SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 53

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 53
24. október 2010 53 S tórkostlegt líf herra Rósar og fleiri sögur af ótrúlega venjulegu fólki er fyrsta bók leikarans unga Ævars Þórs Benediktssonar. Um er að ræða hálfgert smásagnasafn sem samanstendur líka af örsögum og ljóðum. Rétt er, eins og getið er í titli bókarinnar, að sögurnar eru af ótrúlega venjulegu fólki en ger- ast á svolítið undarlegum stundum í lífi þess. Sögurnar gerast í nútímanum og fjalla oft- ar en ekki um öðruvísi sjónar- horn á lífið og tilveruna en flest okkar eru vön. Fyrsta sagan í bókinni „Á hvolfi“ er inngangs- skrefið inn í þennan „öfuga“ heim, að sama skapi er síðasta sagan „Enn á hvolfi“ útgangs- sagan og réttir lesandann við. Það er svolítið eins og Ævar bjóði lesandanum að stíga inn í sögustund með sér, eða í partí, þar sem hann situr og segir sög- ur sem byrja allar á þessum orð- um: Pælið í því ef … það væri til maður sem gengi með rjóma- tertusneið í vasanum, það væri til óhappdrætti, að við gætum tekið afrit af okkur, ef allur heimurinn yrði raddlaus og svo framvegis. Sögurnar eru hug- dettur höfundar um öðruvísi fólk, undarlegar aðstæður, Ævar er augljóslega með skemmtilega sýn á veröldina. Það er byrjendabragur á text- anum, hann er einlægur, stund- um barnalegur. Sögurnar eru misgóðar, sumar eru óþrosk- aðar og hefði ekki átt að prenta, en aðrar eru góðar eins og „Meðaljón“, „Skortur á skugga“ og „Ó, þú!“ Bygging þeirra er góð og þær eru mjög mynd- rænar, eins og reyndar flestar sögurnar. Hrósa verð ég sérstaklega frá- ganginum á bókinni, uppsetn- ingu textans og kápunni, þar hefur verið vandað til verka. Öðruvísi sýn á heiminn Eftir Ævar Þór Benediktsson. Nykur gefur út 2010. Ingveldur Geirsdóttir Stórkostlegt líf herra Rósar bbnnn Bækur Eitt af því sem heillar bókavini við París eru bóksalarnir við Pont Neuf-brúna, bouquinistes eins og þeir eru kallaðir. Þar hefur hver sinn bás í sérstökum skýlum sem síðan eru felld sam- an yfir nóttina. Þeir njóta ým- issa fríðinda og hafa gert frá því á sautjándu öld, þurfa ekki að greiða fyrir aðstöðuna og ekki að borga skatta, aukinheldur sem þeir mega selja sitthvað annað en bækur þótt þær verði að vera obbinn af því sem er í boði. Málið er bara að það sem þeir selja annað en bækur er svo ábatasamt að sumir básanna eru orðnir nánast hreinar minja- gripasjoppur. Borgaryfirvöld í París hafa nú skorið upp herör gegn minja- gripasölu bóksalanna og 40 þeirra af 216 hafa fengið form- lega viðvörun um að þeir verði sviptir söluleyfinu nema þeir fari að selja bækur. Ekki þarf að óttast um að aðrir vilji ekki taka við; sem stendur liggja hjá borg- aryfirvöldum um 100 umsóknir um að fá að slást í hóp bóksal- anna. Hinir brotlegu bóksalar hyggjast þó ekki gefa sig og benda meðal annars á að fátt sé um Frakka á svæðinu í kringum Pont Neuf, en aftur á móti nóg af ferðamönnum og þeir séu fæstir í leit að notuðum frönskum bókum, en aftur á móti sólgnir í plaststyttur af Eiffel-turninum. Bækur við brúna Bóksala bouquinistes við Pont Neuf-brúna í París. Sapphireblue / Michelle Kinsey Bruns Ensk-indverski rithöfundurinn Salman Rushdie situr nú og skrifar ævisögu sína, en til stendur að hún komi út árið 2012 á vegum Random House. Bókin mun fjalla um þau ár þeg- ar Rushdie neyddist til að fara huldu höfði, en Ali Khomeini, erkiklerkur í Íran, lýsti Rushdie réttdræpan 1989 eftir að bókin Sálmar Satans kom út. Frá þeim tíma hefur Rushdie notið lög- regluverndar, en núverandi erkiklerkur Írana ítrekaði úr- skurðinn fyrir fjórum árum. Bókin verður gefin út sam- tímis á ensku, þýsku og spænsku. Rithöfundurinn Salman Rushdie. Rushdie skrifar ævisögu LISTASAFN ÍSLANDS Söfn • Setur • Sýningar 27. ágúst – 24. október 2010 Síðasta sýningarhelgi Að elta fólk og drekka mjólk Húmor í íslenskri myndlist Sunnudag 24. nóvember kl. 15 - Sýningarstjóraspjall Sunnudagur 24. nóvember kl. 20 – Sónötukvöld Tríó Reykjavíkur Opið 12-17, fimmtudaga 12-21, lokað þriðjudaga www.hafnarborg.is sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Cars in rivers - ÓLAFUR ELÍASSON 16.9. - 7.11. 2010 Aðflutt landslag - PÉTUR THOMSEN 16.9. - 7.11. 2010 ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012 Ókeypis aðgangur á sýninguna Ó, LAND MITT LAND Málþing - Laugardaginn 23. okt. kl. 11-13 Málþing um fagurfræðilegt gildi náttúrunnar, náttúruvernd og áhrif myndlistar. Ókeypis aðgangur. SUNNUDAGSLEIÐSÖGN 24. okt. kl. 14 Rakel Pétursdóttir safnafræðingur. Ókeypis aðgangur í safnið alla miðvikudaga. Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600 OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mán. Allir velkomnir! www.listasafn.is ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir. ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi. Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd. „Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar Jökulsdóttur. Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta. Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna. Myndgerð: Páll Steingrímsson. Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar. ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is Listasafn Reykjanesbæjar TÓMT – J.B.K.Ransu „Að ramma inn tómt“ Byggðasafn Reykjanesbæjar Völlurinn Bátasafn Gríms Karlssonar 100 bátalíkön Opið virka daga 11.00-17.00 helgar 13.00-17.00 Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn VÍKINGAHEIMAR Skipið Íslendingur og sögusýning - Söguleg skemmtun VÍKINGABRAUT 1 - REYKJANESBÆ Opið alla daga frá 11:00 til 18:00 Sími 422 2000 www.vikingaheimar.com info@vikingaheimar.com „SIGGA HEIMIS“ 11.9.2010 - 30.1. 2011 Sýnishorn úr Safneign Opið alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Verslunin Kraum í anddyri og kaffiveitingar. Garðatorgi 1, Garðabær www.honnunarsafn.is ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS LISTASAFN ASÍ 2.-24. október 2010 SPOR Listhjúkkurnar Anna Hallin og Ósk Vilhjálmsdóttir opna sýninguna SPOR laugardaginn 2. október klukkan 15:00. Opið 13-17 alla daga nema mánud. Aðgangur ókeypis Freyjugötu 41, 101 Rvk www.listasafnasi.is GEYSISSTOFA – MARGMIÐLUNARSÝNING Í nútímalegu margmiðlunar- safni á Geysi er að finna margskonar fróðleik um náttúru Íslands. OPIÐ: alla daga 10.00-17.00. AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR. Afsláttur fyrir námsmenn, eldri borgara og hópa Geysir í Haukadal, sími 480 6800 www.geysircenter.is Fjölbreyttar sýningar: Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár Sögustaðir – í fótspor W.G. Collingwoods Endurfundir – fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna Klippt og skorið – um skegg og rakstur Fram til fortíðar – frá Byggðasafninu Hvoli, Dalvík Fjarskiptasafnið við Suðurgötu Opið sunnudaga 11-17 Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thjodminjasafn.is, thjodminjasafn@thjodminjasafn.is

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.