SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 16
16 24. október 2010
mennsku,“ segir Guðný en bætir því við
að þrátt fyrir styrkinn hafi oft verið tví-
sýnt hvort hún gæti lokið náminu.
„Námslánasjóður taldi mig hafa fengið
svo háan styrk að þeir neituðu mér um
námslán. Þeir skildu ekki að hann dugði
samt bara fyrir skólagjöldunum. En fyrstu
önnina útvegaði skólinn mér húsnæði og
pabbi fór til menntamálaráðherra, Gylfa
Þ. Gíslasonar, sem fann einhvern sjóð fyr-
ir mig. Síðan fór Tónlistarfélagið á stúfana
og borgaði mér fyrirfram fyrir tónleika
sem ég myndi halda þegar ég kæmi heim
úr námi, það bjargaði næstu önn. Og
svona gekk þetta.“
Guðný lauk BA-prófi frá Eastman og fór
að því loknu sem skiptinemi í diplóma-
nám í London einn vetur. Þegar hún sneri
aftur til Bandaríkjanna tók hún síðan inn-
tökupróf í einn virtasta listaháskóla
heims, Juilliard í New York, þaðan sem
hún lauk meistaranámi. Þar var kenn-
arinn hennar Dorothy DeLay, sem hefur
kennt mörgum af virtustu fiðluleikurum
20. aldarinnar, til dæmis Itzhak Perlman
og Söru Chang. Það voru mikil viðbrigði
að vera komin í þá gífurlegu samkeppni
sem ríkti og ríkir enn í þessum skóla.
„Það var miklu mýkri lending fyrir mig
að fara fyrst í Eastman heldur en ef ég
hefði farið beint í Juilliard,“ segir Guðný
og bætir því við að hún hafi engu að síður
eignast góða vini í skólanum. „En í East-
man vorum við „venjulegri“, við vorum
ekki litlir snillingar að fara að spila einleik
með New York Philharmonic.“
Lengi beðið eftir húsnæði
Að meistaranáminu loknu var kominn
tími til að huga að vinnu. Áður en hún hóf
nám við Juilliard hafði Guðný verið beðin
um að koma heim og gerast 2. konsert-
meistari Sinfóníunnar en á þeim tíma
fannst henni ekki koma til greina að fara
aftur til Íslands. Hún sótti um starf við
Vanderbilt University í Nashville, Tenne-
see og 1. konsertmeistarastarfið heima,
þar sem Björn Ólafsson, gamli kennarinn
hennar, hafði sagt því lausu. Henni buðust
bæði störfin en það varð á endanum ofan á
að taka starfinu hjá Sinfóníuhljómsveit-
inni.
„Tíminn líður alveg ofboðslega hratt.
Ég sá það á Facebook um daginn að einn
nýliðinn í Sinfóníunni var að velta því fyr-
ir sér hvað væri nú best að gera í sambandi
við séreignarsparnaðinn og þá svaraði
einhver annar að hann hefði nú 40 ár til að
hafa áhyggjur af því. En ég er búin að vera
í þessu starfi í 36 ár og viðloðandi Sinfón-
íuna í næstum 50 ár og mér finnst þessi ár
hafa liðið alveg ótrúlega hratt.“
Guðný segir að eftir viðburðaríkan feril
með hljómsveitinnni sé þetta orðið gott en
hún hyggst nú einbeita sér að eigin hugð-
arefnum auk þess sem hún mun áfram
spila með Tríói Reykjavíkur, sem auk
hennar er skipað manninum hennar
Gunnari Kvaran og Peter Máté píanóleik-
ara, og hún mun einnig halda áfram
kennslustörfum við Listaháskólann og
annars staðar. Hún segir breytingar vera
framundan hjá Sinfóníunni en auk þess
fari nú viss kynslóð að kveðja hljómsveit-
ina sem flytur eins og kunnugt er í nýja
tónlistarhúsið, Hörpu, á næstu misserum.
„Maður hefur beðið lengi eftir þessu
húsnæði en það hefur því miður ekki
klárast á mínum starfsferli. Um 1980 voru
komnar teikningar að húsi í Laugar-
dalnum en stjórnvöld voru ekki tilbúin að
leggja peninga í þetta og ótal mannvirki
voru reist á meðan við vorum látin sitja á
hakanum. Það verður gaman að koma
sem áheyrandi og hugsanlega á ég eftir að
spila með hljómsveitinni sem gestur en
mig langar núna að beina kröftunum í
annan farveg og hafa meiri tíma fyrir sjálfa
mig.“
Síðustu tónleikar Guðnýjar sem kon-
sertmeistara verða næstkomandi fimmtu-
dag en þá mun hljómsveitin flytja verkið
Sheherazade eftir Rimskíj-Korsakov. Í til-
efni af kveðjutónleikunum kemur einnig
út geisladiskur með upptökum frá ár-
unum 1992-2001 þar sem Guðný leikur
fjóra einleikskonserta með sveitinni. Hún
segir að Sinfónían hafi skapað sér nafn al-
þjóðlega sem góð upptökuhljómsveit og
eftir henni sé sóst af erlendum plötufyrir-
tækjum. „Upptökur með hljómsveitinni
hafa fengið frábæra dóma og margoft
fengið titilinn plata vikunnar eða mán-
aðarins í erlendum tónlistartímaritum. Að
auki höfum verið tilnefnd til Grammy-
verðlauna og eigum örugglega eftir að
vinna til þeirra seinna. Við megum vel við
una með þessa hljómsveit okkar.
Þetta er eina sinfóníuhljómsveitin á Ís-
landi þar sem fólk er í fullu starfi. Hugs-
anlega gerir það andrúmsloftið mun betra
en í stærri borgum þar sem margar hljóm-
sveitir starfa og hljóðfæraleikararnir
skipta oft um vinnustaði. Við erum sum
hver búin að starfa mjög lengi saman, er-
um búin að þekkjast frá barnæsku og þyk-
ir vænt hverju um annað. Ég myndi segja
að það sé mikil hlýja innan hljómsveit-
arinnar almennt. Við erum að mestu laus
við leiðindapúka, öfund og tortryggni og
erum yfirleitt jákvæð og góð hvert við
annað. Ég held að það sé fremur óvenju-
legt. Það leggja allir sig gríðarlega mikið
fram á tónleikum og það skapar sérstakt
andrúmsloft þegar allir leggjast á eitt.
Frá stofnun Sinfóníunnar hafa alltaf
verið framúrskarandi einstaklingar innan
hennar en mjög mikil bylting hefur orðið í
þeim kröfum sem gerðar eru til ein-
staklinga til þess að komast inn, þannig að
þegar á heildina er litið er hljómsveitin allt
önnur í dag en fyrir 36 árum. Hún er al-
þjóðleg hljómsveit í dag en vakti þó
óhemju athygli í Vín fyrir 30 árum. Og
fyrir 14 árum í Carnegie unnum við stóran
sigur. En við verðum þó alltaf að hugsa
upp á við og verða betri.“
Hápunktur að fá
Ashkenazy aftur
Guðný segist ekki geta svarað því hvort
hún muni sakna hljómsveitarinnar, enda
sé þetta að mörgu leyti alls ekki kveðju-
stund. Hún viðurkennir að óneitanlega
fylgi því ákveðin frelsistilfinning að vera
orðin laus og liðug eftir áratuga langt
samband.
„Eins og einhver sagði við mig þá er líf
eftir Sinfóníuna. Ég er búin að lofa þeim að
mæta á barinn eftir tónleika en það er
reyndar áhyggjuefni hvort við fáum að
hafa bar í nýja húsinu,“ hlær hún við og
það er augljóst að þegar hún talar um Sin-
fóníuna verður það áfram við. Það er
óhjákvæmilegt að inna hana eftir há-
punktunum á ferlinum með hljómsveit-
inni.
„Mér datt nú í hug að þú myndir spyrja
mig að þessu,“ segir hún hugsi og klárar
úr kaffibollanum. „Ef ég á að svara bara
fyrir sjálfa mig þá var það hápunktur að
læra fiðlukonsertinn eftir Edward Elgar
árið 1992 og fá algjöran sérfræðing í þess-
um konsert, James Loughhran hljóm-
sveitarstjóra, til Íslands til þess að vinna
með. Það er ein af bestu minningunum
sem ég á sem einleikari með hljómsveit-
inni, þótt þær séu margar.
En ég myndi segja að sem konsert-
meistari þá var það hápunktur að fá
Ashkenazy aftur sem gestastjórnanda eftir
áratuga hlé. Síðan má ekki gleyma utan-
landsferðunum, sem fjölgaði með ár-
unum, en Musikverein í Vín árið 1980 og
Carnegie Hall árið 1996 er eitthvað sem ég
á eftir að sjá „toppað“.
Það hafa margir færir stjórnendur
stjórnað sveitinni en það er alltaf sérstök
stemning með Ashkenazy. Og ég hlakka
mikið til að spila með honum næst,“ bætir
hún við og verður á svipinn eins og hún sé
í þann mund að ljóstra upp leyndarmáli.
„Ég verð gestur Sinfóníunnar þegar tón-
listarhúsið verður opnað, undir hans
stjórn. Þannig að ég er ekki alveg búin að
loka dyrunum þó að ég sé búin að segja
þessu starfi lausu. Ég er laus til ýmissa
verka.“
Kvenkyns nemendur sumarskólans í Michigan sem
Guðný sótti 18 ára gömul.
Sinfónían spilaði með sænsku
sópransöngkonunni Birgit
Nilssen á Listahátíð 1978.
’
Við erum
sum hver bú-
in að starfa
mjög lengi saman,
erum búin að
þekkjast frá barn-
æsku og þykir vænt
hverju um annað
Guðný og Gunnar með dótturinni
Karól á útskriftardaginn.