SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 52

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 52
52 24. október 2010 Farundell - L.R. Fredericks bbmnn Farundell segir frá ungum manni, Paul Asher, sem er laskaður á sál og líkama eftir að hafa barist í fyrri heimsstyrjöldinni. Fyrir ýmsar sakir ræður hann sig til starfa sem ritari hjá öldruðum lankönnuði sem vinnur að æviminningum sínum. Sá býr á sveitasetrinu sem bókin hefur nafn sitt af. Vel er tekið á móti Asher sem áttar sig þó á því að ekki er allt sem sýnist – íbúar Farundell fara sálförum, framliðnir birtast óforvarandis í þessu lífi og saga staðarins nær aftur til árdaga mannlífs á Bret- landseyjum. Sagan er því sérkennileg blanda af þroskasögu ungs manns, hefðarseturssögu með ástarflækjum og glímu um mikinn arf og dul- rænni hugljómunarsögu. Þræðirnir í bókinni eru því margir og best að lesa hana með áhlaupi eða með minnisbók við höndina. Að því sögðu þá er bókin ágætlega skrifuð, þægileg aflestrar og sögupersónurnar flestar forvitnilegar. Hugsanlega mun dulrænn þáttur hennar fara illa í einhverja og eins er rétt að vara við því að ýmsu er ósvarað í lok bókarinnar, sem skýrist af því að hún er fyrsti hluti þríleiks. I Am Number Four - Pittacus Lore bbnnn Mikill hamagangur var í kringum unglingabókina I Am Number Fo- ur eftir Pittacus Lore (Jobie Hughes og James Frey) í vetur og vor, enda kvikmynd í smíðum eftir henni, og því spáð að hér væri komin bókaröð sem seljast myndi í bílförmum um allan heim. Ekki hefur salan verið eins lífleg og menn voru að vona, en líklegt að bíómyndin, sem Ste- ven Spielberg framleiðir, eigi eftir að hífa hana upp. Illþýði ræðst á plánetuna Lorian og eyðir öllum íbúum hennar, en það tekst að forða tíu ung- mennum, sem öll búa yfir leyndum hæfileikum, hvert með mismunandi krafta og hvert með til- tekið númer frá einum upp í tíu. Þau setjast að á jörðinni, en ekki líður á löngu þar til óþokkarnir, geimófreskjur, leita þau uppi og hefja að drepa þau hvert af öðru í réttri röð. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er búið að drepa þrjá, en söguhetjan er númer fjögur og næst í röðinni. Grunnhugmyndin er góð, en útfærslan síðri. Víst er mikil spenna í bókinni og hart barist en sögupersónurnar eru óspennandi. Alls verða bækurnar í röðinni sex, en það verður að kippa höfundum niður á jörðina ef menn eiga að nenna að lesa meira. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur 10. - 17. október 1. Stóra Disney mat- reiðslubókin - Ýmsir höf- undar / Edda 2. Íslenzkir þjóð- hættir - Jónas Jónasson / Opna 3. 10.10.10 - atvinnumanns- saga Loga Geirssonar - Henry Birgir Gunnarsson / Vaka-Helgafell 4. Mataræði - Handbók um hollustu - Michael Pollan / Salka 5. Blóðnætur - Åsa Larsson / JPV útgáfa 6. Borða, biðja, elska - Eliza- beth Gilbert / Salka 7. Morgunengill - Árni Þór- arinsson / JPV útgáfa 8. Arsenikturninn - Anne B. Ragde / Mál og menning 9. Barnið í ferðatöskunni - Lene Kaaberbøl / Mál og menning 10. Kvöldverðurinn - Herman Koch / JPV útgáfa Frá áramótum 1. Rannsókn- arskýrsla Al- þingis - Rann- sóknarnefnd Alþingis / Al- þingi 2. Borða, biðja, elska - Elizabeth Gilbert / Salka 3. Póstkortamorðin - Liza Marklund/James Patter- son / JPV útgáfa 4. Góða nótt yndið mitt - Do- rothy Koomson / JPV út- gáfa 5. Hafmeyjan - Camilla Läck- berg / Undirheimar 6. Loftkastalinn sem hrundi - Stieg Larsson / Bjartur 7. Makalaus - Þorbjörg Mar- inósdóttir / JPV útgáfa 8. Vitavörðurinn - Camilla Lac- berg / Undirheimar 9. Stóra Disney mat- reiðslubókin - Ýmsir höf- undar / Edda 10. Eyjafjallajökull - Ari Trausti Guðmundsson & Ragnar Th. Sigurðsson / Upp- heimar Listinn er byggður á upplýsingum frá Bókabúð Máls og menningar, Bókabúðinni Eskju, Bókabúðinni Hamraborg, Bókabúðinni Iðu, Bókabúðinni við höfnina Stykkishólmi, Bóksölu stúdenta, Bónus, Hagkaupum, Kaupási, N1, Office 1, Pennanum, Eymundsson og Samkaupum. Rannsóknasetur verslunarinnar annast söfnun upplýsinga fyrir hönd Félags íslenskra bókaútgefenda. Bóksölulisti Félags bókaútgefenda Lesbókbækur M isskipting auðs er helsti vandi Banda- ríkjanna og mun hafa alvarlegar af- leiðingar verði ekki gerðar grund- vallarbreytingar. Þetta er útgangspunktur Roberts Reich, prófessors við Berklee-háskóla og ráðherra at- vinnumála í stjórn Bills Clintons Bandaríkjaforseta, í bókinni Af- tershock. Í bókinni er því lýst hvernig auðmenn bandarísks samfélags hafi orðið ríkari og ríkari á und- anförnum áratugum á meðan aðrir hafi annað hvort staðið í stað eða dregist aftur úr. Goðsögnin um að Bandaríkin séu land tæki- færanna eigi sér ekki lengur stoð í veruleikanum. Hinir ríku hafi búið svo um hnútana að þeir og þeirra afkomendur haldi stöðu sinni og stöðugt verði erfiðara fyrir aðra að brjótast inn í heim þeirra. Bandarískir auðmenn hafi keypt sér aðgang að valdamestu stjórnmálamönnunum og tryggt börnum sínum bestu menntunina. Með þessari þróun hafi samfélagssáttmálinn í Bandaríkjunum verið rofinn. Reich bendir á að í aðdraganda kreppunar miklu fyrir 80 árum hafi misskipting auðs verið orðin gríðarleg í Bandaríkjunum og sama þróun hafi átt sér stað fyrir hrunið 2008. Fyrstu þrír áratugirnir eftir síðari heimsstyrj- öld voru eitt mesta velmegunarskeið í sögu Banda- ríkjanna. Þá hafi jaðarskattar á þá tekjuhæstu verið mjög háir. Á þeim tíma hafi framkvæmdastjórar verið með um 30 sinnum hærri laun en hinn dæmi- gerði verkamaður, en nú sé munurinn 300-faldur. Reich segir að stjórnvöld hafi samtímis sleppt beisl- inu af Wall Street og tryggt fjármálafyrirtækin gegn tapi: „Með því að gera það var fjármálafyrirtækj- unum – sem höfðu verið þjónar bandarísks iðnaðar – breytt í húsbónda hans, sem krafðist skamm- tímagróða frekar en langtímavaxtar og sópaði til sín stöðugt stærri hluta af hagnaði þjóðarinnar.“ Reich leiðir rök að því að ójöfnuðurinn í Bandaríkjunum grafi undan hagkerfinu. Þorri Bandaríkjamanna sé kominn í þá stöðu að geta ekki neytt vörunnar, sem hann framleiðir. Hinir ríkustu séu svo auðugir að þótt þeir gerðu ekki annað gætu þeir ekki eytt kaupinu sínu. Ef auðnum væri dreift með jafnari hætti myndi heildarneyslan aukast. Allir myndu hagnast og þegar upp yrði staðið myndu hinir auðugustu hagnast meira en nú. Mikil ólga hefur verið í bandarískum stjórn- málum undanfarna mánuði. Reiði kjósenda beinist að peningamönnum og stjórnmálamönnum. Al- menningur hefur á tilfinningunni að það sé vitlaust gefið. Fjármálafyrirtækin á Wall Street séu bein- tengd ráðamönnum í Washington. Þeim sé bjargað með háum fúlgum úr vösum skattborgaranna. Ári síðar græði þeir á tá og fingri sem aldrei fyrr og haldi áfram að heimta ofurlaun, en almenningur megi éta það sem úti frýs. Reich gagnrýnir ekki bara repúblikana, heldur einnig frammistöðu demókrata þegar hann var ráðherra í forsetatíð Clintons. Þá hafi Barack Obama verið of handgenginn fjármálaheiminum. Að sögn Reich standa Bandaríkin nú á tíma- mótum. Hingað til hafi bandarískur almenningur getað haldið uppi lífskjörum sínum með lántökum, meðal annars út á hækkandi húsnæðisverð. Nú horfi almenningur hins vegar fram á að þurfa að draga saman seglin til frambúðar og það geti valdið reiði, sem óvíst sé hvernig muni brjótast fram. Ólíkt við ýmsa aðra heimshluta hafi Bandaríkja- menn horft til auðmanna með jákvæðu viðhorfi – þeir endurspegluðu þá möguleika, sem allir Banda- ríkjamenn ættu í landi tækifæranna. En hvernig bregst bandarískur almenningur við ef hann kemst að þeirri niðurstöðu að dyrum tækifæranna hafi verið lokað á nefið á honum? Reich langar ekki til að komast að því og þess vegna leggur hann til að stjórnvöld grípi til róttækra aðgerða til að auka jöfnuð í bandarísku samfélagi og gæða það þeim krafti, sem ríkti á árunum etir síðari heimsstyrj- öld.. Starfsmenn í verksmiðju General Motors í Orion í Michigan mótmæla samkomulagi, sem myndi leiða til 40% launalækkunar, fyrir utan höfuðstöðvar stéttarfélags verkamanna í bílaiðnaði í Detroit. Þótt allt sé komið á fleygiferð á Wall Street aftur eftir hrunið eru engin merki um að bandarískt atvinnulíf ætli að taka við sér. Reuters. Samfélagssáttmáli í bráðri hættu Robert Reich sá um atvinnumál í stjórn Clintons og hvarf þaðan fullur vonbrigða. Í nýrri bók segir hann rót hrunsins liggja í misskiptingu auðs í bandarísku samfélagi og án að- gerða muni bandarískt efnahagslíf ekki ná sér á strik. Karl Blöndal kbl@mbl.is

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.