SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 36

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Qupperneq 36
36 24. október 2010 J ökull Máni, sonur Þóru Bjarkar Elvarsdóttur og Bjarka Þórs Jónssonar, kom í heiminn heima í stofu þann 27. apríl á þessu ári en ljósmæður frá Björkinni, Arney og Hrafnhildur, voru við- staddar. Fyrir áttu Þóra og Bjarki dótturina Ísabellu Sól, sem er nýorðin þriggja ára. „Ég ætlaði alltaf að eiga Ísabellu heima líka en Bjarki treysti sér ekki í það því hann vissi ekki hvað hann var að fara út í. Ég vissi það náttúrlega ekki heldur en hon- um fannst þetta eitthvað óþægilegt. Ísabella kom í heiminn í Hreiðrinu í Landspítalanum. Ég missti vatnið heima og hún var komin í heiminn rétt eftir að ég var komin þangað. Þetta gekk svo ótrúlega hratt og vel fyrir sig,“ segir Þóra en þau eru búsett í Norðurmýrinni og því stutt að fara á fæðingardeildina. Ekkert annað kom til greina „Mín upplifun af þessari fæðingu var að ég vildi óska þess að ég hefði verið heima. Eftir að hún kom í heim- inn var ég að bíða eftir því að fá að fara heim og gat ekki sofið og sagði við Bjarka: Ég sagði þér að ég hefði átt að vera heima! Það kom því ekkert annað til greina en að eiga heima næst.“ Hún komst í kynni við Arneyju og Hrafnhildi í gegn- um ljósmóðurina sem hún var hjá í mæðravernd. „Þær voru báðar viðstaddar. Ég tók sjálf á móti ofan í vatn- inu,“ segir hún en búið var að koma fyrir uppblásinni laug á stofugólfinu. Fæðingin gekk hratt fyrir sig en hún tók rúma þrjá tíma frá fyrsta verk. „Við fórum ekki einu sinni út fyrr en hann var tveggja eða þriggja vikna,“ segir Þóra og útskýrir að stemningin í kringum fæðinguna og eftir hana hafi verið róleg og góð. „Hann hefur verið svo rólegur frá því að hann fæddist og aldrei verið neitt vesen með svefn hjá honum. Þetta hefur allt gengið svo vel. Það er allt svo rólegt í kringum heimfæðinguna og ég held að ósjálfrátt verði barnið það líka. Ég hef tröllatrú á því.“ Þóra bendir á að einn kosturinn við að eiga heima sé sá augljósi að það þurfi ekki að fara neitt annað. „Það er þekkt að stundum detta hríðarnar niður þegar kon- urnar mæta á spítalann, þær eru sendar heim og fara aftur af stað heima. Það er svo gott að vera heima hjá sér í sínu umhverfi. Þó það sé rosalega notalegt að vera á Hreiðrinu er þar samt annað fólk og umgangur.“ Fæðing Ísabellu gekk einnig hratt fyrir sig, eða um fjóra tíma frá fyrsta verk. „Ég var alltaf að hringja upp á spítala, fannst þetta ganga hratt en var sagt að bíða ró- leg, að það væri langt eftir og vera eins lengi heima og ég gæti,“ segir Þóra en að lokum fór þetta þannig að hún rétt náði upp á spítala áður en stúlkan kom í heim- inn. Þóru fannst hún hvílast betur eftir fæðinguna heima en á spítala. „Ísabella fæddist klukkan 3.41 en ég þurfti að bíða eftir því að læknir liti á hana áður en ég færi heim en það var stofugangur klukkan tvö.Ég var orðin óþreyjufull að komast heim um tíuleytið og hefði viljað komst í mitt umhverfi þá. Þegar Jökull fæddist var ég miklu rólegri bara að vita af því að ég þyrfti ekki að fara neitt.“ Hún segist hafa fengið misjöfn viðbrögð við því að velja heimafæðingu. „Litla systir mín er hjúkrunarfræð- ingur og lenti sjálf í bráðakeisara þegar hún eignaðist stelpuna sína 2007. Ég róaði hana niður með því að ég ætti heima rétt hjá sjúkrahúsinu og þetta væri ekki mikið meira ferðalag en að fara á milli deilda! Ef eitt- hvað kemur upp á er hringt á sjúkrabíl. Ljósmæðurnar sem eru viðstaddar gera sér fulla grein fyrir því hvenær allt er í lagi og hvenær ekki,“ segir Þóra og bætir því við að mamma hennar hafi sagt hana vera spennufíkil. „Það voru nokkrir innan fjölskyldunnar sem héldu að ég væri eitthvað skrýtin, en þeir héldu það kannski fyrir,“ grínast Þóra. Vill meiri kynningu á heimafæðingum „Mér finnst bara svo eðlilegt að konur séu í sínu um- hverfi. Mér finnst óeðlilegt að það sé verið að setja stofnanabrag á fæðingar og gefa í skyn að þetta sé ekki náttúrulegasti hlutur í heimi að eignast barn. Ég mæli hiklaust með heimafæðingu,“ segir Þóra sem vill að þessi valkostur verði kynntur betur fyrir konum og það verði talað jákvætt um þetta innan heilbrigðiskerfisins. „Það er eins og fólk sé ekki upplýst. Ég er búin að prófa hvort tveggja og ég myndi ráðleggja öllum konum að eiga heima. Mér finnst það svo ósanngjarnt gagnvart konum að þetta sé ekki kynnt sem valkostur og líka þessi hræðsluáróður.“ Ísabella var heima þegar Jökull kom í heiminn. „Það höfðu allir áhyggjur af því hvað ég ætlaði að gera við barnið á meðan. En af því að þetta gerist að nóttu til, hann fæddist rúmlega sex, var hún sofandi á meðan á þessu stóð. Hún vaknaði fimm mínútum eftir að hann kom í heiminn og kom inn í stofu þegar ég var ennþá ofan í lauginni,“ segir hún en þau höfðu þó fengið liðs- styrk á heimilið eins og mælt er með en Steina frænka, móðursystir hennar, var til taks að gæta Ísabellu. „Við vorum búin að segja Ísabellu að hann væri á leiðinni og þarna var hann bara mættur. Henni fannst þetta ekkert tiltökumál og finnst hann æðislegur.“ Þóra Björk og Bjarki Þór heima í stofu þar sem Jök- ull Máni kom í heiminn. Rólegheit og öryggi heima ’ Mér finnst bara svo eðlilegt að konur séu í sínu umhverfi. Mér finnst óeðlilegt að það sé verið að setja stofnanabrag á fæð- ingar og gefa í skyn að þetta sé ekki náttúrulegasti hlutur í heimi að eignast barn. Jökull Máni nýkominn í heiminn og ennþá í lauginni. Bjarki segir að hann hafi ekki treyst sér í heimafæðingu með fyrsta barn en Þóra sýndi því áhuga. „Ég var að verða pabbi í fyrsta skipti þá og vissi ekki hvað ég var að fara út í. Ég þekkti enga sem hafði átt heima og þetta var eitthvað sem ég hafði aldrei pælt í áður en Þóra fór að tala um þetta. Svo sá ég bara hvað þetta gekk vel með fyrsta barnið, hvað það er eðlilegt fyrir konuna að eiga barn. Þóra fór létt með þetta. Mér finnst að allar konur eigi að fæða heima eftir að hafa prófað þetta. Þóra þurfti bara að fá að gera þetta eins og hún vildi, þá verður þetta miklu léttara,“ segir Bjarki sem er greinilega ánægður með þessa lífsreynslu. „Fyrri fæðingin gekk hratt og vel en seinni fæðingin hérna heima í baði var ennþá betri. Miklu afslappaðra, ótrúlega þægilegt umhverfi, miklu minna stress, ekkert áreiti, bara í rólegheitum heima í stofu eins og þetta hefur alltaf verið gert. Það er bara nýtilkomið að eiga börn á sjúkrahúsum. Að fara upp á spítala er miklu meira stress finnst mér.“ Sá um sundlaugina Bjarki segist hafa verið öruggari með sig heima og hann hafi líka haft ákveðið hlutverk. „Ég sá um sundlaugina, var búinn að æfa að pumpa í laug- ina, láta renna í hana og gá hvað það tæki langan tíma. Ég var með hlutverk og prógramm, að passa að réttur loftþrýst- ingur væri í lauginni og rétt hitastig á vatninu. Og laga kaffi fyrir ljósmæðurnar,“ segir Bjarki sem er í öðru hlutverki sem stendur en hann er heima í fæðingarorlofi með Jökul Mána, sem er tæplega sex mánaða gamall. „Ljósmæðurnar sátu í hinni stofunni og fylgdust með. Þetta var mjög afslappað og þægilegt og gekk rosalega vel. Þetta var hreinlega meiriháttar, engin smá upplifun. Þóra fór svo ótrúlega létt með þetta,“ segir Bjarki sem greinilega er stoltur af sinni konu. „Maður þarf að treysta konunni, að hún geti gert þetta og konan þarf að hafa trú á sér að hún geti þetta og ætli að fæða barnið heima og sé meðvituð um sjálfa sig, líkamann og hvernig þetta gengur fyrir sig.“ Hafa trú á konunni Er það besti stuðningurinn, að hafa trú á konunni? „Já, algjörlega! Ég vissi allan tímann að Þóra færi létt með þetta. Hún vissi nákvæmlega hvað hún var að gera, með- viðuð um sjálfa sig, líkamann og aðstæður og var búin að lesa mikið um heimafæðingar. Hún var mjög vel undirbúin. Þess vegna treysti ég henni fullkomlega. Hún var mjög vel undirbúin fyrir fyrsta barnið en það var í rauninni ég sem var Hvað segir pabbinn?

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.