SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 13

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 13
24. október 2010 13 Stubbarnir fjórir; Laa-Laa, Tinky Winky, Po og Dipsy F lest börn og foreldrar sem aðgang hafa að sjónvarpi kannast við Stubbana (e. Tele- tubbies). Þættirnir voru framleiddir fyrir BBC2 á árunum 1997-2001 og náðu gríð- arlegri útbreiðslu á skömmum tíma. Stubbarnir hafa verið sýndir í 120 löndum víðs vegar um heim- inn og m.a. hlotið hin virtu BAFTA verðlaun. Konan á bak við hugmyndina er framleiðandinn Annie Wood. Sér til liðsinnis fékk hún sálfræðing- inn Andrew Darenport sem skrifaði handritið og hannaði útlit þáttanna. Annie Wood starfaði við kennslu lengst af eða allt þar til hún stofnaði út- gáfufyrirtækið Ragdoll árið 1984. Eftir það sneri hún sér alfarið að gerð barnaefnis. Hún hefur greint frá því að kveikjan að hugmynd Stubbanna hafi sprottið út frá þeirri staðreynd, að sjónvarpsáhorf sé hluti af daglegu lífi ungra barna. Vandinn væri að mest allt sjónvarpsefni hæfði ekki aldri þeirra og þroska. Við gerð þáttanna lagðist hún í rannsóknir á viðbrögðum ungra barna við barnaefni og eftir miklar vangaveltur taldi hún að hægt væri að sníða efni fyrir smábörn sem gæti verið upp- byggjandi og þroskahvetjandi. Stubbarnir voru á margan hátt nýstárlegir í hönnun og uppsetningu. Verurnar fjórar Tinky Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po, eiga sér enga hliðstæðu í raunveruleikanum en hegð- un þeirra, hreyfingar og tján- ingarmáti líkist atferli smá- barna. Haft hefur verið eftir Annie Wood að leyndarmálið á bakvið velgengni Stubbanna sé fólgin í vanþroska söguper- sónanna, þær séu á sama þroskastigi og markhóp- urinn, þ.e. börn á aldrinum eins til fjögurra ára. Þrátt fyrir velgengni Stubbanna lét höfundurinn ekki þar við sitja og árið 2007 sendi hún frá sér nýja þáttaröð sem bar heitið, In the night garden. Þætt- irnir hafa fengið mikið lof gagnrýnenda og skiluðu henni tveimur BAFTA-verðlaunum til viðbótar. Þáttaröðin er í anda Stubbanna en með breyttum áherslum. Börnin eru hvött til að fara að sofa í lok hvers þáttar en Annie Wood segir í samtali við net- útgáfu breska dagblaðsins Independent að í hinu hraða samfélagi nútímans eigi mörg börn erfitt með að sofna á kvöldin. Í sama viðtali segir hún að Stub- barnir séu barns síns tíma þótt þeir séu enn hluti af daglega lífi barna um allan heim. Uppeldislegt gildi? Stubbarnir eru markaðssettir sem fræðslu- og skemmtiefni fyrir ung börn. Eftirhermun ungra barna er ein skilvirkasta leið þeirra til þroska. Þetta nota handritshöfundarnir óspart. Í lok hvers þáttar kveðja söguhetjurnar barnið með orðunum bæ-bæ og endurtaka það minnst þrisvar. Fljótt á litið ættu foreldrar með góðri samvisku að geta leyft ungum börnum sínum að horfa á þættina. Stubbarnir eru frábærar fyrirmyndir, ekkert ofbeldi viðgengst í Stubbalandi og þar eru allir afar, afar hamingju- samir, faðmast, knúsast og kyssast. Sitt sýnist hverjum um ágæti Stubbana og margir fræðimenn hafa dregið fræðslugildi þeirra í efa. Tækin sem Stubbarnir eru umkringdir, til að mynda sjónvarpið í maga þeirra og sjónpípurnar fara á skjön við fjölda uppeldisstefna sem njóta vin- sælda í dag. Höfundurinn útskýrði að tilgangurinn með tækni-skírskotuninni væri sú að börn áttuðu sig á mikilvægi og gagnsemi tækninnar, en tæki og tól fylgja umhverfi þeirra frá fæðingu. Gagnrýnin sem reis út af tungumáli Stubbanna lifði lengst. Að mati hörðustu andstæðinga þáttanna getur smá- barnamálið eða hjalið hindrað eða seinkað máltöku barna. Hvað sem því líður þá er smábarnamálið lykillinn að velgengni þáttanna og það brúar bilið á milli ólíkra menningarheima og tungumála. Fárið í kringum Tinky Winky Það vakti heimsathygli árið 2007 þegar deilur um þættina brutust út. Þáverandi umboðsmaður barna í Póllandi, Ewa Sowinska, greindi frá því við tímaritið Wprost að persóna Tinky Winky væri leynileg vísun í samkynhneigð. Ágreiningurinn náði m.a. inn á pólska þingið. Jerry Falwell, kristilegur leiðtogi í Bandaríkjunum, tók í sama streng. Fjöldi sálfræð- inga var fenginn til að leggja mat sitt á málið. Ein- kennislitur Stubbsins, fjólublár, þótti vera vísun í samkynhneigð en liturinn er eitt af sameining- artáknum samkynhneigðra. Þá var þríhyrningurinn sem Tinky Winky ber á höfði sér talinn vera enn frekari vísbending um að hann væri í hinu liðinu, sem og rauða handtaskan. Þeir allra íhaldsömustu töldu að þetta gæti ýtt undir samkynhneigð hjá börnum. Ummælin urðu hinsvegar til þess að sam- kynhneigðir Bandaríkjamenn þustu út í búðir til þess að kaupa sér Teletubbies-vörur. Heróín hugans Hvað sem öllu líður, þá hittu höfundar Stubbanna naglann á höfuðið. Í því samhengi langar mig að minnast skemmtilegrar samlíkingar úr smiðju rithöf- undarins Hallgríms Helgason- ar. Fyrir nokkrum árum las ég Rokland þar sem sjónvarpi er líkt við „heróín hugans“. Alla tíð síðan hefur mér oft orðið hugsað til þessa orðasambands. Sérstaklega þegar ég hef orðið vitni að steinliggjandi smábörnum fyrir framan skjáinn. Sjónvarpsvíman kallar fram ýmis viðbrögð barnanna, þau hlæja, klappa, vinka, skríkja, slefa eða gráta. Allt án þess að taka augun af skjánum. Foreldrar sem ég hef rætt við hrista hausinn, einkum og sér í lagi yfir Stubbunum. Í þeirra augum líta þættirnir út fyrir að vera tóm tjara, fjórar dans- andi verur sem hegða sér eins og þær séu á eit- urlyfjum. En heimur Stubbanna talar til barnanna. Alltumlykjandi er húmor sem nær til yngstu borg- aranna. Þau hlæja jafnvel að sömu atriðunum aftur og aftur á meðan foreldrarnir klóra sér í hausnum yfir þessum sterku hughrifum. Öllum brögðum beitt Vinsælu barnaefni fylgir ávallt öflug markaðs- setning. Það verður ekki um villst að hér er mark- aður sem veltir milljörðum. Til marks um það leggj- ast þúsundir barna til hvíldar á hverju kvöldi með uppáhalds Stubbinn sér við hlið. Í sumum tilvikum leiðir öflug markaðssetning til góðs. Nærtækasta dæmið um það er varningur tengdur Latabæ, sem hvetur börn til neyslu á ávöxtum og grænmeti og til aukinnarhreyfingar. Leiðir auglýsenda til þess að ná til neytenda eru lævíslegar. Fréttaflutningur er oft öflugasta leiðin til markaðssetningar. „Hommafárið“ í kringum Tinky Winky er lifandi dæmi þess. Heimspressan greindi frá atviki sem átti sér stað við sýningu á Pókemon- mynd í Japan árið 1997. Í einu atriði myndaflokksins kom öflugt blikkljós sem olli því að átta hundruð einstaklingar fengu flogakast, ógleði og önnur óþægindi. Fréttirnar bárust á leifturhraða um heimsbyggðina og í kjölfarið braust út alheimsæði um Pókemon-varning. Var þetta enn ein athygl- isverð markaðsbrellan? Fáir verða ósnortnir af markaðsflæðinu sem beint er af mikilli kænsku að yngsta aldurshópnum. Það er hins vegar í höndum uppalenda að stýra því hversu miklir þátttakendur börnin eru í fárviðrinu. Leyndardómur Stubbanna Með öflugri markaðssetningu hafa Stubbarnir orðið tíður gestur á heimilum margra barna undanfarinn áratug. Hvað er svona merkilegt við Stubbana? Ingunn Eyþórsdóttir ’ En heimur Stubbanna talar til barnanna. Alltumlykjandi er húmor sem nær til yngstu borgaranna. Þau hlæja jafnvel að sömu atriðunum aftur og aftur á meðan for- eldrarnir klóra sér í hausn- um yfir þessum sterku hug- hrifum. Tinky Winky, Dipsy, Laa-Laa og Po eru verur sem eiga sér enga hlið- stæðu í dýraríkinu. Stubbarnir eru á bilinu 120-160 cm. háir og búa yfir mannlegum eiginleikum. Fjórir skærir litir aðgreina þá. Á höfðum þeirra tróna tákn sem vísa í grunnformin. Verurnar hafa byggt sér samfélag í Stubbalandi en fjölskyldutengsl þeirra eru ekki þekkt. Stubbarnir eru kynlausir, en getgátur hafa verið á kreiki um að Tinky Winky sé karlmaður og að Laa-Laa sé kona. Hópurinn virðist vera að- skilinn öðrum verum. Umhverfi þeirra samanstendur af hæðum sem þaktar eru blómum, og stöku sinnum bregður fyrir kanínu. Það er alltaf sólskin í Stubbalandi en í miðju sólarinnar er barnsandlit sem vekur mikil viðbrögð ungra áhorfenda. Heimkynni þeirra eru einföld, skreytt litlum rúmum og borði. Þeir nærast á ristuðu brauði og bleik- um búðingi sem matreiddur er í framandi heimilistækjum. Hegðun þeirra ber vott um mikla félagsfærni. Afþreying þeirra felst aðallega í dansi, söng og boltaleikjum. Heimur Stubbanna Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf deildarforseta leiklistar- og dansdeildar Listaháskóli Íslands auglýsir eftir umsóknum um starf deildarforseta leiklistar- og dansdeildar. Umsækjandi skal vera leiklistar- eða danslistamaður með mikilsverða reynslu af störfum í atvinnuumhverfi sviðslista. Það skilyrði er sett að viðkomandi hafi meistaragráðu eða sambærilega háskólagráðu í greininni. Rektor ræður deildarforseta að höfðu samráði við stjórn. Sérstök dómnefnd dæmir um hæfi umsækjenda, sbr. reglur skólans um veitingu akademískra starfa. Ráðningin gildir frá 1. ágúst 2011. Nánari upplýsingar um kröfur til umsækjenda, umsóknargögn, meðferð umsókna, og eðli starfsins, er að finna á heimasíðu skólans www.lhi.is Umsóknum og meðfylgjandi gögnum skal skila ekki síðar en miðvikudaginn 1. desember n.k. til Listaháskóla Íslands, skrifstofu, Skipholti 1, 105 Reykjavík.

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.