SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 54

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 54
54 24. október 2010 M yndlist sem vekur áleitn- ar, þjóðfélagslegar spurn- ingar hefur verið áberandi í helstu sýningarsölum landsins á undanförnum vikum. Lista- safn Íslands, ríkislistasafnið, er þar ekki undanskilið og teflir nú fram sýningu á ljósmyndum sem teknar voru á Kárahnjúkasvæðinu frá því að umdeildar framkvæmdir hófust þar árið 2003. Um er að ræða myndröðina „Aðflutt landslag“ eftir Pétur Thom- sen sem vakið hefur töluverða athygli, enda myndefnið stórbrotið í ýmsum skilningi; það er ekki aðeins hálend- islandslagið sem er mikilfenglegt, heldur lýsa myndirnar flókinni og umfangsmikilli stórframkvæmd sem veldur gríðarlegri umbreytingu og raunar eyðileggingu á náttúrunni – eyðileggingu sem býr yfir sérstæðri fegurð í myndrænni túlkun Péturs. Sýningin er í sal 1. Fegurðin sem birtist í myndunum er áleitin. Sjónarhorn myndasmiðsins er vel ígrundað og útfært. Hann nýtir sér eiginleika blaðfilmuvélar til nær- myndatöku (sjónbaugurinn sést aðeins í nokkrum myndanna) sem skráir myndatriðin nákvæmlega, yfirleitt í jafnri og skýrri birtu, og slík filma leyfir talsverða stækkun. Myndirnar eru því stórar og sá efnislegi veruleiki sem þær sýna nánast hellist yfir áhorfandann sem stendur upp við þær; umbreyting náttúrulegra forma þar sem framkvæmdir mynda rof í gróðurþekjunni, skilja eftir sig ör í fjallshlíðum og skera landið þvers og kruss. Pétur hefur næmt auga fyrir hinu myndræna og hver mynd er magnaður, fagurfræðilegur heimur sem birtir formrænt samspil og um- merki mannanna eins og grafíska „teikningu“ sem teflt er saman við línur landslagsins og mynstur í snjó- þekju. Myndirnar eru jafnframt ein- stæður vitnisburður um atburðarásina við gerð Kárahnjúkastíflu í Jökulsá á Dal. Sjónarspilið sem blasir við sýning- argestum er í senn heillandi og hrika- legt. Myndirnar kunna að vekja lotn- ingu fyrir tæknikunnáttu og fífldirfsku mannsins sem býður náttúruöflunum birginn. Slík aðdáun hlýtur þó að blandast óhug þegar eyðileggingin er jafnskýr og ógnvænleg og raun ber vitni í íslenskum óbyggðum, og þegar litið er í stærra samhengi til uppnáms vistkerfa og lífríkis jarðar af manna- völdum. Hið súblíma, ægifegurðin, öðlast hér öfugsnúna merkingu; það eru verk mannsins sjálfs sem skapa þá tilfinningu að vegið sé salt á brún hengiflugs. Reynslunni af sýningunni „Aðflutt fjöll“ má lýsa sem fag- urfræðilegri ögrun sem knýr áhorf- andann til að horfast í augu við um- breytingu náttúrunnar af mannavöldum og taka til hennar ábyrga, siðferðilega afstöðu. Í kynningartexta sýningarinnar á heimasíðu Listasafnsins koma fyrir orðin „ræðst gegn“, „brýtur […] mis- kunnarlaust“ og „svöðusár“ og má því segja að safnið komi náttúrunni til varnar og leggi sitt af mörkum í því stóra álitamáli sem nú brennur á þjóð- inni og varðar sjálfsvitund hennar og lífsundirstöðu. Dramatískt aðflug linsunnar Myndlist Aðflutt landslag – Pétur Thomsen bbbbm Í Listasafni Íslands til 7. nóvember 2010. Op- ið alla daga nema mánudaga kl. 11-17. Að- gangur kr. 500 á sérsýningar í sölum 1 og 2, ókeypis miðvikudaga. Anna Jóa Myndir Péturs eru einstæður vitnisburður um atburðarásina við gerð Kárahnjúkastíflu. Ljósmynd/Pétur Thomsen Lesbók K emur fortíðin lesendum bóka við? Sænska skáldið Kjell Esp- mark velti því fyrir sér, í sam- tali við Pétur Blöndal í Morg- unblaðinu í vikunni. „Svo er það spurning, sem gjarnan er borin upp af Dagens Nyheter um bækur úr fortíðinni: Hvað kemur þetta okkur við? Við erum bara hérna og núna,“ sagði Esp- mark. Hann bætti við: „Ég kalla þetta tíma-bundna sveitamennsku. Af því ég held að blaðið hafi mistúlkað skoðanir margra lesenda sinna, sem vilja einmitt ekki bara lesa um það sem er akkúrat núna, heldur einnig heyra um aðra heimshluta og önnur tíma- bil...“ Vitaskuld vilja lesendur heyra um aðra heims- hluta, um önnur lönd, um aðra tíma, fræðast og upplifa – svo lengi sem verkin eru góð og tala til þeirra. Góð skáldverk verða sígild vegna þess að þau miðla sögum, til- finningum og einhverjum sannleik, sann- leik sem getur verið óljós en seytlar inn í undirvitund lesandans; góðar bókmenntir þurfa ekki bara að fjalla um heiminn sem við hrærumst í, margfróðir höfundar geta hrifið okkur í aðra heima, aftur í tímann eða fram. Cervantes skrifaði Don Kíkóta fyrir 400 árum en sagan lifnar ennþá við lestur, þótt hún gerist fyrir þetta löngu síðan, rétt eins og að Nafn mitt er Rauður, tíu ára gömul skáldsaga Nóbelsverðlaunahafans Orhans Pamuks, lifnar í huga sama lesanda, þótt hún eigi að gerast á sama tíma og saga Cervantesar. Góður skáldskapur er tíma- vél – og góður skáldskapur kennir lesand- anum margt. Ég var ekki gamall þegar ég sannfærðist um að lestur góðra skáldverka kenndi mér fleira um heiminn og það sem finna má í honum en nokkuð annað. Slík- ur er máttur skáldskaparins að hann gefur lesandanum meira en kennslubækur og fræðibækur, meira en hverskyns hand- bækur og staðreyndaþulur. Skáldsagna- höfundurinn getur nefnilega fléttað allt þetta saman; hann fræðir, hann kennir – en hann líka skemmtir og hrærir í tauga- kerfinu þegar honum tekst vel upp. Þessi eiginleiki er eitthvað það merkilegasta við góðan skáldskap, gamlan sem nýjan. Í raun má færa fyrir því rök að í skáldverk megi sækja alla fræðslu og andlega nær- ingu sem maðurinn þarf á að halda. Sem er eitthvað annað en þessar grunnu sjón- varpsþáttaraðir, sú ávanabindandi og oft- ast ómerkilega afþreying sem þjóðin situr yfir öll kvöld í stað þess að lesa – og fræð- ast. En það er víst annað mál... Skáld- sagan er tímavél Orðanna hljóðan Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is ’ Í raun má færa fyrir því rök að í skáldverk megi sækja alla fræðslu og andlega nær- ingu sem mað- urinn þarf á að halda. Ég er alltaf með nokkrar bækur í gangi í einu – kannski óvenjumargar núna – og kemur þar tvennt til; einlægur áhugi á mörgum hlutum og árstíðabundið ein- beitingarleysi. Nú eru allar Bjartsbækur farnar í prent, fyrstu jólabækurnar komnar, sumar löngu komnar og búnar að vinna verðlaun, en þetta verður alveg glimrandi haust! En það er unaðslegt að gleyma sér yfir smásagnasafni eftir kan- adísku skáldkonuna Alice Munro; ég hafði ekki lesið neitt eftir hana áður en féll einfaldlega fyrir titlinum og kippti henni með mér úr bókabúð um daginn: Too Much Happiness heitir bókin, frá- bær titill. Þetta eru flottar sögur, heilla mig reyndar mismikið einsog gengur, en þær bestu eru algert dúndur, þannig að eftir stutta sögu finnst mér ég hafa lesið mikinn doðrant eða þekkt persónurnar alla tíð. Þá er ég að lesa ævisögu Guðrúnar Ög- mundsdóttur, sem Halla vinkona mín Gunnarsdóttir skrifaði; ég, sem þykist ekki kunna að lesa ævisögur og geri það helst ekki, hef gaman af þessari. Bókin er bæði blátt áfram og skemmtileg, það er náttúrlega flott blanda. Ég er líka að renna aftur í gegnum hina dásamlegu ljúflingssögu Bókmennta- og kartöflubökufélagið; hún kom út síðasta haust og í kilju í sumar, var svolítið lengi í gang en er að slá í gegn, enda er þetta reglulega sæt og hreinlega hjartastyrkj- andi bók, og nú á að lesa hana í nýstofn- uðum leshring sem ég er meðlimur í. Ég hlakka til að lesa ljóðabók Gerðar Kristnýjar, er búin að fletta henni en ekki byrjuð að lesa. Og svo sá ég glænýja bók um Birgi Andrésson í Eymundsson Austurstræti í gær, mikið hrikalega leist mér vel á hana. Lesarinn Guðrún Vilmundardóttir útgáfustjóri Einlægur áhugi og árstíða- bundið einbeitingarleysi Kanadíska skáldkonan Alice Munro, höf- undur Too Much Happiness.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.