SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Page 42

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Page 42
42 23. maí 2010 H eimildarmyndir hafa sjaldan eða aldrei notið jafn al- mennra vinsælda og síðari árin, það kemur m.a. ljóslega fram á yfirstandandandi Cannes-hátíð. Ein myndanna sem notið hafa hvað mestrar athygli er einmitt heimild- armynd aem sækir efnið á kunnuglegar en lítt troðnar slóðir. Hinn virti, franski heimildargerðarmaður Thomas Balmès hefur farið vítt um heiminn til að viða að sér efni í Bébés – Börn, sem eins og nafnið bendir til, fjallar um smáfólkið; lítil börn, brjóstmylkinga. Þau eru harla fágætt um- fjöllunarefni, en Balmès nálgast við- kvæmt og vandmeðfarið efnið á ferskan og forvitnilegan hátt, myndin hans er af- rakstur nokkurra ára vinnu um hnöttinn þveran og endilangan. Börnin sem Balmès og aðstoðarfólk hans var að filma fann hann á sléttum Mongólíu, rykmettuðum gresjum Nami- bíu, í háhýsum Tókýó-borgar og á brött- um götum San Francisco. Þessa nýfæddu, fjóra einstaklinga, sem áttu það sameig- inlegt að babla sama, illskiljanlega hrognamálið. Hvaða heimshorni og ólíku tungumálasvæði þau fæddust í breytir engu um það að foreldrarnir eru allir, líkt og við þau eldri, álíka utangátta í tjáskipt- um við afkomendurna fyrsta árið.Við- fangsefnið, hvar sem er á hnettinum, er bæði illskiljanlegt og ómótstæðilegt, við- kvæmt og saklaust, en hefur einnig til að bera nánast ógnvænlega orku, og svo er það svo yndislega krúttlegt! Börn skera sig úr myndamoðinu á Can- nes, hún skráir í áföngum fyrsta árið í lífi fjögurra ungbarna, síns í hverju heims- horninu, á þeim tíma þegar litlu sílin geta lítið tjáð sig með öðru en babli. Það hljómar alls staðar ósköp svipað og svörin sem þau uppskera af vörum foreldranna eru lítið vitsmunalegri – auk þess sem hrifningin og viðbrögð þeirra eru áþekk: umhyggja, aðfinnsla, þó fyrst og síðast ómæld hrifning og væntumþykja sem einkenna öll foreldri á jarðkringlunni, hvort sem um er að ræða menn eða mál- leysingja. Öll eru börnin óendanlega fyndin og kitla hláturtaugar stoltra for- eldra og fjölskyldunnar. Hverjum þykir sinn fugl fagur. Myndin er sögð spör á heilræði og það litla, talaða mál sem fram fer (að sjálf- sögðu á fjórum tungumálum), er ekkert útskýrt með sögumanni eða textasetn- ingu. Í samhengi Barna, er slíku gjör- samlega ofaukið. Það væri þó vissulega ánægjulegt að vita hvernig Mongólar segja „Hver er dætastur?“, ekki satt? Börn stendur fullkomlega undir nafni, hún fjallar um börn. Og ef þú elskar þau, áttu erfitt með að hrífast ekki af myndinni. Balmès ber ótakmarkaða virðingu fyrir viðfangsefninu, er greinilega barngóður, líkt og flest óbrjálað fólk. Krílin fjögur heita Hattie, Mari, Bayarjargal og Ponijao, og líta öll út fyrir að vera fæddir spaug- arar, hasarmyndahetjur, alvarlega sinn- aðir könnuðir og atorkusamir hand- verksmenn, hvert á sinn hátt. Hvert og eitt virðist búa yfir sínum sérstæða per- sónuleika frá upphafi og á leið þeirra í gegnum frumbernskuna, sést skapgerð þeirra þroskast og blómstra. Þau eru ný- lögð í sitt ævilanga ferðalag (sem heim- spekingar hafa kallað hina löngu og til- neyddu þrautagöngu til móts við manngæskuna), þegar þau fara að mæta hinum ólíklegustu áskorunum; árásum og hrifningu ættingja og jafningja; við- skiptum við dýr, einkum ketti; kennslum og miðlun grundvallartilfinninga. Og þó að þau hríni af og til, þá eru fjór- menningarnir eftir allt börn og myndin vel til þess fallin að við skiljum þau betur. Lítil börn eru harla fágætt umfjöllunarefni, en Balmès nálgast við- kvæmt og vandmeðfarið efnið á ferskan og forvitnilegan hátt. Ó, blessaða barnalán! Maður er nefndur Thomas Balmès, franskur heimildar- myndagerðarmaður sem hefur vakið verð- skuldaða athygli með nýjustu mynd sinni, Bébés – Börn. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Terry O’Quinn lék einstaklega illa inn- rætta og brenglaða mannskepnu í hroll- inum Stjúpinn – The Stepfather, sem var sýnd hérlendis undir lok 9. áratugarins. Á ytra borðinu var hann þessi viðkunn- anlegi náungi sem hefur blasað við okkur á skjánum undanfarin ár, en er loksins að ljúka göngu sinni. En innrætið var útlitinu mun verra. O’Quinn, sem nálgast óðfluga sextugs- afmælið, er Bandaríkjamaður sem hefur verið hamingjusamlega giftur sömu kon- unni allt frá því hún kenndi honum að sitja hest, árið 1979. Tilefnið var fyrsta kvikmyndahlutverk hins 27 ára ganla leikara í þeim sögufræga (að endemum) stórvestra, Heaven’s Gate. Þau hjónin hafa búið í nágrenni Baltimore í í Mary- land mestallan sinn hjúskap. Það er eitthvað heillandi í fari O’Quinn, sem fékk mann til að gleyma honum ekki þó hann hafi tæpast verið áberandi fyrr en Lost kom til sögunnar árið 2005. Þá var um aldarfjórðungur liðinn frá smellinum The Stepfather. Hann fékk leiklistarbakt- eríuna á meðan hann stundaði nám við háskóla í Michigan, þar sem hann fékk hlutverk í uppfærslu á Hinrik IV. Síðan varð ekki til baka snúið, þó svo að O’Quinn hafi m.a. ótvíræða tónlistarhæfi- leika og spili m.a. eins og engill á gítar. O’Quinn hóf atvinnumennsku í leiklist á fjölunum í Baltimore, það var síðla á 8. áratugnum og fór með hlutverk í mörgum frægum verkum. Frammistaða hans barst norður á Broadway, þar sem hann starfaði í mörg ár. Þaðan lá leiðin í sjónvarp og síðar í kvikmyndir. Frægastur er hann fyrir glæsilega frammistöðu sem John Locke í Lost, sem færði honum Emmy- verðlaunin árið 2007. Hann naut einnig mikilla vinsælda í sjónvarpsþáttunum Millenium, JAG og Alias. Sem fyrr segir sást O’Quinn fyrst á hvíta tjaldinu í vandræðavestranum Heaven’s Gate, sem gerði sér lítið fyrir og setti gam- algróið kvikmyndaver á höfuðið. Það er þó ofrausn að kenna O’Quinn um hvernig fór, hann fer með smáhlutverk í mynd- inni. Magnaður leikur hans sem geðklofi og morðingi gerði The Stepfather að víð- frægri költ-mynd og er það án efa hans þekktasta kvikmyndahlutverk. Það dugði þó ekki til að setja hann á stall með þeim frægustu, O’Quinn hefur haft vissulega nóg fyrir stafni, en einkum í sjónvarpi og myndum á borð við Young Guns, The X- Files Movie og The Rocketeer. Hvað sem því líður þá er O’Quinn einn þeirra leikara sem bæta allt sem þeir koma nálægt og óskandi að við fáum að njóta hæfileika hans sem fyrst, á litla skjánum eða tjald- inu. Þegar litið er á afrek hans í The Step- father og Lost, furðar maður sig á því hversvegna þessi geðugi hæfileikamaður sem jafnan rís upp úr hisminu, hefur ekki yfrið nóg að gera í góðum verkum. saebjorn@heimsnet.is Svipmynd: Terry O’Quinn, burðarleikarinn í Lost Bætir allt sem hann kemur nálægt Terry O’Quinn með Emmy- verðlaunin fyrir Lost. Laugardagur 22. maí 2010 kl. 22.20.(RUV) Leikstjórinn Mike Nichols lætur ekki deigan síga þó hann verði áttræður að ári og tæp 45 ár séu liðin síðan hann stýrði The Graduate, sinni frægustu og vinsælustu mynd. Í kvöld býðst okkur Charlie Wilson’s War, nýjasta mynd Nichols, gerð það dæmalausa ár 2007. Hún fjallar um þennan alræmda þing- mann, kvennamann og drykkjurút sem var dálítið áberandi á þingi um 1980. Aldrei álit- inn merkilegur pappír en sat þó í nokkrum veigamiklum nefndum og vann það helst til afreka að útvega Afgönum vopn í baráttu þeirra við Sovétið. Prýðileg skemmtun, Tom Hanks leikur breyskan vandræðagrip trúverð- uglega, atburðarásin er lífleg, lygileg en sönn og aukaleikarar góðir: Amy Adams, Julia Ro- berts og Philip Seymour Hoffman.  ½ Börn Hvítasunnudagur 23. maí 2010 kl. 22.25 (RUV) Fyrri myndin í tvíeykinu Börn/Foreldrar eftir Vesturportshópinn og Ragnar Bragason sem jafnframt leikstýrir. Fjallað er um vandamál nokkurra, ólíkra Reykvíkinga sem flestir hafa lítið á milli handanna, þ.á m. Karítas (Nína Dögg Filipusdóttir) einstæða móður með fjögur börn og á í forræðisdeilum við fyrrver- andi sambýlismann sinn yfir dætrum þeirra þremur. Þá áttar hún sig ekki á að sonur hennar, sem er fórnarlamb eineltis, stefnir hraðbyri niður á við. Frábærlega skrifuð af hópnum sem tekur á umhugsunarverðu sam- tímavandamáli, börnum, uppeldi þeirra og aðstæðum. Nína Dögg er stórkostleg, sömu- leiðis Gísli Örn Garðarson og Ólafur Darri er eftirminnilegur í hlutverki geðfatlaðs, ungs manns. Annars er leikurinn yfirhöfuð fram- úrskarandi eins og myndin öll. Myndir helgarinnar í sjónvarpi Charlie Wilson’s War – Einkastríð þingmannsins Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.