SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 23
24. október 2010 23
þessa vídeóleigu eftir föður sinn. Hann er
prentsmiður að mennt og vill í fyrstu bara
losna við búðina. Síðan vex hún utan á
honum.“
Siggi á sér gamlan draum. „Hann hefur
lengi langað að spreyta sig sem einka-
spæjari og notar þetta tækifæri til að láta
slag standa. Hann setur spurningamerki
við dauða föður síns og fer að rannsaka
málið. Það spyrst út og fyrr en varir er
hann komin með fjölmörg mál inn á borð
til sín. Sum þeirra teygja anga sína upp í
hæstu hæðir,“ segir Pétur og talar skyndi-
lega í véfréttarstíl.
Ýmsar hliðarsögur eru sagðar og fjöl-
margir karakterar láta ljós sitt skína. Þeirra
á meðal afgreiðslumaðurinn Anton, sem
Vignir Rafn leikur, og Sómastúlkan, leikin
af Ágústu Evu Erlendsdóttur, sem hefur
það hlutverk með höndum að bæta á
Sómasamlokurnar á vídeóleigunni.
Þjóðin tók ástfóstri við síðasta karakter
sem Pétur túlkaði í sjónvarpi, Ólaf Ragn-
ar í vaktaseríunni. Kemur Siggi líka til
með að eiga greiða leið að hjartarótum?
„Það er ómögulegt að segja,“ svarar
Pétur. „Ég hugsa þetta heldur ekki
þannig. Reyni bara að gera mitt besta og
nenni einhver að horfa er það bara plús.
En þetta eru gjörólíkar týpur. Siggi er
enginn frasagaur.“
Að sögn Péturs er líka grundvall-
armunur á þessum tveimur þáttum. „Í
vaktaseríunni kynntumst við ýktum
karakterum í hversdagslegum aðstæðum
en í Hlemmavídeói hittum við fyrir
hversdaglega karaktera í ýktum að-
stæðum.“
Pétur skrifaði Hlemmavídeó ásamt
Sigurjóni Kjartanssyni yfirhandritshöf-
undi og skrifarateyminu Ara Eldjárn,
Hugleiki Dagssyni og Maríu Reyndal og
segir samstarfið hafa gengið eins og í
sögu. „Þetta er frábært fólk.“
Leikstjóri seríunnar er Styrmir Sig-
urðsson og af öðrum leikurum má nefna
Örn Árnason, Sólveigu Arnarsdóttur og
Gunnar Hansson.
Spennandi verklag
Enda þótt fyrsti þátturinn sé að fara í
loftið er tökum hvergi nærri lokið. Pétur
kveðst ekki hafa kynnst þessu verklagi
áður en þykir það spennandi. Vignir
bætir við að hugsanlega komi þeir til
með að leika síðustu þættina með allt
öðrum hætti eftir að hafa séð þá fyrstu í
sjónvarpinu. Svo hlær hann stríðnislega.
Standandi inni í miðri vídeóleigu, þar
sem gömlu gildin eru í hávegum höfð, er
ekki hægt að láta hjá líða að spyrja þá fé-
laga hver uppáhaldsbíómyndin þeirra
sé.
„Jaaá,“ segir Pétur og dregur seiminn.
„Planes, Trains and Automobiles með
Steve Martin og John Candy. Ég hef alltaf
jafngaman af henni. Gæðamynd.“
Vignir er á öðrum nótum. „Klárlega
Braveheart eftir snillinginn Mel Gibson.
Allt sem hann snertir verður að gulli.“
„Jaaá,“ segir þá Pétur. „Það er líka
gæðamynd.“
Skyndilega finn ég að andað er niður
hálsmálið á mér. Það er aðstoðarleik-
stjórinn. „Jæja, þið verðið að segja þetta
gott núna. Þeir verða að fá að borða.“
Einmitt það. Síðast þegar ég var
stöðvaður svona í miðjum klíðum var ég
að tala við Lars Ulrich, trommuleikara
Metallica. Það er ekki leiðum að líkjast.
Pétur fylgir mér eigi að síður til dyra.
„Heyrðu, hvenær kemur þetta svo?“
laumar hann að mér.
Í Sunnudagsmogganum.
„Einmitt. Þú splæsir kannski eintaki
á kjellinn!“
Æringinn snýr sér undan en það
skiptir ekki máli – ég heyri brosið.“
Fjör í vinnunni. Illa er ég svikinn ef lesendur heyra ekki hreinlega hláturinn í Pétri Jóhanni.
Pétur Jóhann heldur á leifturljósinu eins og forseti vor forðum. Hvernig skyldi þessi vera? Fagmennskan drýpur af brún og brá.
Hlemmavídeó, efst á Laugaveginum, miðpunktur þáttanna.
’
Skyndilega átta
ég mig á mik-
ilvægi þessa
augnabliks. Þeir eru
örugglega ekki margir
Íslendingarnir sem gert
hafa Pétur Jóhann Sig-
fússon kjaftstopp. Enda
þótt það hafi verið al-
veg óvart.