SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 38

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 38
38 24. október 2010 Þó þú langförull legðir sérhvert land undir fót. H verjir syngja svona fallega? Þó þú lagförull legðir sérhvert land undir fót hljómar um Leifsstöð. Tuttugu og átta silfurtærar drengjaraddir flytja þetta ljóð Vestur- Íslendingsins Stephans G. Stephanssonar við lag Sigvalda Kaldalóns í upphafi söngferðalags Drengjakórs Reykja- víkur. Fullir tilhlökkunar og eftirvæntingar hittust þeir um morgun við Hallgrímskirkju, sem er heimili drengjakórs- ins, og þegar allir voru komnir, drengirnir, kórstjórinn Friðrik S. Kristinsson, Lenka Mateova meðleikari, Hall- fríður Ólafsdóttir flautuleikari, átta hópstjórar úr hópi foreldra og fararstjórinn, Almar Grímsson, var lagt af stað. Ferðalag DKR 2010 var hafið! Veraldarvön börn Drengjakór Reykjavíkur hefur starfað í 20 ár og í lok hvers starfsárs er farin tónleika- og menningarferð, erlendis og innanlands til skiptis. Þannig hefur kórinn á und- anförnum árum sótt heim mörg þjóðlönd, haldið tón- leika, tekið þátt í kóramótum og kynnst menningu land- anna. Þegar farið er í ferð með stóran barnahóp þarf að huga að mörgu. Og hér hefur einmitt verið hugað vel að hlut- unum og öflug ferðanefnd foreldra unnið að margþættum undirbúningi. En kórinn fer vestur til Minnesota og N- Dakota í boði Þjóðræknisfélags V-Íslendinga og hlutverk hans eða verkefni í ferðinni er fyrst og fremst að syngja á hátíðum Íslendinga og fólks af íslenskum og norrænum ættum þar. Svo það megi vel takast hefur Friðrik kennt drengjunum og æft með þeim undurfagra og svo marg- slungna tónlist að unun er á að hlýða. Flugið til Minneapolis er að sönnu þó nokkuð langt en gekk eins og í sögu. „Börn nú til dags eru orðin svo ver- aldarvön,“ sagði einhver. Þegar flogið er yfir víðáttumikil landsvæði fer maður hratt yfir og er erfitt að gera sér grein fyrir vegalengdum með þeim ferðamáta. Samt heyrðust tveir drengir tala um að í gamla daga hefði fólk bara orðið að fara alla þessa leið frá austurströnd Bandaríkjanna vestur til Minnesóta í hestvögnum eða vögnum sem uxar drógu. „Vá, maður að fara alla þessa leið í hestvagni …“ Það var sól og blíða í Minneapolis þegar vélin lenti. Frekar var svalt í flugstöðinni og reyndar var alls staðar innan dyra frekar svalt. Ameríkanar kæla húsin sín og byggingar ótæpilega þegar fer að hlýna. „Það var alveg ógeðslega kalt í rútunni og maður gat ekki skrúfað fyrir kalda loftið,“ heyrðist í kórdreng. Drengirnir höfðu frétt að í Minneapolis væri ein stærsta verslunarmiðstöð á gervallri jarðarkringlunni, Mall of America. Hótelið sem gist var á fyrstu nóttina var rétt hjá þessari frægu verslunarmiðstöð og var haldið þangað og kvöldverður snæddur. Þá var kominn hvíldartími því að morgundagurinn, með söng á 17. júní-hátíðahöldunum, beið. Ótrúlegt var að ganga inn í þessa risastóru versl- unarsamsteypu þarna úti á sléttum N-Ameríku. Það er eðlilegt að álykta að borgir eins og New York eða Boston hafi fyrstar komið sér upp svona verslunum en svo er ekki. Fyrsta „kringlan“ í Bandaríkjunum og sennilega í öllum heimi var byggð í Minneapolis árið 1920, svo að íbúar Minnesota hafa lengi haft kringlur til að versla í. Morgunninn var frjáls og fóru sumir í sund, aðrir horfðu á heimsmeistarakeppnina í fótbolta sem auðvitað var í sjónvarpinu þar eins og heima. Mikill fjöldi Vestur-Íslendinga var samankominn með stórfjölskyldum sínum á hátíðarsvæðinu. Drengirnir okkar mættu glansandi fínir og prúðir og sungu sig inn í hjörtu viðstaddra. Þeir hófu tónleikana eins og alla tón- leika sína með því að syngja þjóðsönginn og svo tók við blönduð dagskrá, íslensk og amerísk tónlist og kirkju- tónlist. Eins og því var lýst af kórdreng: „Já og svo var hrópað meira, more, more – húrra, húrra.“ Að lokinni hátíðardagskrá var gengið út í 30 stiga hita. Því þótti öllum vel til fundið að kæla sig í nálægu stöðu- vatni og nutu drengirnir þess að skvetta á sjálfa sig og aðra. Um kvöldið var snætt á skemmtilegum stað, Regn- skóginum (Rainforest Café). Manngerð tré og hvers konar hitabeltisgróður voru á svæðinu og höfðu gestir þá til- finningu að þeir væru inni í regnskógi innan um villt dýr. Þau sáust að vísu ekki en það heyrðist vel í þeim. Þriðji dagur ferðar Drengjakórs Reykjavíkur rann upp, bjartur og fagur. Á dagskrá var að skoða borgina Minnea- polis og næsta nágrenni hennar. Minneapolis er stórborg og stendur við Mississippi-ána sunnan við Efra-vatn, sem er eitt af fimm vötnunum miklu í norðanverðum Bandaríkjunum. Borgin er á aust- urjaðri sléttunnar miklu og voru innflytjendur frá Norð- urlöndum, einkum Svíar og Norðmenn, fjölmennastir hvítra innflytjenda. Þegar þeir komu á staðinn voru þar fyrir frumbyggjar landsins af þjóð Sioux-indíána og voru þeir á skömmum tíma hraktir frá heimahögum sínum og þeim útrýmt. Er af því mikil og ljót saga. En nafn ríkisins, Minnesota, er komið úr máli Lakota-indíána sem var ein af þjóðum Sioux-manna og þýðir tært vatn. Mississippi – fljótið mikla Talið er að orðið mississippi sé úr máli Chippewa-indíána og þýði fljótið mikla. Hér er vert að minnast þess að sam- skipti íslensku landnemanna og Chippewa-manna voru yfirleitt góð og færðu þeir aðkomumönnunum, sem Þau voru mörg ævintýrin í ferð Drengjakórs Reykjavíkur á Ís- lendingaslóðir í Vesturheimi. Hér á eftir fer ferðasagan, með- al annars frá upptökum Miss- issippi og stærstu „kringlu“ í heimi. Bryndís Víglundsdóttir Sungið í upptökum Mississippi-árinnar. Söngstjóri og meðleikarar, fararstjóri og hópstjórar. Sungið við minnismerki Stephans G. Stephanssonar í Norður-Dakóta. Syngja eins og englar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.