SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 21

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 21
24. október 2010 21 – meira fyrir áskrifendur Fáðu þér áskrift á mbl.is/askrift JÓLAGJAFAHANDBÓK ATVINNULÍFSINS Þann 11. nóvember kemur Jólagjafahandbók Viðskiptablaðs Morgunblaðsins út í sjötta sinn. Þessi veglegi blaðauki hefur skipað sér sess sem ómissandi hjálpartæki fyrir stjórnendur jafnt stórra og smárra fyrirtækja sem standa frammi fyrir vandasömu verkefni á þessum tíma árs. Jólagjafahandbókin fjallar um allt sem snertir jólagjafir til starfsfólks, samstarfsaðila og viðskiptavina. Skoðaðir verða fjölbreyttir gjafamöguleikar sem henta öllum þörfum. Hér er á ferð samantekt sem auðveldar valið á réttu gjöfinni sem kemur til skila þakklæti, vinsemd og hátíðarstemningu jólanna. Vertu með í glæsilegri sérútgáfu sem nær beint til markhópsins Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00 mánudaginn 8. nóvember. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Hvönn í síma 569 1134 / 692 1010, sigridurh@mbl.is ég finn neistann. Ég skrifa ekki bara til að skrifa – ég skrifa þegar eitthvað er að skrifa um. Og stundum er það ekkert.“ – Þá spilarðu bara á banjóið? „Fer á hestbak eða í göngutúr,“ svarar hann og hlær. – Bókin þín Day Out of Days er að hluta unnin upp úr leðurbundnum vasabókum, sem þú hefur punktað niður í. Notarðu þær ennþá? „Ég nota aldrei tölvur, bara vasabækur og ritvél. Ég hef aldrei notað tölvu.“ Löng þögn. „Já, fólk er slegið yfir þessu,“ heldur hann áfram og hlær. „En ég nota ekki tölv- ur, heldur skrifa fyrst í vasabókina, vinn upp textann þaðan yfir á ritvélina og end- urskrifa síðan á ritvél. Ég nota Hermes- ritvélar, sem framleiddar eru í Sviss – þú veist, þessar avókadó-grænu. Og ég er ekki sá eini. Larry McMurtry, sem skrifaði Lonesome Dove, notar sömu ritvél og ég.“ – Fer ekki mikill tími í að endurskrifa sí- fellt á ritvél? „Ég handskrifa yfir vélritaða textann og vélrita síðuna svo aftur. Fólk notar venju- lega tölvur til að spara tíma og vinna hrað- ar, en ég hef ekki áhuga á hraða. Stundum þvælist hann fyrir öðru sem er mikilvæg- ara. Mér er sama um hraða.“ Skaut birni og flugvélar – Þú varst tilnefndur til óskarsverðlauna fyrir hlutverk þitt í myndinni The Right Stuff, þar sem þú lékst flugmanninn Chuck Yeager. Faðir þinn var líka flugmaður – leitaðirðu í smiðju til hans? „Faðir minn var foringi í seinna stríði, flaug sprengjuvélum, svo ég ólst upp hjá flughernum og þekkti vel til. En Yeager var orrustuflugmaður, sem er gjörólíkt því að fljúga sprengjuvélum. Ég hitti Yeager hins vegar fyrir tökur á myndinni og okkur kom vel saman, við áttum góðar stundir á barn- um, spiluðum ballskák og drukkum bjór.“ – Leggurðu mikla vinnu í slíka forvinnu þegar þú undirbýrð þig fyrir hlutverk? „Ég geri það alltaf. En ég legg venjulega ekki lykkju á leið mína til að leita uppi per- sónurnar sjálfar. Yeager gaf kost á sér, hafði áhuga á sögunni og handritinu, og það var fróðlegt að kynnast honum. Hann skaut niður tólf þýskar orrustuflugvélar; þeir eru teljandi á fingrum annarrar handar sem hafa afrekað það. Ég spurði hann hvernig honum hefði tekist að verða svona góður orrustu- flugmaður. Hann svaraði því til, að það hefði verið reynslan af því að skjóta skóg- arbirni. Þegar hann var tólf ára skaut hann fyrsta björninn. Það fannst mér áhugavert – hann nýtti sér reynsluna af bjarnardrápi sem orrustuflugmaður!“ segir Shepard og skellhlær við tilhugsunina, áreiðanlega ekki í fyrsta skipti. – En þú ert ekki að fara að fljúga til Ís- lands; ég las það á Wikipediu að þú værir hræddur við að fljúga! „Nei, ég er það ekki lengur. Mér var lengi illa við að fljúga, en nú tek ég bara lyf við því.“ – Þannig að þú ert á leiðinni? „Nei, ég verð við tökur á gamanmynd næstu helgi með Diane Keaton, Darling Companion undir leikstjórn Lawrence Kas- dan í Park City í Utah, nærri Sundance.“ – Hvernig er það, þvælist leikarinn ekk- ert fyrir rithöfundinum? „Nei, ég hef jafnan mikinn tíma aflögu á tökustaðnum, þar bíður maður stundum klukkutímum saman, og þá gefst tækifæri til að skrifa.“ Sam Shepard og Dermot Mulroney í samræðum um það sem skiptir máli. ’ Ég nota aldrei tölvur, bara vasabækur og ritvél. Ég hef aldrei notað tölvu.“

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.