SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Side 45

SunnudagsMogginn - 23.05.2010, Side 45
23. maí 2010 45 Leikhúsin í landinu www.mbl.is/leikhus Uppselt Örfá sæti laus FarandsýningU Ö F Landnámssetrið í Borgarnesi 437 1600 | landnamssetur@landnam.is BRÁK eftir BrynhildiGuðjónsdóttur (Söguloftið) Sun 30/5 aukas. kl. 16:00 Tvær Grímur 2008 - Besta leikkonan - Besta handritið Gunni Þórðar - lífið og lögin (Söguloftið) Fös 28/5 kl. 20:00 Víkingaheimar 422 2000 | info@gudridur.com Ferðasaga Guðríðar Lau 29/5 kl. 20:00 Sun 30/5 kl. 16:00 Víkingaheimar, Víkingabraut 1, 260 Reykjanesbæ Þ að var ekki hugmyndin að búa til toppveit- ingastaðinn í heim- inum,“ segir Peter Kreiner, framkvæmdastjóri veit- ingastaðarins Noma í Kaup- mannahöfn, sem nýlega var val- inn besti veitingastaður í heimi af breska tímaritinu Restaurant Magazine. Hundruð kokka, blaðamanna og veitingastaða- gagnrýnenda taka þátt í vali blaðsins sem fram fer ár hvert. „Hugmyndin var bara að gera frábæran veitingastað og koma norrænum stað á listann,“ segir Kreiner. Staðurinn er sá eini frá Danmörku til að komast á listann en aðeins fjórir staðir frá Norð- urlöndunum eru á honum, tveir frá Svíþjóð og einn frá Finnlandi. Noma var opnaður árið 2003 og hefur sífellt sótt í sig veðrið síðan þá. Fyrir tveimur árum var Noma í 10. sæti listans, í því þriðja í fyrra og toppar hann í ár. Að sögn Kreiners var hugmyndin að baki staðnum að vekja athygli á norrænni matargerðarlist en hún hefur hingað til ekki verið nefnd í sömu andrá og sú ítölska eða franska þegar kemur að eð- almatargerð. Nafn veitingahúss- ins er enda sprottið úr þeirri hugmynd, „no“ stendur fyrir Norðurlönd og „ma“ fyrir mat, Noma. Byggist stefna staðarins á stefnuyfirlýsingu sem 18 val- inkunnir matreiðslumenn frá Norðurlöndunum gáfu út á ráð- stefnu árið 2004. Yfirkokkar Noma, þeir René Redzepi og Claus Meyer, voru forsprakkar þess hóps. Í stuttu máli miðar yf- irlýsingin um hina nýju norrænu matargerð að því að notast við fersk hráefni sem eru einkenn- andi fyrir Norðurlöndin og end- urspegla mismunandi loftslag og árstíðir. Þannig er hin norræna matargerðarlist og þar með Noma meira miðuð að hráefninu en uppskriftum í ströngustu merkingu. „Á Noma notum við aðeins hráefni sem er frábært í okkar loftslagi og þar af leiðandi hafa veður og árstíðir áhrif á úrvalið. Á vorin erum við með mikið af fersku grænmeti sem við erum ekki með á veturna enda er ekki hægt að fá ferskt og gott danskt grænmeti á þeim árstíma. Að sama skapi notum við hvorki tómata né ólífuolíu því það er ekki hráefni sem er framleitt í hæstu gæðum á Norðurlönd- unum.“ Þannig er matseðillinn á Noma síbreytilegur og end- urspeglar veðurfar og árstíðir. Kreiner segir staðinn stundum kallaðan „veðurveitingastaðinn“ fyrir vikið. Hann segir íslensku veitingahúsin Vox og Dill vera af sama meiði og Noma hvað varðar hina nýju norrænu matargerð. Þá hafi Noma notað íslenskt hrá- efni eins og skyr og þang í rétti sína í gegnum tíðina. Gestir skipta máli, ekki staðurinn Kreiner segir að það mikilvæg- asta hjá Noma sé að gestunum líði vel þegar þeir borða þar og að komið sé jafnt fram við alla. Þannig er klæðaburður gesta al- gerlega frjáls. „Ef fólk vill vera í stuttermabol og strigaskóm þá er það í fínu lagi. Ef þér líður vel í jakkafötum þá er það besta mál líka. Okkur er alveg sama. Við viljum að gestunum finnist þeir vera velkomnir og andrúmsloftið sé ekki stíft. Við viljum heldur ekki hafa matseðil þar sem fólk skilur ekki hvað helmingurinn af réttunum er og þorir ekki að spyrja, sem ég held að sé reynsla sem allir þekkja. Það eru gest- irnir sem eru það mikilvægasta, ekki staðurinn.“ Þá er auðveldara að fá borð á Noma en á flestum öðrum bestu veitingahúsum heims þar sem oft þarf að bóka ár fram í tímann. Árinu er skipt upp í tímabil og er aðeins hægt að panta innan þriggja mánaða tímabils á hverj- um tíma, til dæmis frá 1. júní til 1. september. Obama vísað frá Þar að auki eru allir jafnir þegar kemur að borðapöntunum, stór- stjörnur fá engan forgang á Noma. Til marks um þetta gengu sögur um að Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, hefði verið vísað frá staðnum þegar hún og eiginmaður hennar voru í borginni að kynna framboð Chi- cago-borgar til að halda Ólymp- íuleikana 2016. Kreiner segir söguna að hluta til sanna. Borð- apöntun hafi borist frá fulltrúa í nefnd Chicago-framboðsins og sagt var að Michelle Obama yrði mögulega í hópnum. Honum var sagt að því miður væru engin borð laus og segir Kreiner það hefði engu breytt þótt for- setafrúin hefði örugglega verið með í för. „Ef ég fæ pöntun frá stórstjörnu á ég þá að hringja í einhvern sem er búinn að eiga pantað borð í þrjá mánuði og segja honum að hann sé ekki lengur velkominn? Nei, það gengur ekki.“ Allir jafnir á Noma Peter Kreiner framkvæmdastjóri Noma. Morgunblaðið/Kristinn Á besta veit- ingastað í heimi, Noma í Kaup- mannahöfn, er boðið upp á ferskt hráefni frá stað- bundnum fram- leiðendum, gestir mega klæða sig eins og þeir vilja og frægðin kemur mönnum ekki fram fyrir röðina. Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Upplýsingar um sýningar á Borgarleikhus.is Gauragangur HHHH Dúfurnar HHHH ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Ð Fíasól (Kúlan) Lau 12/6 kl. 13:00 Sun 5/9 kl. 15:00 Lau 18/9 kl. 13:00 Lau 12/6 kl. 15:00 Lau 11/9 kl. 13:00 Lau 18/9 kl. 15:00 Sun 13/6 kl. 13:00 Lau 11/9 kl. 15:00 Sun 19/9 kl. 13:00 Sun 13/6 kl. 15:00 Sun 12/9 kl. 13:00 Sun 19/9 kl. 15:00 Sun 5/9 kl. 13:00 Sun 12/9 kl. 15:00 Haustsýningar komnar í sölu! Hænuungarnir (Kassinn) Fös 10/9 kl. 20:00 Fös 17/9 kl. 20:00 Fös 24/9 kl. 20:00 Lau 11/9 kl. 20:00 Lau 18/9 kl. 20:00 Lau 25/9 kl. 20:00 Sun 12/9 kl. 20:00 Sun 19/9 kl. 20:00 Sun 26/9 kl. 20:00 Fim 16/9 kl. 20:00 Fim 23/9 kl. 20:00 Haustsýningar komnar í sölu! Íslandsklukkan (Stóra sviðið) Sun 30/5 kl. 19:00 Lau 5/6 kl. 19:00 Lau 12/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 3/6 kl. 19:00 Aukas. Fim 10/6 kl. 19:00 Aukas. Fös 4/6 kl. 19:00 Fös 11/6 kl. 19:00 Aukas. Ath. sýningarnar hefjast kl. 19:00 Af ástum manns og hrærivélar (Kassinn) Fim 27/5 kl. 20:00 Fim 3/6 kl. 20:00 Lau 5/6 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Fös 4/6 kl. 20:00 Sýningin er samstarfsverkefni Þjóðleikhússins og Listahátíðar í Reykjavík Bræður (Stóra sviðið) Fim 27/5 kl. 20:00 Fös 28/5 kl. 20:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík. Herra Pottur og ungfrú Lok (Kúlan) Lau 29/5 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 15:00 Lau 5/6 kl. 15:00 Lau 29/5 kl. 15:00 Fim 3/6 kl. 17:00 á frönsku Sun 6/6 kl. 13:00 Sun 30/5 kl. 13:00 Lau 5/6 kl. 13:00 Sun 6/6 kl. 15:00 Sýningin er á dagskrá Listahátíðar í Reykjavík Rokk (Kassinn) Fim 10/6 kl. 20:00 Athyglisverðasta áhugasýning ársins! Mánudagur Andrea Árnadóttir ING Marathon 21 km@1:55. Held mér veiti ekk- ert af viku fríi á Tyrklandi til að jafna mig :) Þriðjudagur Stefán Pálsson stúderar Sval og Val. Djöfull hefði ég orðið flottur bókmenntafræðingur. Sindri Freysson hefur komist að þeirri niðurstöðu að dauðinn og McDonald’s séu náskyld fyrirbæri. Báðir leggja áherslu á að starfa hvarvetna og afgreiða alla, báðir fjöldaframleiða, báðir eru óhollir heilsunni og báðir skilja eftir sig óbragð. McDeath! Dolla Sólveig Sveinbjörnsdóttir NÚNA er sjúkraliði m.a. að skeina, hamast í neðanþvotti, strjúka sveitta handarkrika og klippa tá- neglur. Akkúrat á meðan þú last þetta þurfti sjúkraliði að taka hæg- ðaprufu og þessa blessuðu nál sem hjfr. setti upp! Allir dagar eru dagar sjúkraliðans enda eru þeir undirmannaðir, undirlaunaðir og undir hjúkrunarfræðingum! Settu þetta hjá þér ef þú þekkir sjúkra- liða og dáist að þeirra verkum. Miðvikudagur Guðný Þórarinsdóttir Það er verið að selja ösku frá Íslandi á ebay! Bjarni Bjarnason tekur eftir að sögupersónur, kappklæddar nú- tímanum, eru alltaf að banka uppá hjá honum með allskyns heimt- ingar og kröfur. Spurning hvort maður eigi að hleypa slíku fólki inn eða halda áfram að tala við það í gegnum bréfalúguna. Fimmtudagur Kristján Valur Jónsson Það sem nú ríður á að athuga er þáttur örv- hentra í hruninu. Asmundur Asmundsson seldi pönkinu ömmu sína. Föstudagur Hafdís Haraldsdóttir „Ástæðan fyrir því að englar geta flogið er hvað þeir taka lífinu létt.“ Hanna Helgadóttir Við verðum að lifa af kraftmikilli og lifandi von. Ekkert er sterkara en vonin. Hið leynda lögmál er í sjálfu sér eilíf von. Hamingjan tilheyrir þeim sem örvænta aldrei, alveg sama hvað gerist … Fésbók vikunnar flett

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.