SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 14

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 14
14 24. október 2010 Þ að er haustlegur laugardagur þegar ég banka á dyrnar heima hjá Guðnýju og manni hennar, Gunnari Kvaran sellóleikara. Hún hleypir mér inn úr rigningunni og býður mér latte sem hún er víst nokkuð lunkin að útbúa. Hún leiðir mig í gegnum stofuna, í viðbyggða sólstofu og inn í litla kaffiaðstöðu en þar fyrir innan er stór og rúmgóð æfingaaðstaða þar sem Guðný kennir öllum nemendum sínum. Á meðan hún lagar kaffið segir hún mér frá því hvernig þau Gunnar keyptu húsið fyrir 20 árum og hafa smám saman byggt við það og bætt. Þau eru af þeirri kynslóð sem safnaði fyrir hlutunum og áttu því sjóði þegar þau fóru út í framkvæmdir eins og þær að byggja á milli hússins og æfinga- aðstöðunnar sem var á sínum tíma smíða- verkstæði. Efnahagsástandið og erfið fjár- hagsstaða ungs fólks í dag er henni ofarlega í huga en við ræðum líka yf- irburði sojamjólkur fram yfir venjulega mjólk þegar kemur að því að freyða hana fyrir latte. Þegar kaffið er tilbúið færum við okkur yfir í þægilegan sófann. Yngst af samnemendum sínum Guðný ólst upp í Kópavogi, ein fjögurra systra en faðir hennar, Guðmundur Matt- híasson, var organisti í Kópavogskirkju, lærður tónlistarmaður og kenndi þýsku við Kennaraskólann. Móðir hennar, Helga Jónsdóttir, var menntaður kennari en vann bæði í Blóðbankanum og sem læknaritari auk þess sem hún kenndi við Barnaskólann í Kópavogi. Hún var þó heimavinnandi þar til systurnar urðu sjálfbjarga en Guðný var sex ára gömul þegar henni var tilkynnt að nú yrði farið með hana í fyrsta fiðlutímann. „Það var þannig að eldri systur mína langaði að læra á píanó og pabba fannst að við ættum ekki að læra á sama hljóðfærið. Hann var sjálfur mjög hrifinn af fiðlunni og hafði einhverjar hugmyndir um að ég hefði gott tóneyra,“ segir Guðný og bætir því við að elsta systir hennar, María, starfi sem píanókennari í Ósló. Hinar tvær fóru aldrei út í tónlist en eru góðir áheyrendur, sem Guðný kann að meta. Hún var innrituð í Tónlistarskólann í Hafnarfirði og kennarinn hennar var ung stúlka sem kom heim til að kenna henni í hverri viku þar sem enginn bíll var til á heimilinu. Það vill þannig til að þessi unga stúlka, Erna Másdóttir, eignaðist síðan dæturnar Sigurlaugu og Sigrúnu Eðvalds- dætur. Guðný útskrifaði báðar með ein- leikarapróf en Sigrún hefur verið nánasti samstarfsmaður hennar í meira en áratug. „Eftir tvö ár hjá Ernu tók ég inntöku- próf í Tónlistarskólann í Reykjavík, þá átta ára gömul. Pabbi þekkti Björn Ólafs- son konsertmeistara mjög vel og vildi endilega að ég fengi sem allra bestu kennslu. Þetta var nú svona hálfgerð til- raun að senda mig svona unga en við Björn náðum mjög vel saman og hann var yndislegur kennari.“ Guðný var sex ára gömul þegar hún kom fyrst fram opinberlega í jólamessu í Konsert- meistarinn kveður Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari spilar næst- komandi fimmtudag á sínum síðustu tónleikum sem konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands. Af því tilefni kemur út geisladiskur með fjórum einleikskonsertum sem hún spilaði með hljómsveitinni á 9 ára tímabili en hún hefur ver- ið viðloðandi sveitina í nær 50 ár. Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.