SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 51

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 51
24. október 2010 51 Þegar ég loksins sagði Birgi hvað ég var að hugsa um verkin hans, hvaða stefnu ég ætlaði að taka í bókarskrifunum, hvaða leið ég ætlaði að fara að myndlist hans, svaraði hann: – Svona koma verkin alltaf aftan að mér. En um leið og ég nefni íslenska menn- ingu og goðsagnirnar um hana, sem mér finnst Birgir hafa verið að rannsaka og af- byggja, rifjast upp saga: – Ég lenti einhvern tímann í því að fara með Helga frá Grund, sem bjó á Blindra- heimilinu, til systur hans, Beggu. Hún átti heima rétt hjá Blindró. Hann var svo stirður að ég var örugglega kortér að draga hann leið sem ég gat verið þrjár mínútur að ganga sjálfur. Síðan kom karlinn heim og fór að segja okkur að kerlingarnar kæmu mikið út á tröppur og töluðu um það hvað hann væri lepur. Ég sagði við mömmu að ég skildi ekkert í því hvers vegna Helgi væri að tala um hvað hann væri lepur því að svo þyrfti ég að draga hann þarna til Beggu sestur. Farið var í árlegar sumarferðir, þar á með- al á Kirkjubæjarklaustur. Við tjölduðum á túni í bænum. Þar voru einhverjir krakkar að flækjast með strigapoka sem Helgi fékk lánaðan. Karlinn fór ofan í strigapokann og í pokahlaup. Hann var eins og statt naut þegar þurfti að labba á milli húsa í bænum en þarna hoppaði hann í strigapokanum eins og krakki, menn voru helst hræddir um að hann myndi hoppa ofan í skurð. Hann var loksins frjáls þegar hann var kominn of- an í poka. Íslensk menning er kannski strigapoki, þegar maður fer ofan í hann þá hoppar maður og djöflast. Kafli úr bók Þrastar Helgasonar, Birgir Andr- ésson - Í íslenskum litum Íslensk menning listasögu í verkinu eða hvort ég er búinn að skrifa Birgi inn í bókmenntasöguna,“ segir hann og brosir. Heil og óslitin lína rennur gegnum feril Birgis Þröstur segir að iðulega megi finna frásögn í verkum Birgis. Og hann hafi verið fundvís á miðla við hæfi; teikningu, ljósmyndir, skúlptúr, prjónaverk, mál- verk … „Birgir var alltaf að segja sögur. Hann er að hugsa um íslenska sögu, samtíma okkar og fortíðar, og segir sögur innan verkanna. Oft eru þetta seríur sem verða til á löngum tíma. Mér fannst afskaplega merki- legt að átta mig á því að heil og óslitin lína rennur gegnum feril hans, allt frá einu verkanna á fyrstu sýn- ingu hans, Náttúruspjall heitir það, og alveg aftur til verksins Final Totality, sem hann kom með í galleríið sitt rétt áður en hann dó. Þessi þráður er íslensk menn- ing og hvarfið; hið menningarlega landrof, uppgufun merkingarinnar sem birtist með írónískum hætti í endanleikanum. Birgir var alltaf að tala um að myndlistarmenn ættu ekki að reyna að vera gáfaðir, hann þóttist vera úti á þekju og lét myndlistarumræðuna fara í taugarnar á sér. En þegar ferill hans er skoðaður frá upphafi kemur í ljós að þessi maður var allan tímann að vinna sig inn í stórmerkilegt hugmyndalegt samhengi. Hann var í samræðu við það sem var að gerast í myndlist- arfræðum og samtímaheimspeki allan sinn feril.“ Eins og fram hefur komið er nú unnið að heildarskrá um öll myndverk Birgis Andréssonar. Í henni verður ensk þýðing þessarar nýju bókar Þrastar, auk skrifa listfræðings um verkin. Þá hefur Þröstur ekki sagt skilið við myndheim Birgis, því hann mun kenna námskeið um list hans í listfræði við Háskóla Íslands í vor. Morgunblaðið/Einar Falur Þröstur Helgason við verk sem Birgir vann úr frá íslenskum frí- merkjum. Verkin eru í eigu Lista- safns Háskóla Íslands. Birgir Andrésson við uppsetningu yfirlitssýningar á verkum hans í Safni árið 2004. Morgunblaðið/Einar Falur

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.