SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 44

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 44
44 24. október 2010 Ari Up, meðlimur hinnar áhrifaríku kvenna- sveitar The Slits, er látin, aðeins 48 ára að aldri. Fréttin barst í gegnum vefsíðu John Ly- don en hann er giftur móður hennar. Segir þar að hún hafi dáið eftir erfið veikindi. Up, eða Ariane Forster stofnaði The Slits árið 1976, þá fjórtán ára. Sveitin gaf út tvær plötur, Cut (1979) og Return Of The Giant Slits (1981). Sveitin hafði mikil áhrif á kvennarokkshreyfinguna; þær stöllur voru svo gott sem óspilandi þegar þær byrjuðu en það var vegið upp með ósvikinni ástríðu og djarfhug sem hefur endurómað um rokk- heima allar götur síðan. Sveitin var endur- vakin árið 2005 og gaf út nýja plötu í fyrra, Trapped Animal. Ari Up úr Slits er látin, 48 ára að aldri Ari Up var söngkona The Slits Mike Skinner, sem kallar sig The Streets. Langt er um liðið síðan Mike Skinner, eða The Streets, heillaði poppheima með glúrn- um götuljóðum og grípandi hipp-hoppi, nokk- urs konar nútíma Specials. Tvær fyrstu plöt- urnar, Original Pirate Material (2002) og A Grand Don’t Come for Free (2004) vöktu þannig mikla athygli en síðara efni hefur ver- ið ... tja ... síðra. Myndband frá Skinner er nú komið á veraldarvefinn þar sem hann lýs- ir því að hann sé að vinna að síðustu plöt- unni undir nafni Streets, en svo muni hann leggja því. Platan mun bera heitið Compu- ters and Blues og mun fylgja eftir plötunni Everything Is Borrowed sem kom út fyrir tveimur árum síðan. Nýtt efni frá The Streets A ntony Hegarty er Englendingur al- inn upp vestan hafs og lítur á sig sem Bandaríkjamann. Fjölskylda hans bjó í San Jose í Kaliforníu og þar stundaði hann listnám, söng í kór og dauðarokksveit og tók þátt í leiklistarstarfi. Í spjalli við Morgunblaðið fyrir nokkrum árum sagði hann það hafa verið lán sitt að vera í listaskóla því þar þótti engum það tiltökumál þegar hann kom út úr skápnum. Að því sögðu þá þótti honum lífið dauflegt þar til hann sá mynd af Boy George með Culture Club og fann þá fyrirmynd, einhvern sem klæddi sig eins og honum sýndist og kærði sig kollóttan um umtal annarra. Annað sem mótaði líf hans var þegar hann sá heimildarmynd um kabarettlíf í New York á níunda áratugnum, enda ákvað hann þá að fara í háskóla þar í borg og læra leikhúsfræði með áherslu á tilraunaleikhús. Antony flutti svo til New York 1990 og stofnaði fljótlega sviðslistahóp sem hann kall- aði Blacklips. Tónlist skipti jafnan miklu í uppákomum hópsins, en Antony kom líka einn fram sem söngvari í ýmsum klúbbum og þá með undirleikinn á snældum. 1996 fékk hann styrk til að setja upp leikverkið Fæðing Önnu Frank / Himnaför Marsha P. Johnson, en hún var transgender og barðist fyrir aukn- um réttindum samkynhneigðra. Antony and the Johnsons verður til Antony kallaði saman tónlistarmenn til að taka upp nokkur laganna sem nota átti í sýn- ingunni og hljómsveitin Antony and the Johnsons varð til í framhaldinu. Þessar upp- tökur voru síðan gefnar út 2000 hjá útgáfu David Tibet. Breiðskífan I Am a Bird Now kom svo 2005, en á henni leggja þeir Antony meðal annars lið Lou Reed, Boy George og Rufus Wainwright. Það ár hélt Antony einmitt tón- leika hér á landi, á Nasa í júlí, en hann hélt svo aðra tónleika hér í Fríkirkjunni sama ár. Á þessum fyrstu tveim skífum voru greini- leg og sterk leikhús- og kabarettáhrif, sem vonlegt verður að teljast, sérstaklega með fyrri skífuna, enda varð hún beinlínis til í tengslum við leikverk. Þriðja platan, The Cry- ing Light, sem kom út 2009, var allt annars eðlis, á henni stígur Antony út úr leikhúsinu og leiðir okkur inn í nýjan heim. Tónlistin var einfaldari, hljóðfærin færri, meira um strengi og minna um blásara, og röddin allsráðandi. Í textum var líka meira undir, fjallað um fram- tíðina, náttúruna og lífið. Fyrir stuttu kom svo út ný plata Antonys, Swanlights, sem er áþekk The Crying Light hvað varðar inntak og áherslur. Á skífunni er eitt lag sem minnir á soul-tilraunir I Am a Bird Now, en annars er tónlistin þeirrar gerð- ar að krefjast yfirlegu og þolinmæði, en skilar sér líka margfalt. Samstarfsfús Allt frá því hann hóf að koma fram hefur Ant- ony verið iðinn við að vinna með hinum og þessum, enda þykir flestum fengur að fá slíka rödd til að skreyta verk sín. Sagt er frá sam- starfi Antonys og Bjarkar hér til hliðar en ef aðeins er litið til tónlistar má nefna að hann hefur sungið með Lou Reed, sem launaði hon- um greiðann á I Am a Bird Now, Rufus Wain- wright, sem einnig söng á I Am a Bird Now, Matmos, Joan as Policewoman, Bryan Ferry, Nico Muhly, sem stýrði upptökum á hluta af Swanlights, Marc Almond, Linda Thompson, Marianne Faithfull og Herbert Grönemeyer. Ekki má svo gleyma því að hann söng í fimm lögum á breiðskífu Hercules and Love Affair, þar á meðal lagið Blind, sem varð gríð- arlega vinsælt víða um heim. Einnig söng hann ógleymanlega Leonard Cohen-lagið If It Be Your Will á tónleikum Hals Wilmers og upptaka af því var notuð í kvikmyndina Leonard Cohen: I’m Your Man sem hyllir ævi- starf Cohens. Framtíðin, náttúran og lífið Á nýrri plötu Antony and the Johnsons stígur Ant- ony Hegarty enn lengra frá kabarett- og leikhús- hefðinni sem mótaði hann. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Söngvarinn magnaði Antony Hegarty sem fer fyrir Antony and the Johnsons. Ljósmynd/Don Felix Cervantes Antony hefur verið iðinn við að vinna með öðrum listamönnum, sem sannast meðal annars á samstarfi hans við Björk Guð- mundsdóttur, en hann kemur við sögu í tveimur laganna á Volta, sem kom út 2007, og þau syngja svo saman eitt lag á Swanlights. Í byrjun mánaðarins tók Ant- ony að sér að stýra tónlistarsíðu breska dagblaðsins The Guardi- an á netinu. Meðal efnis er við- tal hans við Björk þar sem þau ræða um flest milli himins og jarðar en þó aðallega um um- hverfismál. Viðtalið er á vefsetri blaðsins. Sjá: http://goo.gl/4OqS. Antony og Björk á tónleikum. Ljósmynd/Yaffa Antony og Björk Tónlist Hvað ertu að hlusta á um þessar mund- ir? Mumford and Sons, Blonde Redhead, Arcade Fire, Rúnar Þórisson, Lifun og Ensími. Hvaða plata er sú besta sem nokkurn tíma hefur verið gerð að þínu mati? Closing Time með Tom Waits. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir og hvar keyptir þú hana? Ég var fjórtán ára, gekk inn í Skífuna og verslaði mér Boys for Pele með Tori Amos. Hvaða íslensku plötu þykir þér vænst um? Leyndarmál með Grafík, Krákuna með Eivöru, Slowblow, Fisherman’s woman með Emiliönu og Debut með Björk. Hvaða tónlistarmaður værir þú mest til í að vera? Goldfrapp, hún hefur frelsi til að gera allt sem hana langar til. Hvað syngur þú í sturtunni? „I’m singing in the rain, what a glorio- us feeling.....“ kl. 07.30 á morgnana. Glætan! Hvað fær að hljóma villt og galið á föstudagskvöldum? St. Vincent, Florence and the Machine, Fever Ray, Vampire Weekend eða Gold- frapp. Þá dansa ég tryllt og galið uppá borðum heima hjá mér! En hvað yljar þér svo á sunnudags- morgnum? Elly Vilhjálms, Tom Waits, Billie Ho- liday, Fleet Foxes, Yann Tiersen, Chet Ba- ker, Nick Drake eða Wilco. Í mínum eyrum Lára Rúnarsdóttir, tónlistarmaður Dansar tryllt og galið

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.