SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 50

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 50
50 24. október 2010 Á kápu nýrrar bókar Þrastar Helgasonar er mannlýsing sem hefst á orðunum: Hann færi ekki framhjá neinum sem mætti honum á götu. Þarna er lýst manni sem lagði höfuðið aftur þegar hann ávarpaði fólk, þannig að dökkt og mikið hárið tók frá andlitinu. Röddin var glettnisleg og hann hallaði jafnan undir flatt þegar hann stóð á snakki. Þessi lýsing er eftir Þröst og að formi byggð á mannlýsingum sem Birgir Andrésson setti í mörg myndverk. Bókin fjallar um myndlistarmanninn sem lést árið 2007, 52 ára gamall, og nefnist hún Birgir Andrésson. Í íslenskum litum. Í bókinni hallar Birgir oft undir flatt, þar sem hann segir sögur sínar, eins og af uppvextinum með blindum foreldrum og hvernig hann tók vitlausan strætó og lenti í inntökuprófi í Myndlista- og handíðaskólanum. Þröstur lætur rödd Birgis hljóma, rödd eins merkasta myndlistarmanns þjóðarinnar á síðustu áratugum, en hann fjallar líka um list hans og greinir hana út frá sín- um forsendum. „Ég hafði fylgst með Birgi í nokkurn tíma áður en ég kynntist honum, hafði heyrt af honum margar sögur,“ segir Þröstur, sem var um árabil ritstjórnarfulltrúi Les- bókar Morgunblaðsins en vinnur nú að doktorsritgerð í almennum bókmenntafræðum. Þeir Birgir kynntust síðan þegar þeir voru orðnir nágrannar við Vesturgötu. „Ég fór að heimsækja hann á heimilið og vinnustof- una á Vesturgötu 14 og áttaði mig fljótt á því að hann var einstakur maður, gæddur ótrúlegum hæfileikum. Ekki bara sem myndlistarmaður heldur sem talandi skáld. Það var ekkert skemmtilegra en að heimsækja Bigga og hlusta á sögur.“ Hugsar bókina sem menningargreiningu Þegar Þröstur ákvað að skrifa bók um Birgi, greindi hann listamanninum frá því á opnun yfirlitssýningar hans í Safni við Laugaveg árið 2004. „„Hva, ætlarðu að skrifa bók um Bigga Andrésar!“ sagði hann og var með þessi dæmigerðu ólíkindalæti,“ segir Þröstur. „Síðan leið og beið og ég velti því oft fyrir mér hvernig ég ætti að skrifa þessa bók. Það var svo sumarið 2006 sem kviknaði á perunni. Ég var að fara að tala á ráðstefnu í Swansea í Wales sem var helguð franska heimspekingnum Jean Baudrillard og þá rann upp fyrir mér ljós, hvernig Birgir væri alltaf að fjalla um það hvernig Ísland væri að hverfa. Hann var ekki að skrásetja íslenska menningu í þessum hefðbundna skilningi heldur að skrásetja hvarf íslenskrar menning- ar. Það sem hann dró fram í verkum sínum eru hlutir og fyrirbæri sem eru að hverfa eða þegar horfin. Ég skrifaði því fyrirlestur um Birgi og kallaði The Disappearance of Iceland. Hélt hann fyrir 60 manns í háskólanum í Swansea og fólkið var steinhissa á þessum kenningum mínum um að Ísland væri að hverfa, en sumir voru þó með á nótunum því það var jú grund- vallarkenning hjá Baudrillard að veruleikinn væri að hverfa í táknaflaumi samtímans. Svo var einn Íslend- ingur í salnum og hann skildi alveg hvað ég var að fara. Innst inni vitum við Íslendingar nefnilega að eitthvað er farið. Við höfum misst tengslin við ein- hvern mikilvægan hluta íslenskrar menn- ingar. Ég tel að Birgir sé í verkum sínum að segja okkur þessa sögu; þegar lýðveldið var stofnað fórum við að flytja inn erlend- ar hugmyndir um þjóðríki og þýða þær. Á aðeins 60 árum höfum við búið til nú- tímalegt evrópskt þjóðríki en í ferlinu glatað mörgu í okkar eigin menningu. Að vissu leyti höfum við misst tengslin við upprunann. Birgir bendir á þetta í mörg- um verkum sínum. Hann er svo fundvís á hluti sem við erum hætt að gefa gaum, hluti úr íslenskum reynsluheimi og ís- lenskum þekkingarbrunni sem eru að hverfa eða hafa glatast. Þetta held ég að séu stóru skila- boðin í myndlist Birgis.“ Þröstur ræddi oft við Birgi og skráði samtöl þeirra, en það hlýtur að hafa verið áfall þegar listamaðurinn lést, 25. október árið 2007. „Vissulega var það áfall. En ég hætti ekki við bókina. Hann dó frá verkefninu; ég tók síðasta viðtalið tveimur eða þremur vikum áður og hann kvaddi mig með orð- unum: Og svo höldum við áfram. Sem aldrei varð. Ég ætlaði að spyrja hann að ýmsu en var kominn með efni í bókina og reyndar búinn að skrifa meginhluta hennar. Hluti af efninu er reyndar ekki byggður á formlegum viðtölum heldur sögum sem ég hef oft heyrt Birgi segja, frásagnir og stök orð, hitt og þetta.“ Þröstur fléttar saman sögur Birgis, samtöl þeirra og síðan fræðilega og persónlega greiningu sína á list hans. „Þetta þurftu að vera tvær raddir, okkar Bigga. Stundum tala þær bein- línis saman en stundum færist sam- ræðan á hugmyndalegt svið. Ég hugsaði þetta aldrei sem hefðbundna samtalsbók enda finnst mér það bók- menntaform orðið útjaskað. Ég vildi koma með minn kenningagrunn inn í þessa samræðu. Ég hugsa bókina sem menningargreiningu. Ég nálgast list Birgis út frá mínu sjónarhorni sem er bókmenntalegt, táknfræðilegt eða menningarfræðilegt. Það var aldrei vandamál í mínum huga að ég væri ekki listfræðingur, enda eru skilin ekki svo skýr á milli greina á borð við listfræði og bókmenntafræði. Svo á eftir að koma í ljós hvernig listfræðingarnir fíla þetta; hvort ég er í einhverri samræðu við íslenska Bókmenntir Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Hann var ein- stakur maður“ Þröstur Helgason hefur skrifað bók um Birgi Andrésson myndlist- armann, sem lést árið 2007, 52 ára gamall. Í bókinni ræða þeir saman, Birgir segir sögur, sagðar eru af honum sögur og Þröstur greinir list hans með sínum hætti. Hann segir að Birgir hafi alltaf verið að fjalla um það hvernig Ísland væri að hverfa. Upp, upp, mín sál. Verk eftir Birgi Andrésson, handprjónað úr lopa. ’ Hann er svo fundvís á hluti sem við erum hætt að gefa gaum, hluti úr íslenskum reynsluheimi og ís- lenskum þekking- arbrunni sem eru að hverfa eða hafa glat- ast. Lesbókviðtal

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.