SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 17

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 17
24. október 2010 17 Lesendur Morgunblaðsins fóru ekki varhluta af kvennafrídeginum, 24. október 1975. Daginn eftir var forsíða og miðopna blaðsins ásamt leiðara lögð undir frásagnir af deginum og baráttufundinum á Lækjartorgi. Í flennistórri fyrirsögn á forsíðu segir að 20 – 25 þúsund manns hafi verið á útifundi kvenna á Lækjartorgi og í frétt af fundinum er sagt frá ræðumönnum, söng og skemmtiatriðum sem og fjölmörgum heillaskeytum sem fundinum bárust af þessu tilefni. Meðal atriða á fundinum var alþingismannahvatning þingkvennanna Sigurlaugar Bjarnadóttur og Svövu Jakobsdóttur, sem á þeim tíma voru 2/3 hlutar alþing- iskvenna, en sú þriðja, Ragnhildur Helgadóttir, var er- lendis þegar fundurinn var haldinn. Á sama tíma voru karlar 95% alþingismanna eða í 57 þingsætum. Frí kvennanna hafði víðtæk áhrif úti í þjóðfélaginu, ekki síst á Morgunblaðinu, eins og lítil innrömmuð frétt á forsíðu blaðsins ber vitni. Í henni kemur fram að tæp- lega helmingur starfsfólks blaðsins voru konur sem flestar hafi lagt niður vinnu þennan dag, m.a. setjarar blaðsins, sem allir voru kvenkyns. Segir í fréttinni: „Eins og fram hefur komið var ekkert sett í blaðið í gær, en setjarar mættu til vinnu kl. 24, til að koma mætti sem fyrst út fréttum af baráttufundinum á Lækjartorgi, og er þetta blað því jafnframt sérstakt framlag þeirra til jafn- réttisbaráttunnar.“ Þá var blaðið óvenju þunnt þennan dag af sömu orsökum, aðeins 16 síður, en var alla jafna í kring um 40 síður á þessum tíma. Konur 5% alþingismanna Guðrún Á. Símonardóttir stjórnaði fjöldasöng á fundinum. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Þ rjátíu og fimm árum eftir að íslenskar konur tóku sér vinnufrí í tugþúsundavís og flykktust í miðborg Reykjavík til að berjast fyrir jöfnum réttindum á við karla, ætla þær að endurtaka leik- inn. Ef marka má umfjöllun frá þessum tíma voru jöfn laun kvenna og karla eitt heitasta baráttumálið og þó að margt hafi áunnist í jafnréttismálum síðan, trónir þessi krafa enn efst á lista yfir baráttumál íslenskra kvenna. „Ég held að Íslendingar telji að þeir séu mun betri í jafnréttismálum en þeir eru í raun,“ segir Katrín Anna Guð- mundsdóttir jafnréttishönnuður, innt eftir því hver staða íslenskra kvenna er í dag. „Auðvitað hefur okkur miðað fram á við á mörgum sviðum og það er mikilvægt að halda því til haga. Til dæmis hefur aðgangur kvenna að menntun aukist og þær hafa miklu meira fjárhagslegt sjálfstæði, betri að- gang að störfum og meiri formleg völd en á árum áður. Við erum líka komin langt í lagalegu jafnrétti.“ Hins vegar njóti konur enn minni virðingar í samfélaginu en karlar. „Við sjáum alls kyns birtingarmyndir þess – launamunurinn er ein þeirra og ofbeldi, en kynbundið ofbeldi er mjög útbreitt á Íslandi. Enn önnur er klámvæðingin, sem gengur út á að setja konur í það hlutverk að vera kynlífshjálpartæki fyrir karla.“ Hún segir mikið skorta á að fólk átti sig á því í hverju kynjamis- rétti birtist. Húmorinn má ekki gleymast Gerður Kristný rithöfundur hefur und- anfarið gluggað í bókina „Já, ég þori, get og vil“ eftir Hildi Hákonardóttur. „Í henni er sagt frá kvennafrídeginum 1975 og greinilegt að þetta var fyrst og fremst verkalýðsbarátta, þar sem ein- stæðar mæður og verkakonur voru í brennidepli. En baráttumálin voru þó mun fleiri, allt frá fóstureyðingalög- gjöfinni og því að fá konur til að skrá sig í símaskrána – bara það var heil- mikið mál á þessum tíma.“ Hvað varðar helstu baráttumálin nú nefnir Gerður að íslenskar konur hafi enn lægri laun en karlar auk þess sem gefa þurfi of- beldi gegn konum gaum. „Hvort tveggja sprettur auðvitað af tómri van- virðingu fyrir þeim.“ Gerði finnst mikilvægt að húmorinn gleymist ekki í kvennabaráttunni. „Stundum er auðvitað ekki annað hægt en að hlæja að því hvernig fjallað er um konur í íslenskum fjölmiðlum, svo sem þegar Fréttablaðið skrifaði um þau undur að fimm leikkonur í Borg- arleikhúsinu ættu von á barni og tal- aði af því tilefni við einn karlleik- aranna – sem þó hafði ekki barnað neina þeirra. Svo er alltaf verið að tala um að það vanti konur í fjölmiðla!“ Katrín Anna hikar ekki þegar hún er innt eftir því hver séu næstu skref í kvennabaráttunni: „Ég held að stærsta skrefið sem við getum tekið sé að viðurkenna að við séum óravegu frá jafnrétti og við þurfum að vinna að því hörðum höndum ef við viljum fá samfélag jafnréttis, því það er búið að fullreyna að þetta kemur ekki af sjálfu sér. Margir eru fastir í því að þetta snúist að einhverju leyti um hæfni – áður var gjarnan talað um að konur þyrftu bara að mennta sig og vera meira úti á vinnumarkaðinum og þá myndi þetta allt koma. Allar þær forsendur byggjast á því að verið sé að mismuna á grundvelli hæfni. Kynjamisrétti byggir hins vegar á því að hæfni kemur þessu ekkert við, heldur er verið að mismuna vegna kyns.“ Misrétti eykst í kreppum Nýverið var stofnun nýs kvenna- framboðs rædd á fundi hjá Femínista- félagi Íslands en slíkar hugmyndir hafa legið í loftinu í nokkurn tíma. „Þetta eru tæki sem hafa virkað vel í íslenskri kvennabaráttu og þess vegna kemur sú spurning reglulega upp hvort nú sé rétti tíminn til að gera þetta aftur,“ segir Katrín Anna. „Auðvitað er þessi umræða til komin vegna þess að það er ennþá svo mikið misrétti hérna – okkur gengur svo hægt að ná jafnrétti. Þess vegna erum við alltaf að velta því fyrir okkur hvaða aðferð myndi virka best í baráttunni. Hins vegar eru mjög skiptar skoðanir á því hvort þetta sé rétti tíminn.“ Sú spurning vaknar hvort þetta sé viðbragð við brostnum væntingum um aukinn hlut kvenna í kjölfar fjár- málahrunsins, en umræðan um hvernig stjórnarhættir karlmanna urðu fjár- málakerfinu að falli var áberandi á vik- unum og mánuðunum eftir hrun. Hins vegar virðist lítið hafa breyst, nema síður sé. Katrín Anna bendir á að ekki hafi verið gerðar mælingar á hvernig jafnréttismálum hafi reitt af í krepp- unni. „Við vitum í sögulegu ljósi að kynjamisrétti á það til að aukast í kreppum – staða konunnar versnar meira en staða karla. Ég held að það sé fátt sem bendi til þess að það verði eitthvað öðruvísi núna.“ Gerður er þessu ósammála. „Það er ýmislegt í gerjun. Við stefnum fram á við en við getum vissulega gert betur. Þess vegna er gott að fá kvennafrídag- inn núna, á tímum lækkandi kaup- máttar, uppsagna og atvinnuleysis. Hann þjappar okkur konum saman og ég trúi því að það eigi eitthvað gott eft- ir að spretta upp úr þessum degi. Þess vegna mætum við líka niður í bæ. Við trúum því að þessi dagur hafi merkingu og hann eigi eftir að fleyta okkur enn lengra. Það gerðist fyrir 35 árum og það gerist vonandi aftur núna. Við verðum að þakka fyrri kynslóðum þeirra bar- áttu með því að lofa að taka við kefl- inu.“ Þannig að það hefur heilmikið áunn- ist? „Já, við erum alla vega komnar í símaskrána,“ segir Gerður og hlær. Að minnsta kosti komnar í símaskrána Hverju hefur kvennabaráttan skilað á þeim 35 árum sem liðin eru frá fyrsta kvennafrídeginum? Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Milli 20 og 25 þúsund konur komu saman í miðborg Reykjavíkur á kvennafrídaginn 1975. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Gerður Kristný Guðjónsdóttir Katrín Anna Guðmundsdóttir Kvennafrídagurinn árið 1975 var 24. októ- ber, en þar sem þann dag ber upp á sunnu- dag verður hann degi síðar í ár, þ.e. á mánu- daginn. Er búist við að tugþúsundir íslenskra kvenna leggi niður störf kl. 14:25 á mánudag og flykkist niður í bæ, eins og raunin var fyrir fimm árum, þegar um 50 þús- und konur komu saman til að leggja áherslu á baráttumál sín. Tíminn er táknrænn, því kl. 14:25 eru 66% vinnudagsins liðin, en á síð- asta ári voru konur með um 66% af heild- arlaunum karla. Dagskráin hefst með því að konur hittast á Hallgrímskirkjutorgi kl. 15, þaðan sem þær ganga niður Skólavörðustíg að Arn- arhóli, en á leiðinni verður gengið fram hjá listakonum, sem verða með uppákomur á hverju götuhorni. Búist við þúsundum

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.