SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 2

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 2
2 24. október 2010 17 Komnar í símaskrána Hverju hefur kvennabaráttan skilað á þeim 35 árum sem liðin eru frá kvennafrídeginum? 24 Ákveðin í að vera ég sjálf Ellý Ármanns ræðir um áhuga sinn á andlegum málefnum og stóru ástina sem hún hefur fundið. 27 Íslandsmeistari Alfreð Finnbogason, liðsmaður Breiðabliks og besti leikmaður Ís- landsmótsins í knattspyrnu, opnar myndaalbúmið sitt. 34 Náttúruleg fæðing Ljósmæður Bjarkarinnar starfa eftir hugmyndafræði ljósmóðurfræð- innar sem lítur á meðgöngu og sængurlegu sem eðlilegt ferli. 38 Syngja eins og englar Þau voru mörg ævintýrin í ferð Drengjakórs Reykjavíkur á Íslend- ingaslóðir í Vesturheimi í sumar. 40 Blómstrandi krakkakokkar ... Tveir ungir matreiðslumeistarar eru á því að matur sem maður eldar sjálfur bragðist allra best. 45 Einstætt safn Burda-tímarita Borgarskjalasafn Reykjavíkur varðveitir mikið tímaritasafn Maríu Jónsdóttur. Það þykir verð- mætur fjársjóður. Lesbók 48 Þögult vitni Kristín Eiríksdóttir hefur sent frá sér sitt fyrsta smásagnasafn. 52 Samfélagssáttmáli í bráðri hættu Í nýrri bók segir Robert Reich, sem sá um atvinnumál í stjórn Clintons, rót hrunsins liggja í misskiptingu auðs í bandarísku samfélagi. 18 Efnisyfirlit Forsíðumyndina tók Ragnar Axelsson af Mammarut Kristiansen veiðimanni á Grænlandi. Hún er úr bók Ragnars Veiðimenn norðursins sem senn kemur út. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. Augnablikið L itli fuglinn, öndin, kötturinn og úlf- urinn eru á sveimi í menningarhúsinu Hofi á Akureyri í fylgd með brúðugerð- armeistaranum Bernd Ogrodnik. Að ógleymdum Pétri, afa og veiðimönnunum. Krakkar úr 1. til 5. bekk grunnskólanna sitja í nýju, fínu sætunum í Hamraborginni. Ásamt Bernd og fígúrum hans eru á sviðinu félagar úr Sinfóníuhljómsveit Norðurlands. Framan við sviðið er Guðmundur Óli Gunn- arsson með sprotann og Guðmundur Ólafsson segir söguna. Listamennirnir flytja börnunum ævintýrið um Pétur og úlfinn eftir Sergei Prokofieff. Sumir eru spenntir, taka kipp og halda fyrir eyrum þegar úlfurinn birtist. Þá er músíkin töluvert há enda á hvert dýr sinn tón. Enginn þarf að halda fyrir eyrun þegar litli fuglinn tístir og þegar Pétur trítlar um berast fínlegir og fagrir tónar fram í salinn. Undir lokin fær Bernd nokkra aðstoðarmenn úr sal. Strákur heldur á Pétri, stelpa stjórnar veiðimönnunum þremur og önnur heldur á önd- inni og úlfinum. Staðan er að vísu óvenjuleg því öndin er í maga úlfsins en engar ýkjur eru að hún haldi á báðum. Sýningin er stórskemmtileg. Krökkum af öllu Norðausturlandi er boðið að koma og almenn sýning verður í næstu viku. Þá geta fullorðin börn einnig notið verksins. Hvaða dýr var fallegast? spyr blaðamaður krakka frá Dalvík eftir að sýningunni lýkur. „Pétur – mér fannst hann fallegastur,“ svarar stúlka strax. Hugsar sig svo um og bætir við: „Eða er hann kannski ekki dýr?“ Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Afinn, í höndum Bernds Ogrodniks, kíkir á gestina sem komnir voru upp á svið. Aðstoðarmennirnir höfðu gaman af. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Pétur er fallegastur Passaðu þig! Krakkarnir fylgdust vel með gangi mála. Gestur úr sal um það bil að taka við stjórn afa gamla. 42 Japaninn Kohei Uchimura gerir æfingar í hringjum einbeittur á svip á heimsmeistaramótinu í fimleikum í Rotterdam. Veröld Reuters Hrikalegir hringleikar 24. október Kjörið er að fara á söfn á sunnudögum. Norski lista- maðurinn Gardar Eide Einarsson sýnir í Hafnarhúsinu en verk hans eru meðal annars undir áhrifum frá götulist og pönktónlist. 26. október Hádegistón- leikar verða í Íslensku óp- erunni kl. 12.15, þeir fyrstu í röð tónleika í vet- ur. Hópur ungra einsöngvara tekur þátt í tónleikaröðinni ásamt Antoníu Hevesi, píanóleikara við Ís- lensku óperuna. Við mælum með … 25. október Konur ætla að leggja niður vinnu kl. 14.25 en 35 ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum. Það verður kröfuganga og útifundur í miðbæ Reykja- víkur og víðar um landið. Sýnum samstöðu og fjölmennum í bæinn. Kvennafrí

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.