SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 33

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 33
24. október 2010 33 Þ að er erfitt að lýsa með orðum þeim hughrifum sem maður verður fyrir við að fletta Veiðimönnum norðursins, nýrri ljósmyndabók Ragnars Axelssonar, sem ítarlega er fjallað um í Sunnudagsmogganum í dag. Ragnar nálgast viðfangsefni sitt, veiðimannasamfélagið á Grænlandi og Norður-Kanada, af slíkri virðingu, umhyggju og tilfinningu að bókin lætur engan ósnortinn. Þetta æðrulausa, harðduglega fólk, sem þarf að hafa meira fyrir lífsbaráttunni en flestir aðrir á byggðu bóli, sprettur ljóslifandi fram á síðunum. Ragnar hefur sótt norðurslóðir reglulega heim undanfarinn aldarfjórðung og eru myndirnar, sem flestar hverjar koma nú í fyrsta sinn fyrir augu almennings, einstök heimild um lífið í þessum afskekktu byggðum. Áhugi manna á norðurslóðum fer vaxandi, enda hefur hlýnun jarðar hvergi meiri áhrif á daglegt líf fólks en þar, og fjölmargir hafa gert lifnaðarhætti inúítanna að yrkisefni. Óhætt er þó að taka undir með Kristjáni B. Jón- assyni, útgáfustjóra hjá Crymogeu, sem gefur bókina út, þegar hann fullyrðir að fáir hafi gert það af eins mikilli dýpt og Ragnar Axelsson. Öðrum þræði er bókin gerð til að vekja athygli á veiðimannasamfélaginu á norðurslóð og glögglega kemur fram að Ragnar er uggandi um framtíð fólksins. „Inúítar eru á meðal merkilegasta fólks á jörðinni, veiðimenn sem láta ekki mikið yfir sér við fyrstu sýn en eru stórir þegar á hólminn er komið. Maður verður að gefa þeim náinn gaum því stórbrotið fólk hreykir sér ekki,“ segir hann í bókinni. „Það er stórkostlegt að hafa fengið að kynnast þeim og öðlast vináttu þeirra og traust og fengið að læra af þeim, lífið fær aðra merkingu. Landið þeirra togar í aftur og aftur þó að tímarnir breytist, allt er hverfult á jörðinni. Íshellan er að þynnast og líf þeirra gæti tekið snöggum breytingum. Ég á þá von að lífi veiðimannasamfélagsins verði sýnd sú virðing sem það á skilið, virðing fyrir hefðum þess í þúsundir ára.“ Orð að sönnu. Það er ljóður á ráði manneskjunnar að vera stöðugt að hlutast til um líf annarra að ósekju. Hvers vegna ekki að láta blómin blómstra? Innlegg Ragnars er verðugt í umræðuna um framtíð veiðimannasamfélagsins í norðri en bókin kemur nú í fyrstu atrennu út á þremur tungumálum, ensku og þýsku, auk íslensku, og er þegar von á veglegri umfjöllun í fjölmiðlum ytra, meðal annars í þýska tímaritinu Der Stern. Veiðimenn norðursins eru réttnefnt þrekvirki. Annar merkur listamaður, sem sett hefur sterkan svip á lista- og menningarlíf þessarar þjóðar undanfarna áratugi kemur einnig við sögu Sunnudagsmoggans í dag, Guðný Guð- mundsdóttir konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Tilefnið er ærið, Guðný leikur í næstu viku á sínum síðustu tónleikum með SÍ sem konsertmeistari. Í fróðlegu samtali við Hólmfríði Gísladóttur lítur Guðný um öxl yfir litríkan feril, þar sem vörðurnar eru fjöl- margar. Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur gjörbreyst til hins betra á þeim 36 árum sem lið- in eru frá því Guðný tók við starfinu og óhætt er að fullyrða að hún eigi ekki minnstan þátt í því. Og lokaorðin í viðtalinu eru ánægjuleg: „Ég verð gestur Sinfóníunnar þegar tónlist- arhúsið verður opnað, undir hans stjórn [Ashkenazys]. Þannig að ég er ekki alveg búin að loka dyrunum þó að ég sé búin að segja þessu starfi lausu. Ég er laus til ýmissa verka.“ Stórbrotið fólk hreykir sér ekki „Arsenal og Shakhtar fara áfram úr þessum riðli. Það er alveg klárt. En það er ekkert öruggt í íþróttum.“ Guðjón Guðmundsson á Stöð 2 Sport. „Marianne Faithful hafði lítið gagn af örsmáum furðufugli Jaggers.“ Keith Richards, gítarleikari Rolling Stones. „Mick er afar vel vaxinn niður. Ég ætti að vita það, ég bjó með honum í 23 ár. Keith er bara öfundsjúkur.“ Jerry Hall, fyrrverandi eiginkona Jaggers. „Atvinnumenn í fótbolta eru ekkert annað en „kjöt“ sem gengur kaupum og sölum.“ Roy Keane knattspyrnustjóri Ipswich og fv. leikmaður Manchester United. „Ég var uppi á tutt- ugustu öld og var bandarískur. Ég upplifði ýmis ævintýri, til dæmis fór ég í seinni heimsstyrjöldina og verð að viðurkenna að stríðið var mér erf- itt.“ Guðmundur Reynir Gunnarsson, fótboltamaður, listamaður og hagfræðinemi með meiru um Jo- hnny, sjálfan sig í fyrra lífi, en Mummi hefur gefið út plötu um Johnny þennan. „Hvað er þetta, pabbi. Getur Bjarni Fel ekki verið í miðbænum eins og Einar Ben?“ Dætur Bjarna Felixsonar íþrótta- fréttamanns emerítus þegar menn óskuðu eftir því að nefna veit- ingastað í höfuðið á föður þeirra. „Maður bara horfir upp í himininn.“ Sigurður Jónsson hafnarvörður í Landeyjahöfn. „Hver ferð á bensínstöð- ina í dag [er] hálfgerður brandari.“ Einar Bárðarson útvarpsstjóri Kan- ans sem keypti sér mjög spar- neytinn bíl. Ummæli vikunnar Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Stofnað 1913 Útgefandi: Óskar Magnússon Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal hafa verið víða við þeim þrengingum sem blöstu við þegar bankabólan sprakk. En hvergi hafa þó vinnubrögðin verið eins vonlaus og vitlaus og hér á landi. Með engri ríkisstjórn í landinu væri þjóðin nýkomin út úr kreppunni, vegna þess að skráning krónunnar hefði breytt vöruskiptahalla í hagnað og kaupmátturinn lækkað um 15-20 prósent á sama tíma sem ýtti undir hið sama. Góð ríkisstjórn hefði flýtt okkur út úr vandanum með því að gæta þess að gefa fjárfestingum færi og skattleggja ekki fólk og fyrirtæki fjandans til. En vond ríkisstjórn hefur gengið í lið með hruninu. Hún dregur skuldara á asnaeyrunum. Hún fjölgar opinberum stofnunum, sem þvælast fyrir. Hún kemur bönkunum í hendur villtra vogunarsjóða og kröfuhafa sem ekki geta beðið, og það án samráðs við þing og þjóð. Hún sundrar þjóðinni þegar sameina þarf með Evrópusam- bandsaðlögunarrugli, byggðu á sögulegustu svik- um íslenskrar stjórnmálasögu, og kastar til þess ógrynni fjár, sem þjóðin má ekki missa. Hún hækkar skatta svo að hjólin snúast æ hægar og stoppa mörg. Hún setur fótinn fyrir viljuga frumkvöðla og fjárfesta, gefur fyrirheit á báðar hendur og frestar svo öllu. Hún ætlar að eyða ómældum tíma og fjármunum í landsdómsmál sem fengin voru fram með óheilindum og undir- málum og eitra munu stjórnmálalífið og stendur fyrir fáránlegri atlögu að stjórnarskránni, sem ekkert hafði með það að gera að íslensku bank- arnir voru étnir upp innan frá. Hún reynir að veikja grundvallaratvinnuvegi landsmanna, sjáv- arútveg, iðnað og landbúnað, sem mest hún má, þegar markmiðið ætti að vera að efla þá og láta þá finna til öryggis og velvilja. Hún nærist á hatri og hefndarþorsta. Hún er hin sannkallaða hækja hrunsins. Haust í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.