SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Qupperneq 26
26 23. maí 2010
Þ
að er vika þangað til kosið verð-
ur til borgarstjórnar Reykjavík-
ur og annarra sveitarstjórna og
það er eins og engar kosningar
séu í nánd. Fullyrða má, að svona deyfð
hefur ekki verið í aðdraganda kosninga í
hundrað ár. Ástæðan er augljós. Þjóðin er
með hugann við skýrslu rannsókn-
arnefndarinnar, bankahrunið og afleið-
ingar þess, sem birtzt hafa að undanförnu
í handtökum, gæzluvarðhaldsvist og öðru
slíku.
Þjóðin er líka búin að missa trú og traust
á stjórnmálaflokkum eins og sjá má í nið-
urstöðum skoðanakannana. Sumir segja,
að þetta muni breytast í kjörklefanum.
Þegar þangað verði komið eigi grínistar
ekki upp á pallborðið. Ég er ekki viss um
að það sé rétt. Þeir sem eru fyndnir á yf-
irborðinu eru oft miklir alvörumenn und-
ir niðri.
Stjórnmálaflokkarnir og frambjóðendur
þeirra hafa átt erfitt með að fóta sig í þessu
umhverfi. Þetta kom skýrt fram í auglýs-
ingu, sem birtist í sjónvarpi fyrir síðustu
helgi frá Samfylkingunni. Þar var vakin
athygli á miklu atvinnuleysi í Reykjavík
og því síðan lýst með fjálglegum hætti
hvernig flokkurinn mundi þurrka það út
fengi hann tækifæri til. Áhorfandinn hlaut
að spyrja sig, hvers vegna þess sæi ekki
stað á landsvísu, þar sem Samfylkingin er
í forystu. Boðskapurinn var endurtekinn í
fréttatíma viðkomandi sjónvarpsstöðvar í
viðtali við Dag B. Eggertsson, sem leiðir
framboðslista flokksins í Reykjavík. Sömu
dagana flutti Árni Páll Árnason, félags-
málaráðherra sama flokks, þjóðinni alvar-
leg tíðindi um niðurskurð í velferð-
arkerfinu. Er þetta trúverðugur
máflutningur og er við hæfi að nota aug-
lýsingastofur til að koma honum á fram-
færi? Er þetta ekki eitthvað 2007 eins og
unga fólkið segir? Jafnvel Gylfi Arnbjörns-
son kennir forystuleysi ríkisstjórnar um.
Samfylkingin er þó ekki eini stjórn-
málaflokkurinn, sem á í vandræðum með
sjálfan sig þessa dagana. Það eiga þeir allir.
Sjálfstæðisflokkurinn virðist ekki hafa
gert upp við sig, hvernig hann eigi að
bregðast við skýrslu rannsóknarnefnd-
arinnar, þótt tækifærin til þess blasi við í
skýrslunni sjálfri. Þó náði þingflokkurinn
vopnum sínum, svo að notað sé orðalag
gamals þingmanns flokksins, í umræðum
í liðinni viku um bankana og fjár-
málakerfið. Þar sóttu hinir ungu þing-
menn flokksins fram og náðu að hrekja
þingmenn stjórnarflokkanna í vörn.
Kannski er það vísbending um betri tíð.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borg-
arstjóri hefur slegið réttan tón í kosninga-
baráttunni en hún mætti halda honum
meira fram. Á sama tíma og Dagur B.
Eggertsson hefur hvatt til þess að
skerpa andstæðurnar, sem er gam-
aldags, hefur Hanna Birna hvatt til auk-
innar þátttöku borgarbúa í ákvarð-
anatöku, sem sýnir að hún er í takt við
grasrótina í samfélaginu. Og það sem
meiru skiptir: hún hefur sýnt þennan vilja
sinn í verki eins og fjallað var um hér á
þessum vettvangi fyrir nokkrum mán-
uðum (19. desember 2009). Sæki Sjálf-
stæðisflokkurinn fram síðustu dagana
fyrir kjördag undir þeim merkjum hefur
hann enn möguleika á að efla stöðu sína.
Kannski er skýringin á því hvað for-
ystusveit Sjálfstæðisflokksins hefur hægt
um sig í aðdraganda kosninganna um
skýrslu rannsóknarnefndarinnar sú, að
frambjóðendur flokksins í sveitarstjórn-
arkosningum hafi óskað eftir því, að hún
haldi sig til hlés fram að kjördegi. Það er
þó tvíbent. Til þess, að fólk kjósi Sjálf-
stæðisflokkinn til sveitarstjórna, þarf það
að hafa öðlast trú á að flokkurinn hafi náð
áttum eftir bankahrunið. Sú trú fæst ekki
nema það liggi ljóst fyrir hvað flokkurinn
vill í málefnum þjóðarinnar. Fyrir hverju
hann vilji berjast.
Verði stjórnmálaflokkarnir fyrir áfalli í
sveitarstjórnarkosningunum vegna þess,
að nýir listar nái árangri, hvort sem um er
að ræða grínista eða aðra, mun gagnrýnin
innan flokkanna ekki beinast að fram-
bjóðendum í þessum kosningum. Hún
mun beinast að forystumönnum flokk-
anna. Nái Samfylkingin ekki árangri verð-
ur lífið erfitt fyrir Jóhönnu Sigurð-
ardóttur. Fái Sjálfstæðisflokkurinn nýtt
áfall verður Bjarni Benediktsson spurður
erfiðra spurninga. Detti Framsókn-
arflokkurinn út úr borgarstjórn verður
spurt um Sigmund Davíð Gunnlaugsson.
Þetta kom skýrt fram innan Sjálfstæð-
isflokksins eftir kosningaósigurinn vorið
1978. Þá beindist gagnrýnin ekki fyrst og
fremst að Birgi Ísl. Gunnarssyni, sem þá
var borgarstjóri, heldur Geir heitnum
Hallgrímssyni, sem þá var formaður
flokksins og forsætisráðherra.
Kosningarnar eftir viku hafa því póli-
tíska þýðingu á landsvísu og m.a. vegna
þess, að gert er ráð fyrir að landsfundur
Sjálfstæðisflokksins komi saman í lok júní
eða mánuði síðar. Það uppgjör, sem þar
mun fara fram, tekur óhjákvæmilega mið
af úrslitum sveitarstjórnarkosninganna og
þá ekki sízt í Reykjavík. Og hættan er sú,
að nauðsynleg málefnaleg endurnýjun
hverfi í skuggann fyrir deilum um önnur
mál. Þó er ljóst, að Sjálfstæðisflokkurinn
nær sér ekki á strik nema endurnýjun
verði á stefnumálum flokksins í grund-
vallaratriðum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir er eini for-
ystumaður Sjálfstæðisflokksins, sem hefur
tekið af skarið og lýst yfir stuðningi við
hugmyndir um aukið lýðræði og beint
lýðræði í orði og verki. Pólitísk framtíð
hennar sjálfrar byggist að sjálfsögðu mikið
á úrslitum borgarstjórnarkosninganna en
það verður ekki síður forvitnilegt að sjá
hvort hún tekur hugmyndir sínar um
aukið lýðræði og aukna þátttöku almenn-
ings í ákvarðanatöku um eigin mál upp á
landsfundinum og berst fyrir því að þær
verði þáttur í endurnýjun á stefnumörkun
Sjálfstæðisflokksins. Hvort svo verður
getur ráðið úrslitum um framgöngu þeirra
hugmynda þar.
Hugmyndir Hönnu Birnu
geta ráðið úrslitum
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
V
ið vorum allir sex vopnaðir haglabyssum,
sjálfvirkum rifflum og skammbyssum. Við
hófum skothríðina með sjálfvirku rifflunum
og tæmdum þá áður en bíllinn kom að okkur.
Þá tókum við upp haglabyssurnar ... Reyk lagði frá bíln-
um og svo virtist sem kviknað væri í honum. Þegar
haglabyssurnar höfðu gert sitt gagn tæmdum við úr
skammbyssunum á bílinn sem var kominn framhjá okk-
ur og stakkst ofan í skurð skammt þar frá. Minnstu
munaði að hann ylti. Við héldum áfram að skjóta á bílinn
eftir að hann nam staðar. Tókum enga áhættu.“
Lögregluteymið sem sat fyrir Bonnie Parker og Clyde
Barrow á fáförnum vegi í Bienville-sókn í Louisiana á
þessum degi fyrir 76 árum tók útlagana alræmdu engum
vettlingatökum, svo sem glöggt kemur fram í yfirlýsingu
tveggja úr teyminu, Teds Hintons og Bobs Alcorns.
Parker og Barrow, eða Bonnie og Clyde eins og flestir
þekkja þau, höfðu leikið lausum hala um miðríki Banda-
ríkjanna um tveggja ára skeið, farið ránshendi um
banka, verslanir og bensínstöðvar og myrt að því er talið
er a.m.k. níu lögreglumenn og ótilgreindan fjölda
óbreyttra borgara. Þau voru álitin afar hættuleg og
höfðu verið eftirlýst um langt skeið þegar lögregla hafði
loksins hendur í hári þeirra þennan örlagaríka dag.
Hópurinn sem sat fyrir parinu í Louisiana hafði elst við
það í meira en fjóra mánuði undir forystu Franks Ha-
mers, reynds mannaveiðara frá Texas. Smám saman
þrengdist hringurinn og þegar Hamer og menn hans
höfðu spurnir af því að Bonnie og Clyde væru á leið til
Louisiana þann 21. maí 1934 biðu þeir ekki boðanna.
Komu sér tryggilega fyrir á téðum stað á þjóðveginum og
biðu. Sumar heimildir herma að þeir hafi beðið í hálfan
annan sólarhring en aðrar aðeins næturlangt. Alltént er
staðfest að Hamer og félagar voru við það að gefast upp á
biðinni þegar þeir heyrðu skyndilega stolinn Ford V8
nálgast á miklum hraða laust eftir klukkan níu að
morgni 23. maí. Tveir í hópnum þekktu misindisfólkið í
sjón og þegar þeir staðfestu að um réttan bíl væri að ræða
hófst skothríðin sem lýst er hér að framan.
Örlög skötuhjúanna voru ráðin um leið og fyrsta kúlan
fór í loftið. Þau áttu aldrei möguleika. Talið er að Clyde
hafi fallið fyrst, alltént staðhæfði Ted Hinton að Bonnie
hefði rekið upp vein þegar hún gerði sér grein fyrir að
lagsmaður hennar hafði orðið fyrir skoti.
Samkvæmt skýrslu dánardómstjóra voru sautján að-
skilin skotsár á líki Clydes og 26 á líki Bonniear, þar af
nokkur á höfði. Svo illa voru líkin farin að erfiðlega gekk
að smyrja þau vegna skorts á líkamsvessum.
Í bílnum fannst gríðarlegt magn skotvopna og -færa,
auk fimmtán para af stolnum skráningarnúmerum.
Fregnin um fall Bonniear og Clydes fór eins og eldur í
sinu um Bandaríkin og forvitið fólk dreif að. Tveir sex-
menninganna sem urðu eftir á staðnum til að gæta lík-
anna áttu í erfiðleikum með að hafa hemil á múgnum og
konu einni tókst að klippa lokk úr blóðugu hári Bonniear
og bút úr kjól hennar sem hún seldi síðar dýrum dómum
sem minjagripi. Á elleftu stundu tókst að stöðva mann
sem hugðist saga skotfingurinn af Clyde og annan sem
hafði augastað á eyranu. Múgnum héldu engin bönd.
Enda þótt Bonnie og Clyde hafi komið fram á sjón-
arsviðið á hæpnum forsendum hefur frægð þeirra haldist
fram á þennan dag. Ýmsir rekja þá staðreynd ekki síst til
ögrandi ljósmynda sem teknar voru af Bonnie meðan
vígatíðin stóð sem hæst. Fullyrt er að án hennar væri
Clyde löngu fallinn í gleymskunnar dá. Þá dró kvikmynd
Arthurs Penns frá 1967, Bonnie og Clyde, með Warren
Beatty og Faye Dunaway í aðalhlutverkum ekki úr vin-
sældum þessa vígamóða pars en þess má geta að í Illinois
er starfrækt safn þeim til heiðurs.
Clyde Barrow var 25 ára þegar hann týndi lífi en Bon-
nie Parker aðeins 23 ára.
orri@mbl.is
Bonnie og
Clyde söll-
uð niður
Clyde Barrow og Bonnie Parker meðan allt lék í lyndi.
Samkvæmt skýrslu dánardómstjóra
voru sautján aðskilin skotsár á líki
Clydes og 26 á líki Bonniear, þar af
nokkur á höfði.
Myndir sem þessi juku mjög á vinsældir parsins alræmda.
Á þessum degi
23. maí 1934