SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 39
24. október 2010 39
B
ærinn sem ég bý í, Þrándheimur, er
mjög lifandi og skemmtilegur bær.
Þrándheimur er stúdentabær og
stunda vel yfir 20.000 nemendur
nám hér að vetrarlagi og flestir þeirra við Nor-
ges Teknisk-Naturvitenskapelige Universitet
(NTNU). Mikið líf skapast í kringum komu
nýrra nemenda á
hverju hausti þar
sem ýmislegt er
gert til að bjóða
nemendurna vel-
komna og kynna
þá fyrir Þránd-
heimi og kynna
erlendu nemend-
urna fyrir norsk-
um siðum og
venjum. Þar sem
ég stunda al-
þjóðlegt nám hef
ég verið með
norskum sam-
nemendum mín-
um að kynna ýms-
ar venjur fyrir
„útlendingunum“.
Eftirtektarverðast
fannst mér hversu
mikilvæg hefðin er
hér fyrir að borða
hrísgrjónagraut á laugardögum. Til að aðstoða
nemendur í að halda í hefðina eru mötuneyt-
in í skólanum með graut í hádeginu á föstu-
dögum og þá er afar mikilvægt að borða
grautinn rétt! Grautinn á að borða með kan-
ilsykri og smjörklípu sem sett er í miðjan
grautinn og höfð er með þessu saft. Hér er illa
séð að hræra grautinn og það er alveg bannað
að setja mjólk út á hann.
Einnig er stór hefð fyrir að stunda útivist og
margt er gert fyrir útivistarfólk. Margir fara
til dæmis allra ferða sinna á hjóli allt árið um
kring og nota bara góð nagladekk í snjónum.
Bymarka er útivistarsvæði þeirra sem hér búa
og er þar oft margt um manninn og gaman að
vera en þar eru upplýstar gönguskíðabrautir á
veturna, gönguleiðir, golfsvæði og veiðivötn.
Mjög skemmtilegt er að taka stutta (eða
langa) göngu þar um svæðið að litlum bú-
stöðum (hytter) inni í skóginum þar sem
hægt er að setjast niður með nesti eða gæða
sér á kaffi/kakói og nýsteiktum vöfflum. Af
þessum bústöðum er vinsælast að ganga upp
að Skistua og njóta veitinga við opin arineld á
köldum vetrardögum.
Norðmenn eru mikið fyrir hátíðir og eru
stærstu hátíðirnar hér í Þrándheimi síðustu
helgina í júlí á hverju ári en þá er bæði Mat-
fest (http://www.oimat.no/), þar sem
kynntur er matur sem framleiddur er í hér-
aðinu, og einnig Heilags Ólafs dagar með tón-
leikum, leiksýningum og mörgu fleiru.
Ef fólk ferðast hingað er frábært að borða á
stað sem heitir Graffi og er til húsa bæði í
miðbænum og við verslunarmiðstöðina Solsi-
den nálægt lestarstöðinni. Þar eru afbragðs-
góðir hamborgarar, samlokur og salöt og frá-
bært að sitja úti í sólinni á sumrin með bjór og
góðan mat. Af kaffihúsum er skemmtilegt að
heimsækja Skydstation (http://
www.skydsstation.no/?ref=vibb.no) sem er í
gamla bænum í afar skökku og notalegu húsi.
Þar færðu frábærar heimagerðar kökur sem
hægt er að skola niður með alvöru súkkulaði
eða kaffi.
Af þessu má sjá að fólk er velkomið til
Þrándheims hvenær sem er árs og alltaf er
nóg að gera fyrir alla.
Hrefna Rún Vigfúsdóttir
’
Eftirtektar-
verðast
fannst mér
hversu mikilvæg
hefðin er hér fyrir
að borða hrís-
grjónagraut á
laugardögum.
Póstkort frá
Þrándheimi
Hrefna Rún Vigfúsdóttir
kunnu í upphafi illa að bjarga sér í landinu, oft matföng,
dádýr, fisk og fleira til matar.
Fljótið rennur um mestu kornræktar- og landbún-
aðarhéruð Bandaríkjanna og var framleiðslan flutt á
prömmum og fljótabátum á markað. Sumt af hveitinu frá
Minnesota hefur um árabil ratað til Íslands og heitir Pills-
bury Best. Hér fást líka grænar baunir og aspas frá Minne-
sota og er mynd af stórum grænum risa utan á dósunum.
Fyrirtækið á líka hamborgarakeðjuna Burger King. Nú
hafa stórir flutningabílar sem þjóta eftir þjóðvegunum að
mestu leyti tekið við flutningunum. Missouri fellur í
Mississippi og saman mynda þær lengsta og mesta vatns-
fall N-Ameríku, 3.766 km frá upptökum að ósum í Mex-
íkóflóanum. Til gamans má geta þess að fljótið myndi ná
nærri því þrisvar sinnum kringum Ísland ef það rynni
meðfram þjóðvegi 1.
Leika sér eins og strákar
Ekkert lát var á áhuga og úthaldi drengjanna að skoða og
fræðast sem mest. Dr. Örn Arnar, aðalræðismaður Íslands
í Minnesota, og kona hans sýndu hópnum mikla gestrisni
og fóru með hann í skoðunarferð um borgina. Var víða
komið við og var geysifögur kaþólsk kirkja meðal þess
sem skoðað var. Og svo fóru drengirnir í siglingu á fljóta-
báti á hinu mikla fljóti. Einhverjir voru að velta fyrir sér
hvort krókódílar væru nokkuð í fljótinu og var því fljót-
svarað að þeir færu ekki svona langt norður. En ef við
værum sunnar á fljótinu, t.d. suður í Mississippiríkinu,
gæti vel verið að við rækjumst á krókódíl. Að lokinni sigl-
ingu var haldið í skemmtigarðinn Nickelodeon. Mikil eft-
irvænting ríkti í hópnum enda um skemmtilegan garð að
ræða. Hópurinn var þarna á mánudegi og frekar fátt um
manninn og þess vegna gátu drengirnir farið margoft í
sum tækin – og auðvitað nýttu þeir sér það óspart! Eftir
endalausar rússíbanaferðir var farið í búðir og að lokum
snæddur kvöldmatur á ágætum veitingastað.
Nú kynntust drengirnir vegalengdum því að ekið var
frá Minneapolis norður til Grand Forks og tók aksturinn
um fimm klukkustundir. Á leiðinni var komið við í
Itasca-þjóðgarðinum og óðu drengirnir berfættir í upp-
tökum Mississippi-árinnar og tóku lagið úti í ánni en
Friðrik stjórnaði af bakkanum! Í þessum þjóðgarði vaxa
og eru enn standandi fornar og afar merkilegar furur. Áð-
ur fyrr voru þær höggnar linnulaust en hætt var að fella
þær þarna um 1920. Fólk gerir sér ferð til Itasca-
þjóðgarðsins til að sjá þessar furur.
Þegar loks var komið á áfangastað í Grand Forks var
skipt um föt í snarhasti og farið þangað sem verið var að
opna málverkasýningu. Listamaðurinn, „gamall kór-
pabbi“, Helgi Þorgils Friðjónsson, vissi ekki um ferðir
kórsins og fagnaði drengjunum vel þegar þeir mættu
óvænt og galvaskir til að syngja við opnunina. Vakti söng-
ur þeirra að vonum mikla ánægju. Að lokinni opnunar-
athöfn var öllum boðið í mikla grillveislu.
Þá var bara eitt eftir sem var að koma öllum í háttinn og
ró. Góða skapið og gleðin hélst alveg þangað til augun
lokuðust á koddanum!
Á Íslendingaslóðum
„Var þá vont að búa á Íslandi?“ Einhverjir drengjanna
voru að velta fyrir sér af hverju fólkið flutti frá Íslandi. Það
er erfitt fyrir allsnægtabörn nútímans að átta sig á og
skilja aðstæður almennings á vesturfaraárunum. Og í
þessari ferð gafst ekki tækifæri til að fræða drengina um
ástæðurnar en þeir eiga árin framundan og munu áreið-
anlega einhverjir leita svara við spurningum sem í hugann
komu í ferðinni.
Dvalarheimili aldraðra, aðallega fólks af íslensku bergi
brotið, var heimsóttur. Meðan söngurinn ómaði sáust
víða tár á hvarmi gamla fólksins. Drengjunum var klapp-
að í bak og fyrir og þeir lofaðir í hástert. Þá var sungið við
minnismerki og leiði Káins og við minnismerki Stephans
G. Hvarvetna svignuðu borð undan frambornum kræs-
ingum og fannst drengjunum mikið til koma um allar
kökurnar!
Um kvöldið hélt kórinn tónleika á Borg, í elstu íslensku
kirkjunni vestanhafs. Er ekki að orðlengja að drengjunum
var vel fagnað. Þegar í náttstað var komið áttu drengirnir
enn mikið eftir af orku og héldu sumir áfram um stund að
syngja og gera að gamni sínu en að lokum sigraði þó
svefninn alla.
„Það var kona að þurrka sér um augun eins og hún væri
að gráta – skrýtið.“ Þannig komst kórdrengur að orði. Nú
voru bara fjórir dagar eftir af ferðinni og átti kórinn eftir
að koma sex sinnum fram á næstu dögum. Framundan
var mikil hátíð, Hjemkomst-hátíðin sem norrænir íbúar
svæðisins halda árlega, og var söngur kórsins eitt aðal-
atriði hátíðarinnar enda Ísland aðalland hátíðarinnar í ár.
Þó að mikið lægi við að vel tækist með sönginn var
fundinn tími til að drengirnir gætu skroppið í verslun því
að allir fengu þeir svolitla vasapeninga – sömu upphæð –
áður en lagt var í ferðina. Og flestir vissu þeir hvað þeir
ætluðu sér að kaupa. Kórdrengir eru strákar – og þeir
keyptu sér flestir byssur af öllum mögulegum gerðum –
aðallega þó voldugar vatnsbyssur. En það var líka gaman
að sjá að allir voru þeir að huga að einhverjum smágjöfum
handa þeim sem heima voru og kaupa þær – þó að aura-
ráðin væru ekki mikil. Þegar á gististaðinn var komið léku
strákarnir sér í byssuleik um kvöldið um alla ganga og
skemmtu sér konunglega þó að heitt væri því að heima-
vistin var ekki loftkæld.
En rauði þráðurinn alla ferðina var söngur og vin-
skapur. Drengirnir höfðu hugfast að þeir voru syngjandi
sendiherrar lands síns og sungu og hegðuðu sér í sam-
ræmi við það og hvikuðu aldrei. Þetta fór ekki fram hjá
þeim sem kynntust drengjunum og hlustuðu á þá. Það var
notalegt að heyra fólk dásama þá og hinn frábæra stjórn-
anda þeirra. Það var gaman að vera foreldri í þessari ferð!
Í einkunnarorðum kórsins segir að drengirnir syngi eins
og englar. Undir lok ferðar voru þeir satt að segja farnir að
syngja eins og erkienglar!
„Hann á afmæli í dag!“
Enn var sungið og sungið mikið. Einn drengjanna átti af-
mæli í ferðinni og eftir seinni tónleikana á afmælisdaginn
var auðvitað slegið upp afmælisveislu í sundlaug staðarins
með tilheyrandi pítsum, köldu gosi og gúmmelaði í 29
stiga hita. Það skiptir máli að huga að einstaklingnum
hvort sem hann er heima eða hefur gerst langförull. Og í
Drengjakór Reykjavíkur er þessa gætt. Og til að undir-
strika þetta viðhorf bauð Friðrik kórstjóri öllum hópnum
á ísbar og rann ísinn ljúflega niður.
Síðustu tónleikar kórsins í þessari tónleikaferð voru
sunnudaginn 27. júní. Óhætt er að segja að Drengjakórinn
hafi komið, séð og sigrað. Þeir vöktu þó ekki aðeins at-
hygli fyrir undurfagran söng heldur eins og áður hefur
komið fram fyrir fallega framkomu. Þykir okkur sem að
þessari ferð stóðum rétt að undirstrika það.
Síðasti viðkomustaður drengjanna á þessu ferðalagi var
á eins konar byggðasafni, svipuðu Árbæjarsafni, Bon-
anzaville, þar sem eru gömul hús, munir, bílar, flugvélar,
lestir og fleira. Þar eru líka ýmsir hlutir tengdir menningu
og sögu indíána sem áður byggðu svæðið. Drengirnir
höfðu mjög gaman af að skoða safnið og lifðu sig inn í
gamla tíma með því að fara inn í flugvélar, lestir og tala
sín á milli í gamla síma. Ætlaði að ganga illa að ná drengj-
unum út af safninu þegar áætlaður tími þar var liðinn.
Þá var komið að síðasta kvöldi ferðarinnar. Af því til-
efni var haldið lokahóf og einkasalur á veitingastaðnum
Golden Corral pantaður. Þótti öruggt að þar myndu allir
fá eitthvað sem félli að þeirra smekk. Ekki brást það og
var mikill og dýrlegur veislukostur fram borinn og voru
allir vel saddir og sælir þegar haldið var til svefnstaðar.
Árla næsta morguns lenti flugvélin á Keflavík-
urflugvelli með drengina okkar kæru um borð. Foreldrar
voru mættir, glaðir og hrærðir, þakklátir guði og góðum
vættum fyrir vernd á langri leið og þakklátir Friðriki
kórstjóra, Lenku meðleikara og öllu því ágæta fólki sem
lagði til vinnu og atorku svo að þessi ferð mætti takast.
’
Galdrakarlinn góði.
Amma spyr sjö ára sonarson
sinn að loknum vortónleikum:
Hvernig farið þið að því að syngja
svona fallega?
Svar: „Sko, hann Friðrik segir manni
bara hvernig maður á að opna munn-
inn og þá bara getur maður sungið …“