Evrópumenn eru farnir að drekka meira á virkum dögum eins og Suður- Evrópumenn. Almennt eru að mást út skil- in og menningarmunur. Þá fá Suður- Evrópumenn vandamál, sem tengjast fyll- irísdrykkju, sem þeir hafa ekki fundið mik- ið fyrir nema með heimsóknum frá drykkfelldum Norður-Evrópumönnum.“ Ari telur að þetta sé vegna þess að menn- ingin í álfunni sé að verða einsleitari en bætir við: „Samt er það þó þannig að við í Norður-Evrópu – Skandínavar, Þjóðverjar og Bretar – eigum mjög erfitt með áfengi og förum á öskrandi fyllirí. Þetta er tengt mennta- skólaárunum, flippi og rugli, og yf- irleitt sleppur það og fólk tjónast ekki mikið. Flestir láta af þessu, settla sig niður, læra eitthvað, gifta sig og eru venjulegir – en svo eru einhverjir, sem halda áfram, og þeir fara í meðferð.“ Áfengisauglýsingar eru alls staðar og birtast bæði í innlendum og erlendum fjöl- miðlum. „Lítum bara á Liverpool með Carlsberg – maður kaupir Carlsberg-búning á strákinn sinn,“ segir Ari og spyr: „Til hvers eru aug- lýsingar? Byrjum á því. Auglýsingar eru til þess að auka löngun í tiltekna vöru. Til hvers eru áfengisauglýsingar? Til þess að auka löngun í áfengi. Menn geta velt fyrir sér hvort það sé ósanngjarnt gagnvart ís- lenskum bjórframleiðendum að þeir megi ekki auglýsa á KR-búningnum. Auðvitað er þetta erfitt og snýst um hömlur á ákveðið viðskipta- og athafnafrelsi, en lýðheilsu- sjónarmiðin vega talsvert þungt í þessu.“ Hann heldur áfram: „Samtök verslunar- innar sóttu talsvert fast að fá áfengi inn í matvöruverslanir, sögðu að það væri rétt- lætismál og þetta væri eðlileg vara. Og til hvers? Til að leiðrétta lítilsháttar óhagræði fyrir þá, sem vilja nálgast áfengi. Það er engin skerðing á frelsi fólks að þurfa að fara í ÁTVR. Þú þarft bara að fara í aðra búð. Hverjir mundu líða mest fyrir það að áfengi færi inn í matvöruverslanir? Það eru alkó- hólistar og ungt fólk, sem ætti síst að drekka. Bretar eru búnir að reyna þetta og þeir lentu í stórkostlegum vandræðum. Ef okkur er alveg sama og okkur finnst allt í lagi að auka drykkju á Íslandi er alveg sjálf- sagt að leyfa áfengisauglýsingar. Ég veit að það er farið í kringum þetta og það er vont að vera með lög, sem ekki er farið eftir. Það grefur undan lagasamfélaginu, en mér finnst það þó betra en að gefa þetta alveg frjálst.“ Það er hægt að hreinsa naglalakk með áfengi Ari bendir á að áfengi sé einfaldlega ekki venjuleg neysluvara: „Það er hægt að hreinsa naglalakk með áfengi og þú hellir þessu í þig, lífrænu leysiefni. Það er ástæða fyrir því að þú verður timbraður daginn eftir, þú varst að drekka eitur, en þú fékkst mikla sælu út úr því.“ Hann segir að í starfi sínu hjá SÁÁ hafi hann hitt marga af fremstu vísindamönn- um í heimi á sviði fíknisjúkdóma. „Einn þeirra var Nora Volkow, barnabarn Trotsk- ís, sem fjallaði um lífeðlisfræði heilans. Menn eru farnir að taka myndir og skoða hvað gerist þegar fíkn kviknar. Heilinn er með umbunarkerfi, sem til dæmis fyllir okkur vellíðan þegar við borðum. Vímuefni fara inn í þetta kerfi og hamast á því. Þegar fíknin vaknar riðlast kerfið. Hún kviknar í frumstæðustu hlutum heilans og á sama tíma dregur úr starfseminni í framheil- anum, sem sér um hömlur og reynir að segja við þig: Ari, það er tóm vitleysa að drekka, þú verður bara timbraður, þú verður að harka af þér. Það slokknar á hon- um og þá finnst mér bara mjög góð hug- mynd að kaupa kippu og hella aðeins í mig. Þetta er auðvitað óskynsamlegt. Af hverju hefur maður, sem er prófessor í stærðfræði, viljastyrk til að liggja yfir flóknum þrautum alla daga en ræður ekki við áfengi? Það er út af þessu, hann hefur ekki aðgang að vilj- anum, kerfið fer úr sambandi.“ Ari segir ljóst að áfengi sé hluti af okkar samfélagi og það sé ekkert að fara. „En vilj- um við kannski reyna að draga úr skaðsemi þess? Til að við getum fundið hjá okkur vilja til að draga úr skaðsemi þess þurfum við að skilja hvernig það leggst á okkur og hvar og oft er það nú þar sem síst skyldi. Ég held að í svona góðu samfélagi eins og okkar þar sem allir hafa alla möguleika í lífinu sé áfengis- og vímuefnaneysla líklegast helsta ástæðan fyrir því að fólk nær ekki þeim ár- angri í lífinu, sem það hefur alla burði til að ná. Ungt fólk menntast ekki, fólk nær ekki starfsframa, fjölskyldur flosna upp. Ég er sannfærður um að svona er þetta og ef maður horfir á persónuleg vandamál fólks á mínum aldri er áfengi alveg ótrúlega oft hluti af því dæmi.“ Ari er kominn á skrið: „Ég var ekki íhaldssamur þegar ég drakk áfengi og fagn- aði því þegar bjórinn kom, en eftir því sem ég hef séð meira hef ég orðið afturhalds- samari í áfengismálum,“ segir hann. „Þegar ég var hjá SÁÁ var alltaf verið að spyrja hvað ætti að gera til að draga úr unglinga- drykkju. Mitt svar er að við verðum að drekka minna sjálf. Alltaf þegar við ætlum að gera okkur glaðan dag, það er verið að grilla eða mannfagnaður, erum við alltaf að drekka. Hvað hugsa börnin okkar þá? Þeg- ar það er gaman þá er áfengi. En það er erf- itt að breyta þessu.“ Glötuð lífár vegna áfengis- og vímuefnaneyslu Töpuð lífár Töpuð lífár Dánarorsök Fjöldi Meðalald. Ólifað* m.v. ólifað m.v. 70 ára Umferðarslys 9 36 46,1 414,9 306 Krabbamein 5 68 17 85 10 Hjarta, heili, melting 8 67 17,75 142 24 Manndráp 1 37 45,1 45,1 33 Eitranir og slys 14 48 34,6 484,4 308 Sjálfskaðar 17 38 44,15 750,55 544 Annað (skv. ICD-10) 29 64 20,15 584,35 174 83 51 32,12 2.506,3 1.399 *Ólifuð meðalævi skv. Hagstofu Íslands m.v. starfsævi Ari vitnar í ritgerðinni í Jón Sigtryggsson, yfirfangavörð í Reykjavík, sem skrifaði ritgerð árið 1941, nefnd Ölvun og glæpir. Þar segir um bannárin: „Árin 1916 og 1917 var því enginn ís- lenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróft afbrot. Fólk er beðið að festa þetta í huga. Þessi umræddu ár eru líklega einstök í sögu íslenskra fangelsismála. Og hver er orsökin? Hún er tvímælalaust sú ein að þessi ár er landið „þurrt“. Það er algert bindindi um áfengi í landinu og aðeins þau tvö ár í sögu landsins.“ Ari rifjar þetta upp og bætir við að á þessum tíma hafi fjölskyldur, sem áttu ekki í annað hús að venda, fengið inni í Hegningarhúsinu. „Við erum ekki að fara inn í bannár,“ segir hann, „en niðurstaðan er einfaldlega sú að þetta kostar svakalega mikið og er hrikaleg áþján. Ég held að mannlífið væri betra ef við myndum drekka minna og skár og það sé mikið til vinnandi. Við eigum að vera óhrædd við að beita þeim úrræðum sem við höfum til að draga úr drykkjuskap.“ „Við höfum þau úrræði að halda áfengiskaupaaldri háum, við höfum þau úrræði að hafa aðgengið ekki of mikið í þeim skilningi að hafa fáar sérverslanir með áfengi, við höfum þau úrræði að hafa verðið hátt. Verðið dregur úr neyslu. Við sjáum það bara núna í tölum frá ÁTVR. Mig minnir að dregið hafi úr kaupum á áfengi um sjö prósent með hækkuðu verði og minni kaupmætti.“ Í tvö ár var enginn íslenskur maður settur í fangelsi fyrir glæp eða gróft afbrot

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.