SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Side 39
23. maí 2010 39 U m þessar mundir fagna ég því að hafa verið bú- settur í Taílandi í eitt ár. Ég tók vél frá Keflavík 16. maí 2009 og lenti á „Suwamabumi“ alþjóða- flugvellinum við jaðar Bangkok-borgar sólar- hring síðar. Námið hófst svo eftir tíu daga og nú lítur allt út fyrir að eftir fimm mánuði útskrifist strákurinn með meist- aragráðu í Suðaustur-Asíufræðum! Árið hefur liðið hratt og verið ansi viðburðaríkt. Ég hef ekki getað ferðast mikið um Taíland eða nærliggjandi lönd, sem stafar fyrst og fremst af því að framfærslulífeyrir Lánasjóðsins er takmarkaður. Samt er ég langt frá því að vera fátækasti nem- inn í Bangkok, hef það ágætt og lifi þægilegu náms- mannalífi hér í borg. Nokkrar náms- ferðir hafa engu að síður verið farnar. Þetta er hluti af því sem skólinn minn kallar Travelling Classroom og þjónar mikilvægu hlutverki í að kynnast betur þessum heimshluta. Fyrir skömmu kom ég til baka úr tíu daga þétt skipulagðri menningar- og æv- intýraferð um Kambódíu. Forseti deildar minnar, dr. Sunit, var í hlutverki yfirleiðsögumanns en hann er meðal virtustu sagnfræð- inga um suðaust- urasíska menningu. Eins og önnur af- sprengi íslensks menntakerfis var ég ansi fáfróður um sögu og menningu svæðisins. Kambódía skipar hér sérstakan og sögulegan sess en Kambódíumenn réðu í nokkrar aldir yfir stórum hluta Suðaustur-Asíu, nokkurs konar Rómverjar þessa heims- hluta. Þessi mikilfenglegi tími í sögu Kambódíu er oftast kenndur við Ankor sem var höfuðborg veldis þeirra. Á þessum tíu dögum var brunað á milli sögufrægra staða, stórfenglegra hofa, þ.m.t. perlu kambódískrar menningar Ankor Wat, siglt upp Mekong-fljótið, komið við á para- dísareyjunni „Bamboo island“ og komið við í konungshöll- inni í Phnom Phen (höfuðborg Kambódíu). Eftirminnileg er viðkoman í fyrrverandi fangelsi Pol Pots sem er í dag safn um þá skelfilegu atburði sem áttu sér stað í Kambódíu á áttunda áratugnum þegar meira en helmingi þjóðarinnar var slátrað. Átakanlegt var að sjá klefa, pyntingartæki, lík- amsleifar og myndir af fórnarlömbum og heyra síðan á frá- sögn leiðsögumans sem upplifði skelfinguna. Þessi ferð er nú orðin að góðri minningu sem kveikt hef- ur löngun til að fara aftur á þetta söguríka svæði og kynnast enn betur menningararfleifð þeirra og lífsháttum og aðlög- un að nútímanum eftir hörmungarnar. Satt að segja er ekki nema nokkurra klukkustunda rútuferð frá Bangkok til Siam Riep eða Phom Phen, svona svipað og frá Reykjavík til Eg- ilsstaða. Nú skal „íslensk sparnaðaráætlun“ sett í gang og aurað saman fyrir rútufarinu. Bið hjartanlega að heilsa öll- um heima. Páll Arnar Steinarsson. Póstkort frá Bangkok ’ Þessi ferð er nú orðin að góðri minningu sem kveikt hefur löngun til að fara aftur á þetta söguríka svæði og kynn- ast enn betur menning- ararfleifð þeirra og lífs- háttum og aðlögun að nútímanum eftir hörm- ungarnar. Páll Arnar Steinarsson 3.500 manns fjallið á dag en brekkurnar á svæðinu munu vera hver annarri betri. Athygli vekur að ein stólalyftan er í gangi – galtóm. Aðspurð furðar Tanja sig á því. Ætli framliðnir séu að nýta sér næðið? Gerist nú fjallageitum af ýmsu tagi þessi grein örugglega hvimleið en þeim og öðr- um sem ekki kunna að meta lestar og kláfa skal bent á að margar göngu- og klif- urleiðir eru á Zugspitze, meðal annars upp svokallaðan „Dal heljar“. Vanir menn snara sér víst upp aðgengilegustu gilin á nokkrum klukkustundum á sumrin en aðrir dunda sér við þetta dögum saman, á tveimur jafnfljótum eða hangandi utan í berginu. Ykkar er valið! Menn gengu fyrst á tindinn árið 1820 að sumarlagi en 1882 að vetri. Sjálfur held ég sem leið liggur niður Zugspitze með lest – enda tímabundinn. Hægt er að fara með lestinni alla leið niður í hinn geðþekkja fjallabæ Garmisch- Partenkirchen, sem áhugamenn um alpa- greinar skíðaíþrótta þekkja eins og lófann á sér – Bjarni Fel. fór einatt vel með það nafn í gamla daga. Ég stíg hins vegar út úr lestinni í Eibsee, þar sem sérskipaður bíl- stjóri bíður eftir mér og föruneyti mínu. Hann hrekkur upp af værum blundi. Í kveðjuskyni horfi ég upp eftir hamr- inum – fullur lotningar. Hvernig ætli útsýnið sé annars af Esjunni? Þeim sem vilja kynna sér ferða- möguleika í Þýskalandi er bent á heimasíðu þýska ferða- málaráðsins á íslensku, www.tyskalands- ferdir.travel. ina á SonnAlpin er annar veitingastaður, Glergarðurinn, en hann er aðeins opinn á kvöldin. Matgæðingar gætu kannast við nafnið á yfirkokkinum þar, Akram heitir kappinn og sérhæfir sig í evrasískum krásum. Í hlíðinni fyrir ofan veitingastaðina er lítil og heimilisleg kapella, Mariä Himmel- fahrt, sem Tanja upplýsir okkur um að sé sú vinsælasta í Þýskalandi þegar kemur að hjónavígslum. Engin athöfn er í gangi, þannig að við örkum þangað upp. Leiðin er tiltölulega greið þrátt fyrir skaflana en ég undrast eitt augnablik hvað ég mæðist – eða þangað til upp fyrir mér rifjast að ég er staddur í 2.600 metra hæð. Guðshúsið er geðfellt á alla kanta og á einum veggnum getur að líta ljósmynd af sjálfum Benedikt 16. páfa þegar hann sótti kirkjuna heim. Hann er jú þýskur, bless- aður. Í annarri hlíð hangir drungaleg bygging utan í berginu. Tanja upplýsir að þar hafi fyrr á árum verið rekið hótel en nú hafi vísindamenn þar aðsetur og leggi meðal annars stund á loftslagsrannsóknir. Hroll setur að Sólveigu Gísladóttur, blaða- manni á Fréttablaðinu, sem lýsir áhuga sínum á því að gera þarna hryllingsmynd við tækifæri. Fróðlegt verður að fylgjast með þeim áformum! Helsta skýringin á fámenninu á Zug- spitze þennan dag er sú að skíða- vertíðinni er nýlok- ið. Hún hefst alla jafna í nóv- ember en lýkur fyrstu helgina í maí. Raunar upplýsir Tanja að nægur snjór sé ennþá í fjallinu en hefðir eru hefð- ir. Á veturna sækja allt að Zugspitze 2.962 m Zugspitzplatt 2.600 m Eibsee 1.000 m Garmisch-Partenkirchen Märia Himmelfahrt-kapellan er hæsta guðshús í Þýskalandi. ’ Þess má geta að um þessar mundir eru áttatíu ár frá því fyrsti kláfurinn sem ferjaði fólk upp á Zugspitze var tekinn í notkun en hann þótti mikið undur á sinni tíð. Hæsti tindur Zugspitze er í 2.962 metra hæð yfir sjávarmáli. Hvorki meira né minna.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.