SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 32

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 32
32 24. október 2010 M arkaðurinn einn hefur rétt fyrir sér“ var stundum sagt og kannski er það enn gert. Það sem er átt við mun vera að það mat og sú verðlagning sem fæst á hverri stundu sé raunverð, hvort sem mönnum líki betur eða verr, þótt það gæti virst arfavitlaust. Því færi líklega betur á að segja að ekki þýði að deila við markaðinn fremur en við dómarann, þótt báðir geti verið á villigötum. Og upp á síðkastið höfum við verið óþyrmilega minnt á að markaðinn má rugla í ríminu og jafn- vel fífla upp úr skónum. Og kannski er ekki frítt við að það megi líka gera gagnvart dómaranum sem grunlaus gengur til sinna verka í góðri trú. Og kannski hafa það verið meira og minna sömu aðilarnir sem hafa leikið báða þessa „úrskurð- araðila“ grátt á síðustu árum. Velferð á veikum grunni Hagur fólks í vestrænum velferðarríkjum er mis- jafn mjög, svo sem talnafræðin sýna vel. En sam- eiginlega hafa þó þau ríki búið við efnahagslega vellíðan á undanförnum árum, ekki síst ef horft er til þróunarríkjanna til samanburðar, þar sem margur lepur dauðann úr skel og hörmungar hrjá milljónir manna. Það fólk myndi sjálfsagt horfa sem þrumulostið á að franska þjóðarskútan logar nú stafna á milli vegna þess að ríkisvaldið þar ætlar sér að þrengja kost þjóðarinnar á næstu ár- um. Hvernig? Jú, með því að hækka eftirlauna- aldurinn úr 60 árum í 62 ár. Hætt er við að þorra fólks í þróunarlöndum þættu franskir mótmæl- endur veruleikafirrtir þar sem þeir ærðust í götumótmælum vegna slíkra vandamála. En hinn reiði lýður á sér nokkrar málsbætur, þrátt fyrir allt. Vestrænir leiðtogar hafa lengi látið eins og sú velferð sem lönd þeirra hafa búið við upp á síð- kastið væri á góðum grundvelli reist. En nú er komið á daginn að það var ekki allt sem sýndist. Lífskjörin voru að nokkru tekin að láni og með því að umgangast fátækari löndin í heiminum með tvöföldu siðferði. Krefjast með yfirgangi óhefts aðgangs að þeirra mörkuðum og hræbill- egu starfskröftum í nafni alþjóðavæðingar en um leið stilla gengi gjaldmiðla sinna af á hentugan máta gagnvart þeim og standa fyrir lítt dulbúinni verndarstefnu gagnvart innflutningi þeirra þjóða, sem áttu sjálfar að standa í fátækt sinni með veikburða efnahag sinn galopinn gagnvart hvers kyns utanaðkomandi áreitni. Bankabóla framlengdi ballið Bankabólan auðveldaði lúxusríkjunum leikinn lengi vel. En þegar hún sprakk harðnaði snögg- lega á dalnum og við blasti að velferðarkeisarinn var í lörfum og fáklæddur eftir allt saman. Þjóð- irnar eru nú skuldum vafnar og lausnin sem margar þeirra hneigjast einkum að er að fleyta sér áfram og forðast uppgjör með því að auka skuldavandann. Fara í ríkið og redda afréttara eins og hinir rónarnir. Sú leið er sjálfsagt jafn árangursrík og hin sem stundum hefur verið notuð til að halda hita í skónum sínum og þótti duga skammt. Þess vegna mætti ætla að Sarkozy Frakklandsforseti ætti bæði heiður og hrós skilið fyrir viðleitni sína, sem landar hans kunna svo illa að meta. En það hangir í því að hann eigi hrós skilið því þær aðgerðir sem uppþotunum valda eru hálfgert fúsk og fum og engin tilraun er gerð til að taka á vanda Frakklands með óhjá- kvæmilegum og róttækum breytingum á efna- hagsskipun landsins. En þótt Sarkozy taki þannig ekki stóra slaginn og láti sér nægja að kroppa í vandamálið, þá lætur Barack Obama Bandaríkja- forseti sér sæma að gera alls ekki neitt. Hans að- ferð er að reyna að kaupa sig út úr vandanum með 800 milljarða dollara innspýtingu í efna- hagslífið. Gangi það ekki eftir getur hann ekki meira, því svo skuldum hlaðinn er ríkissjóður Bandaríkjanna orðinn. Seðlabankastjórinn þar vestra stendur á meðan fyrir mikilli peninga- prentun, sem engin innistæða er fyrir, og hugs- unin er sú að dugi það ekki til með annarri inn- spýtingu, þá muni verðbólgukúfurinn, sem sé óumflýjanlegur í kjölfarið, að minnsta kosti auð- velda stjórnvöldum að brenna upp hluta skulda sinna, og það ætti þá að kenna stærsta kröfuhaf- anum, Kína, sína nauðsynlegu lexíu. Og af hverju þarf Kína lexíu? Jú, það er vegna þess að risinn í austri hefur ekki viljað hækka gengi síns gjald- miðils eins og Bandaríkjamenn hafa krafist. Ef þeir hlýddu þá myndi útflutningur Bandaríkj- anna aukast og raunskuldir lækka um leið. Því verði að fara hina leiðina og lækka gengi doll- arans myndarlega, svo Kínverjum blæði. Það hefur aukaverkanir, eins og svo margar aðrar stórkarlalegar lyfjameðferðir. Ein er sú að evran hækkar snarlega og það gerir lífið í Grikklandi, Spáni, Ítalíu og Írlandi, sem var orðið óbærilegt, enn verra. Þar verður því að þrengja enn meira að almenningi en áður var ætlað og það ekki með súkkulaðiaðgerðum eins og þeim að hækka eft- irlaunaaldur úr 60 árum í 62 ár. Og lítum okkur nær Þessar staðreyndir allar minna okkur á að bankakreppa reið yfir víðar en hér á landi, og engum nema óprúttnum spunameisturum ís- lenskum detur í hug að kenna því um að bankar væru í einkaeign í heiminum en ekki ríkiseigu. Og við höfum séð hversu óburðug viðbrögðin Reykjavíkurbréf 22.10.10 Hækja hrunsins

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.