SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 6
6 24. október 2010
Gagnrýni Merkel Þýskalandskanslara kom á óvart
þótt margir hafi áður bent á að innflytjendur frá músl-
ímalöndum hafi ekki orðið hluti samfélagsins heldur
myndað sín eigin, hafi einangrast. Aðallega er um að
ræða Tyrki og Kúrda frá suður- og austurhéruðum
Tyrklands, bláfátæka smábændur og vægast sagt
ekki heimsvant fólk. Í rauninni væru þeir og fjöl-
skyldur þeirra ekki síður úti á þekju í milljónaborg-
inni nútímalegu, Ístanbúl, en Berlín eða Stuttgart.
Fjölskyldufaðirinn reynir eftir megni að sjá til þess
að börnin og eiginkonan kynnist ekki of vel þýsku
samfélagi og það gengur best ef sest er að í hverfi
þar sem nær allir eru af sama uppruna – og múslímar.
Gamla þorpið er í vissum skilningi flutt í heilu lagi til
Þýskalands og tortryggnin í garð vestrænna lífshátta
og kristinsdóms er öflug. Þótt karlarnir hætti sé út
úr virkinu til að afla sér tekna er það látið duga.
Þessi umsáturstilfinning er sennilega helsta
ástæðan fyrir því að illa hefur gengið víðast hvar í
landinu að laga „gastarbeiter“ (vinnugestir er tillaga
að þýðingu) að samfélaginu og innfædda að gest-
unum. En Merkel gætti þess vandlega að taka fram
að Þjóðverjar mættu ekki stugga við innflytjendum
með of miklum kröfum og óvild. Þeir yrðu að fá tíma
til að læra þýsku, þeir væru ekki óvelkomnir.
Margir spyrja hverjir ættu annars að hirða sorpið
og vinna í verksmiðjunum, sinna umönnun aldraðra
og sjúkra. Nú þegar yfirgefa fleiri útlendingar landið
en setjast þar að og fæðingatíðnin er ekki að hækka.
Þjóðverjar þurfa fleiri innflytjendur og sama á við um
Evrópuþjóðir sem ekki heldur vilja eignast börn. Og
enn síður taka að sér störf innflytjendanna.
Háðir „gestunum“ vegna lækkandi fæðingatíðni
Verkamenn í Þýskalandi úr röðum innflytjenda.
M
argir forðast að hætta sér út í að
ræða opinberlega jafn ofur-
viðkvæmt efni og innflytjenda-
mál, kynþáttaríg og átök milli
trúar- og menningarheima. Sé farið óvarlega
geta menn ýtt undir heiftaræði ofstækismanna
og jafnvel handahófskennd morð þeirra á
fólki sem sker sig úr fjöldanum. Hver vill bera
ábyrgð á því að froðufellandi nýfasistar kveiki
í húsi múslíma, eins og gerst hefur í Þýska-
landi, og myrði þannig blásaklaust fólk?
En öfgamenn geta ekki múlbundið sam-
félagið, öll mál þurfa umræður. Heitið á
stefnunni, sem í Þýskalandi er kölluð multi-
kulti, í enskumælandi löndum multicultural-
ism, veldur misskilningi. Í vestrænum ríkjum
er auðvitað fjölbreytileg menning og lang-
flestir una glaðir og sáttir við að geta borðað
lostætan, framandi mat og heyrt undarlega og
seiðandi tónlist á heimaslóðum sínum, auðgað
andann með því að kynnast framandi fólki.
En eigum við að sætta okkur við að Sómalar
í okkar samfélagi fái leyfi til að limlesta
stúlkubörnin sín vegna þess að það sé nú einu
sinni siðvenja þeirra, sætta okkur við að bresk
ungmenni af pakistönskum ættum séu þving-
uð til að sækja sér kvonfang frá gamla heima-
landinu? Fyrir fáeinum árum komst þýskur
dómari að þeirri niðurstöðu að karlmaður af
marokkóskum ættum mætti berja konuna
sína, því hefði hann vanist á heimaslóðum.
Deilt er um það hvort svo mikil áhersla hafi
verið lögð á réttindi innflytjenda að keyrt hafi
verið yfir þá sem fyrir voru og allt í nafni
mannréttinda. Málið snýst um fjölda innflytj-
enda og hömlur, umfang og hraða breyting-
anna. Allir geta lagað sig að nýjum aðstæðum
en fyrir þá sem búa í einsleitu samfélagi með
ríka söguvitund tekur lengri tíma en ella að
venja sig við nýtt fólk. Og um leið er sein-
legra fyrir aðkomumennina að verða hluti
samfélagsins, jafnvel þótt þeir leggi hart að
sér.
Reynt að hindra kynslóðarof
Upprunalega var það inntak fjölmenning-
arstefnunnar að ekki væri réttlátt að þvinga
aðkomufólkið til að afsala sér eigin tungu og
menningu, það ætti að fá að halda í það sem
mestu skipti. Samfélagið ætti að vera fjöl-
breytt eins og mósaíkmynd. Foreldrar yrðu að
geta talað áfram við börnin á eigin tungu,
annars yrði allt of harkalegt kynslóðarof. Og
þeir sem fyrir væru ættu að leggja hart að sér
við að laga sig að breyttum aðstæðum, læra að
meta nauðsynlega viðbót í mannslífsflóruna.
Röksemdin sem helst hefur fengið hljóm-
grunn þegar deilt er á fjölmenningarstefnuna
er að innflytjendur hafi einfaldlega ekki reynt
að aðlaga sig. Þeir séu og vilji vera utangarðs-
menn. Á móti segja margir að allt of lítið hafi
verið gert til að aðstoða nýju borgarana til að
bjarga sér við aðstæður sem þeir þekki ekki.
Ritstjóri breska vinstritímaritsins Prospect
olli miklum deilum fyrir sex árum þegar hann
taldi velferðarkerfinu hættu búna í framtíð-
inni vegna innflytjendastraumsins. Hann
sagði hugmyndina á bak við skatta til sameig-
inlegra þarfa byggjast á því að þorri lands-
manna ætti auðvelt með að samsama sig öðr-
um íbúum. Það yrði torveldara þegar
fjölmenningarstefnan væri búin gera ólíkum
hópum kleift að mynda eyjar þar sem inn-
flytjendur héldu fast við sitt, vildu bara alls
ekki verða Bretar.
Annar áhrifamaður í Verkamannaflokknum,
Trevor Phillips, sem er blökkumaður, hefur
líka amast við stefnunni og varað við því að
hagsmunir innfæddra Breta séu hunsaðir til
að bæta kjör innflytjenda, t.d. með því að út-
vega nýja fólkinu félagslegt húsnæði á undan
öðrum. Þannig stefna geti aðeins orðið til að
efla öfgaflokka og rasista. Hann segir brýnt að
leggja áherslu á sameiginlega þætti eins og
breska sögu og siði, efla þjóðarvitund bæði
„nýrra“ og „gamalla“ Breta. Og hann varaði
við því í ræðu fyrir tveim árum að samfélagið
væri að klofna í aðskilda hluta.
„Við höfum séð upphafið að eins konar
köldu stríði í sumum hlutum landsins þar
sem mjög aðskilin samfélög lifa hlið við
hlið … og samskiptin eru léleg milli kynþátta
og trúarhópa,“ sagði Trevor Phillips.
Mósaík-
myndin er
ótraust
Fjölmenningar-
stefnan er sögð
kljúfa samfélög
Götumyndir frá London nútímans sýna vel að íbúarnir eiga sér rætur víðs vegar um heiminn.
Vikuspegill
Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Innflytjendur ættu að
læra að tala þýsku,“
sagði Angela Merkel
Þýskalandskanslari í
ræðu sinni 17. októ-
ber. „Við blekktum
okkur sjálf um hríð,
sögðum: „Þeir verða
ekki hér áfram, ein-
hvern tíma munu þeir
fara“ en þannig er
veruleikinn ekki. Og
stefnan, að byggja
upp fjölmenningar-
samfélag og lifa
ánægð saman … -
hefur gersamlega
mistekist.“
Umdeild
ræða
- nýr auglýsingamiðill
569-1100
finnur@mbl.is
–– Meira fyrir lesendur
- nýr auglýsingamiðill