SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Side 34
34 24. október 2010
A
rney Þórarinsdóttir er framkvæmdastjóri
Bjarkarinnar og Hrafnhildur Halldórsdóttir
stjórnarformaður en þær stofnuðu Björkina
síðasta haust með nokkrum öðrum ljós-
mæðrum sem allar útskrifuðust árið 2009.
„Markmiðið okkar var að kynna betur heimafæðingar
og gefa fleiri konum kost á heimafæðingum en það hafa
verið fáar ljósmæður í þessu. Við vinnum líka mikið
saman en þetta er oft mikil binding ef maður vinnur
einn,“ segir Arney. „Draumurinn okkar Arneyjar var
alltaf að vera heimafæðingarljósmæður. Við fórum inn í
námið með þetta að markmiði,“ segir Hrafnhildur.
Þær voru báðar fastráðir hjúkrunarfræðingar á Land-
spítalanum þegar þær hófu námið árið 2007. Þá var yf-
irvofandi skortur á ljósmæðrum en eftir útskrift var
ráðningarbann á Landspítalanum og flestum heilbrigð-
isstofnunum. Þær fengu sumarvinnu í Hreiðrinu á
Landspítalanum, deild 23B, sem er fæðingar- og
skammtíma sængurlegudeild, en ekki meira og tóku því
til sinna ráða og stofnuðu fyrirtæki.
„Við viljum standa vörð um náttúrulega fæðingu.
Námskeiðin okkar eru hluti af því að undirbúa konur
undir þennan stóra lífsviðburð sem fæðing er og efla trú
þeirra á sjálfa sig og líkama sinn,“ segir Hrafnhildur og
þær ítreka báðar mikilvægi andlegs undirbúnings.
„Það er mikilvægt að draga úr ótta. Við ölumst upp
við það að fæðingar séu hættulegar og sársaukafullar og
eigi að eiga sér stað á sjúkrahúsi. Ef kona kemur hrædd
inn í fæðingu er líkaminn í varnarástandi og þá fer
blóðflæðið til útlima og hún er tilbúin til að flýja eða
berjast. Þá fer minna blóðflæði til legsins og þá á það
erfiðara með að vinna og framkalla árangursríkar hríð-
ar,“ útskýrir Arney en fjölmiðlar og kvikmyndir stuðla
meðal annars að þessari skekktu mynd.
Draumur að veita samfellda þjónustu
„Fyrir flesta er heimilið griðastaður og sá staður sem
þér finnst þú öruggust. Og í heimafæðingu ertu alltaf
búin að kynnast ljósmóðurinni fyrir fæðinguna,“ segir
Hrafnhildur en Arney tekur upp þráðinn: „Okkar
draumur er að geta veitt stærri hóp kvenna samfellda
þjónustu og við erum að vinna að því,“ segir hún og á
þá við að sama ljósmóðir sinni konu á meðgöngu, í fæð-
ingu og í sængurlegu en eins og kerfið er byggt upp í
dag hitta flestar konur þrjár mismunandi ljósmæður í
þessu ferli. Einn kostur við heimafæðingu er þessi sam-
Hrafnhildur og Arney í salnum
þar sem námskeið Bjarkarinnar
eru haldin. Umhverfið er hreint
og huggulegt.
Standa vörð
um náttúru-
lega fæðingu
Björkin er miðstöð fyrir verðandi foreldra og foreldra nýfæddra
barna. Ljósmæður Bjarkarinnar taka að sér heimafæðingar,
heimaþjónustu í sængurlegu og bjóða upp á námskeið fyrir verð-
andi foreldra. Þær starfa eftir hugmyndafræði ljósmóðurfræð-
innar sem lítur á meðgöngu, fæðingu og sængurlegu sem eðlilegt
ferli en ekki sjúkdóm og vilja kynna heimafæðingar sem raun-
verulegan valkost.
Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is