SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 15
24. október 2010 15
Kópavogsskóla árið 1954, löngu áður en
Kópavogskirkja var byggð. Frá níu til tólf
ára aldurs lék hún á aðventukvöldum í
Dómkirkjunni með Páli Ísólfssyni dóm-
organista, sem þótti nokkuð óvenjulegt.
„Það voru ekki margir mér vitanlega að
læra á fiðlu á þessum tíma. Fólkið sem var
samferða mér í Tónlistarskólanum í fiðlu-
náminu fyrstu árin var flest fimm til átta
árum eldra en ég en margir þeirra urðu
samstarfsmenn mínir í Sinfóníunni
seinna. Á þessum tíma fór fólk yfirleitt
ekki í tónlistarnám nema af vissri alvöru
þar sem þetta átti að verða framtíðarstarf.
En þetta breyttist auðvitað þegar tónlist-
arnám varð almennara og fór að flokkast
undir tómstundir,“ segir Guðný en það
var um það leyti sem hún byrjaði að læra
hjá Birni að hún ákvað af alvöru að leggja
fiðluleikinn fyrir sig.
„Það var margt sem mér fannst
skemmtilegt að læra og alveg sérstaklega
fannst mér gaman í teikningu en þegar
teiknikennarinn minn sagði að ég ætti nú
að hætta þessu fiðlurugli og einbeita mér
að myndlist, þá hafði það öfug áhrif og ég
gerði mér grein fyrir því að ég þyrfti að
einbeita mér að einu meira en öðru og
missti þá dálítið áhugann á teikningunni.
En ég hef mjög gaman af öllum listum;
bókmenntum, leiklist og myndlist.“
Sjálfsagt að fylla húsrýmið
Guðný stundaði nám við Tónlistarskólann
í Reykjavík í ellefu ár, allan tímann undir
handleiðslu Björns og lauk þaðan einleik-
araprófi nítján ára gömul. Á þeim tíma
stóð ekki til boða að leika einleik með Sin-
fóníuhljómsveit Íslands á útskriftartón-
leikum. Hún lék einleik, fiðlukonsert
Beethovens, með hljómsveit Tónlistar-
skólans sem var styrkt með mörgum góð-
um spilurum úr Sinfóníunni.
„Meðal hljómsveitarmeðlima var Erna
Másdóttir, gamli kennarinn minn. Þá
hafði ég ekki séð hana frá því ég var átta
ára. Hinn hluti prófsins var tónleikar í
fullri lengd í Austurbæjarbíói. Vilhelmína
Ólafsdóttir, þáverandi nemandi Árna
Kristjánssonar, lék með mér. Við fylltum
Austubæjarbíó sem rúmaði 700 áheyr-
endur að mig minnir.
Þá hafði ekki útskrifast fiðluleikari í
mörg ár og þetta var mikið auglýst í blöð-
unum, ég var algjör stjarna,“ segir Guðný
og hlær. „Ég upplifði mig nú ekki þannig
en ég bjóst alveg við því að það yrði fullt,
þannig var það yfirleitt á einleiksnem-
endatónleikum, enda voru þeir sjaldgæfir.
Tónlistarfélagið fyllti salinn í Austurbæj-
arbíói tvisvar á öllum tónleikum vetr-
arins, sem voru að minnsta kosti 10, ef
ekki fleiri. Við nemendurnir fengum að
svindla okkur frítt inn, dyravörðurinn leit
bara í hina áttina og við fórum
undantekningarlítið líka á seinni tón-
leikana.
Það er dálítið merkilegt hvað manni
þótti þetta sjálfsagt mál með aðsóknina, í
dag er maður alltaf að halda tónleika og
það er mikil samkeppni um áheyrend-
urna. Tónleikaframboð hefur aukist um
mörg hundruð prósent og það er dásam-
legt hvað tónlistarlífið blómstrar.“
Ferill Guðnýjar hjá Sinfóníunni hófst
þegar hún var aðeins sextán ára gömul, þá
var hún lausráðin og spilaði með sem
aukamanneskja á menntaskólaárunum.
Það var hins vegar þegar hún var átján ára
gömul að henni var boðið á átta vikna
sumarnámskeið í Bandaríkjunum en það
átti eftir að hafa mikil áhrif á námsferil
unga fiðluleikarans.
„Það hafði einhver erlendis hitt Árna
Kristjánsson píanóleikara og sagt honum
að einum íslenskum nemanda stæði til
boða að sækja sumarskólann. Þeir vildu
helst fá nemanda sem spilaði á strengja-
hljóðfæri og þar sem það var engin sam-
keppni um þetta hér heima var mér bara
boðið. Skólinn var í Michigan og var alveg
gríðarlega strangur en þetta var í fyrsta
skipti sem ég hitti krakka á mínum aldri
sem voru í ströngu tónlistarnámi og ég
fékk hálfgert sjokk að heyra hvað sum
þeirra voru góð.“
Þar sem enginn á Íslandi þekkti vel til
kennara skólans hafði Guðný látið hjá líða
að óska eftir ákveðnum kennara eins og
venjan var. Það var hins vegar fyrir algjöra
heppni að hún lenti hjá einum þeim besta.
„Eitt kvöldið var ég að æfa Mendels-
sohn-konsertinn þegar eitthvert foreldrið
heyrir í mér og segir við mig að ég hljómi
nú alveg ágætlega. Hún spurði mig síðan
hjá hvaða kennara ég ætlaði að læra og ég
gat engu svarað en hún sagði að besti
kennarinn væri Carroll Glenn. Þetta var
bara einhver umhyggjusöm mamma, sem
taldi mig eiga möguleika á að komast að
hjá þessum frábæra kennara og sagðist
vona að dóttir hennar kæmist líka að. Ég
gleymi því aldrei hvað hún var elskuleg og
hvað þetta hafði mikil áhrif á líf mitt.“
Þegar Guðný hins vegar ætlaði að hafa
uppi á Carroll Glenn var löng biðröð fyrir
utan hjá kennaranum. Þótt hún skildi litla
ensku heyrði hún hana kalla yfir hópinn
að hún væri því miður búin að fylla bekk-
inn en spurði síðan hvort það væri þarna
stúlka frá Íslandi.
„Ég náttúrlega gaf mig fram við hana en
veit ekki af hverju hún ákvað að taka mig
að sér. Kannski var það af því að hún hafði
heyrt mig í prufum daginn áður, ég sá
hana þar og man að mér fannst ég vera að
spila bara fyrir hana.“
Gríðarleg samkeppni í Juilliard
Carroll Glenn var frægur fiðluleikari og
gift hinum heimsfræga píanóleikara Eu-
gene List. Þau höfðu yfir að ráða fjögurra
ára styrk fyrir einn nemanda til að læra
við hinn virta Eastman School of Music í
Rochester í New York og buðu Guðnýju
styrkinn. Eftir að hafa farið heim til að
ljúka námi við Tónlistarskólann og fjórða
bekk í menntaskóla hóf hún þar nám.
„Ég var mjög heppin að komast í þenn-
an skóla. þarna var ég í fjögur ár að læra
hjá þessari yndislegu konu og lærði allt
sem ég þurfti að læra á þessum tíma, bæði
hjá henni og í öllum tónlistargreinunum
sem skólinn bauð upp á af óumdeildri fag-
Guðný ásamt kenn-
aranum sínum við
Eastman, Carroll
Glenn. Dóttir Guð-
nýjar og Gunnars
Kvaran er skírð í
höfuðið á henni.Morgunblaðið/Ernir
Guðný ásamt
systrum sínum;
Maríu, Björgu og
Rannveigu.
’
Pabbi
þekkti
Björn
Ólafsson kons-
ertmeistara mjög
vel og vildi endi-
lega að ég fengi
sem allra bestu
kennslu
Myndin sem
fylgdi fyrsta
stóra viðtalinu
við Guðnýju í
Lesbók Morg-
unblaðsins.