SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 26

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 26
26 24. október 2010 V erkalýðshreyfingin hefur verið í tilvistarkreppu það sem af er þessari öld og kannski má segja, að hún hafi hafizt á síð- ari hluta tíunda áratugar síðustu aldar. Síðasta stóra afrek hennar var þjóðar- sáttarsamningarnir fyrir 20 árum, sem þeir Guðmundur J. Guðmundsson, Ás- mundur Stefánsson og Einar Oddur Kristjánsson áttu allan heiður af, þótt yngri forystumenn í verkalýðshreyfing- unni og í Samfylkingunni hafi á seinni árum reynt að gera minna úr hlut þeirra en efni standa til. Frá því að þeir samningar voru gerðir er eins og ný forystusveit verkalýðsfélag- anna hafi ekki vitað hvert hún vildi stefna og kannski átti hún af skiljan- legum ástæðum erfitt með að fóta sig, þegar peningarnir flæddu yfir landið og tóku völdin. Þá flóðöldu stóðust fáir. Verkalýðshreyfingin virtist tapa áttum, ekki hafa fyrir neinu að berjast og leitaði styrks í nánara samstarfi við vinnuveit- endur og að sumu leyti við stjórnmála- hreyfingar á borð við Samfylkingu. Í fyrradag kom ársfundur Alþýðu- sambandsins saman til fundar, sem lauk síðdegis í gær, föstudag. Ræða Gylfa Arn- björnssonar, forseta ASÍ, á fimmtudags- morgun endurspeglaði að sumu leyti þennan vanmátt verkalýðshreyfing- arinnar. Hann talaði í afsakandi tón um samstarf ASÍ-forystunnar við Samtök at- vinnulífsins og ríkisstjórnina og lofaði bót og betrun undir kjörorðinu: Hingað og ekki lengra. Þessi vandræðagangur verkalýðsfor- ystunnar er þeim mun athyglisverðari, þar sem hrunið kallaði á ný átök af henn- ar hálfu og opnaði henni tækifæri til að endurnýja sig og hreyfinguna. Hún hefur hvorki svarað þessu kalli né nýtt þetta tækifæri. Um hvað hafa átökin í okkar þjóðfélagi staðið frá hruni? Í grundvallaratriðum hafa þau staðið um það, hverjir ættu að borga afleiðingarnar af hruninu. Kjara- skerðing var óhjákvæmileg. Það kom í ljós, að kjarabætur undanfarinna ára voru falskar og enginn kostur annar en horfast í augu við það. Það hafa launþeg- ar almennt gert og tekið á sig mikla kjaraskerðingu í formi beinna launa- lækkana, tekjulækkana, atvinnuleysis og gífurlegra verðhækkana á nauðsynjum. Svo kom ríkisstjórnin og sagði að al- menningur yrði að taka á sig meiri byrð- ar. Fólkið í landinu yrði að taka á sig töp innistæðueigenda Landsbankans í öðrum löndum og gerði samninga um slíkar greiðslur. Það var ekki verkalýðshreyf- ingin, sem tók upp baráttu gegn þeirri kröfu ríkisstjórnar á hendur lands- mönnum. Það voru grasrótarsamtök, sem að lokum náðu því fram, að þjóð- aratkvæðagreiðsla færi fram um málið og þá sagði þjóðin sjálf: hingað og ekki lengra. Alþýðusamband Íslands var ekki í fararbroddi í þeirri baráttu. Hvers vegna ekki? Verðtrygging og gengistrygging lána- skuldbindinga hefur tekið á sig nýja mynd á síðustu þremur árum. Hvers vegna? Vegna þess, að það hafa verið færð sterk rök fyrir því, að hinir einka- væddu bankar og nokkur stór fyrirtæki þeim tengd hafi tekið stöðu gegn ís- lenzku krónunni og knúið fram lækkun hennar með þeim afleiðingum sem því fylgdi m.a. fyrir lánaskuldbindingar fólks og fyrirtækja. Nýjar rannsóknir styrkja þessa söguskoðun. Ekki var það ætlunin með verðtryggingunni að endurspegla áhrif slíkra aðgerða. Var það? Að taka stöðu gegn krónunni má orða á annan hátt. Það má segja, að skýrara sé að orða það á þann veg, að bankarnir og stór fyrirtæki þeim tengd hafi látið greip- ar sópa um vasa allra landsmanna og hreinsað út úr þeim þá peninga og eignir, sem þar var að finna. Þetta er það sem Hagsmunasamtök heimilanna og aðrir kalla forsendubrest, að það hafi brostið forsendur fyrir þeim lánasamningum, sem gerðir voru. Sú tilfinning fólks, að það sé ranglátt, að almenningur sitji uppi með afleiðingarnar í einu og öllu er ástæðan fyrir 8000 manna fundi á Aust- urvelli á dögunum. En það er athyglisvert, að Alþýðu- samband Íslands stóð ekki fyrir þeim fundi og ekki heldur einstök verkalýðs- félög. Hvers vegna ekki? Sl. sumar bárust þær óhugnanlegu fréttir, að hjálparstofnanir færu í sum- arfrí og þá væru ekki lengur neinir á ferð, sem stæðu fyrir matargjöfum til fólks, sem þyrfti á því að halda. Hvernig má það vera, nú á tímum, að fólk þurfi að standa í langri biðröð klukkutímum saman til þess að fá gefins mat? Enn og aftur var það grasrótin, sem kom til bjargar. Al- þýðusamband Íslands og einstök verka- lýðsfélög voru þar ekki í fararbroddi. Hvers vegna ekki? Það sem hér hefur verið nefnt og ým- islegt fleira gefur til kynna, að verkalýðs- forystan hafi orðið viðskila við uppruna sinn og rætur og mikinn fjölda fé- lagsmanna sinna. Er það kannski liðinn tíð, að verkalýðsfélögin standi fyrir úti- fundum til þess að leggja áherzlu á hags- munamál félagsmanna sinna? Það hefði verið áhugavert að hlusta á forseta Al- þýðusambandsins tala um þessi álitamál í störfum verkalýðshreyfingarinnar í ræðu sinni sl. fimmtudagsmorgun en um það var því miður ekki að ræða. Verkalýðshreyfingin á Íslandi er í sömu stöðu og stjórnmálaflokkarnir á Alþingi. Þeir endurspegla ekki lengur vonir, áhyggjur og væntingar kjósenda sinna. Verkalýðsforystan er orðin að einhvers konar stofnun, sem hefur misst tengslin við umbjóðendur sína. Þess vegna er hún víðs fjarri, þegar þeir birtast á götum úti og berja tunnur til að undirstrika kröfur sínar, sem þeir hafa fullt frelsi til í frjálsu samfélagi. Eru þau öfl til innan verkalýðsfélag- anna, sem geta knúið fram endurnýjun og umbætur innan þessarar sögufrægu hreyfingar? Ræða Vilhjálms Birgissonar formanns Verkalýðsfélags Akraness í fyrradag og forsetakjörið í gær benda til að svo sé. Hvers vegna hefur verkalýðshreyfingin verið víðs fjarri? Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@mbl.is Á þessum degi fyrir 153 árum komu nokkrir vaskir menn undir forystu Nathaniels Cres- wicks og Williams Prests saman svo lítið bar á í úthverfi iðnaðarborgarinnar Sheffield á Englandi og stofnuðu fyrsta félag sinnar tegundar í heiminum. Tilgangurinn var að leika framandi íþrótt, knattspyrnu, sem var ágætlega til þess fallin að halda krikketleikmönnum í formi yfir vetrartímann. Þeir félagar höfðu raunar byrjað að eltast við leð- urtuðru sér til dægrastyttingar tveimur árum áður en á þessum tímapunkti þótti þeim ráð að koma tilhlýðilegri mynd á félagsskapinn og stofnuðu því fyrsta knatt- spyrnufélag heims, Sheffield Football Club. Í kjölfarið hófust reglubundnar æfingar á engi í eigu föður fyrsta formanns félagsins, Fredericks Wards. Reglur voru býsna frjálslegar, alltént á nútíma mæli- kvarða. Félagið hafði til dæmis starfað í heilt ár þegar mönnum hugkvæmdist að dæma aukaspyrnur á brot. Rangstaða kom ekki til sögunnar fyrr en síðar. Fyrsta kastið var Sheffield FC eina félagið, þannig að liðsmenn glímdu hver við annan í leikjum. Oftar en ekki voru giftir leikmenn í öðru liðinu en einhleypir í hinu. Ekki fylgir sögunni hvort liðið lét betur að stjórn! Árið 1860 var annað félag sett á laggirnar í nágrenn- inu, Hallam FC, og fór fyrsti opinberi knattspyrnuleik- urinn milli tveggja félaga fram á annan í jólum sama ár. Sheffield gegn Hallam er hinn upprunalega „derby- leikur“ og er háður enn þann dag í dag. Árið 1862 voru knattspyrnufélögin á Sheffield- svæðinu orðin fimmtán talsins. Sheffield FC gekk í enska knattspyrnusambandið fljótlega eftir að það var stofnað árið 1863 en hélt sig eftir sem áður við sínar eigin reglur. Var það eðli máls- ins samkvæmt nokkuð ruglandi. Af þessum sökum gekk illa að koma á leikjum um tíma milli liða frá Shef- field og annarra liða eða þangað til Sheffield-menn kyngdu stoltinu árið 1878 og gengust endanlega undir reglur knattspyrnusambandsins. Margt bendir til þess að Sheffield-menn hafi verið framsýnir en þeir drápu hér um bil leikmenn og áhangendur í Lundúnum úr hlátri árið 1875 þegar þeir tóku upp á þeim ósköpum að skalla knöttinn í miðjum kappleik. Þær aðfarir höfðu aldrei sést þar syðra. Þeir voru líka fyrstir til að innleiða gegnheila þverslá í stað kaðals. Þá var fyrsta hornspyrna sögunnar tekin í Shef- field. Sheffield FC hefur alla tíð verið áhugamannafélag en tók virkan þátt í að setja atvinnumannafélagið Sheffield United á laggirnar árið 1889. Atvinnumennska var tek- in upp 1885 og óx hratt fiskur um hrygg. Fyrir vikið dróst Sheffield FC aftur úr. Félagið hefur verið býsna víðs fjarri því að blanda sér í baráttuna um helstu titla á Englandi, eina mótið sem það hefur unnið er bik- arkeppni áhugamanna árið 1904. Svo skemmtilega vill til að forsvarsmenn Sheffield FC áttu einmitt heiðurinn af því að mótinu var yfir höfuð komið á fót. Sheffield FC hefur ekki tekið þátt í ensku bik- arkeppninni síðan fyrir aldamótin 1900, lengst hefur liðið komist í átta liða úrslit í þessari elstu knatt- spyrnukeppni heims. Sheffield FC fór þó í sögubæk- urnar árið 1873 þegar það varð fyrsta – og eina – liðið í sögu enska bikarsins til að vinna leik á hlutkesti. And- stæðingurinn óheppni var enginn annar en Shropshire Wanderers. Sheffield FC státar af þremur landsliðsmönnum. Charles Clegg lék fyrsta landsleik sögunnar fyrir Eng- lendinga gegn Skotum 1872, John Owen (1874) og John Hudson (1883). Enginn þeirra lék fleiri en einn leik. Mikið var um dýrðir þegar Sheffield FC hélt upp á 150 ára afmæli sitt fyrir þremur árum. Hápunktur há- tíðahaldanna var leikur gegn Evrópumeisturum Inter Mílanó að viðstöddum átján þúsund áhorfendum á Bra- mall Lane, heimavelli Sheffield United, þeirra á meðal sjálfum Pelé. orri@mbl.is Fyrsta fót- boltafélagið stofnað Ekki er amalegt að geta hannað merki með þessari áletrun. ’ Þeir drápu hér um bil leikmenn og áhangendur í Lundúnum úr hlátri árið 1875 þegar þeir tóku upp á þeim ósköpum að skalla knöttinn í miðjum kappleik. Leikmenn Sheffield FC á góðri stundu árið 1890. Á þessum degi 24. október 1857

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.