SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 35

SunnudagsMogginn - 24.10.2010, Síða 35
24. október 2010 35 fellda þjónusta sem konan fær og stuðlar það að já- kvæðari upplifun fjölskyldunnar, segja þær. „Við þekkjum konurnar okkar og erum bara að sinna þeim. Það er enginn gangur frammi, konur sem bíða, eða bjöllur sem hringja, við sitjum bara yfir okkar konu. Ef það er eitthvað sem er ekki eins og það á að vera fer maður uppá spítala,“ segir Arney. Þær eru báðar þriggja barna mæður og eignuðust báðar sitt yngsta barn heima árið 2006 með aðeins þriggja vikna millibili. Þær fengu báðar á sig gagnrýni fyrir val á fæðingarstað og heyrðu setningar á borð við: „Hvernig dettur þér í hug að fæða barnið í einhverjum drullupolli heima?“ eða þær voru ásakaðar um að vera að taka áhættu. „Mér finnst umræðan hafa svolítið breyst síðan ég átti mitt yngsta. Fólk virðist vera já- kvæðara núna. Ég er hjúkrunarfræðingur, nokkuð vel upplýst og skynsöm manneskja. Fólk treysti mér samt ekki til þess að taka þessa ákvörðun,“ segir Arney um persónulega upplifun sína. „Þegar verið er að skoða tölfræði um heimafæðingar eru stundum teknar með heimafæðingar þar sem engin ljósmóðir er viðstödd þegar verið er að bera saman við spítalafæðingar. Það er engan veginn sambærilegt,“ segir Arney en það þarf að bera saman samskonar hópa, hrausta konu í eðlilegri meðgöngu. „Rannsóknir sýna að heimafæðing með ljósmóður sé jafn örugg fyrir þennan hóp og spítalafæðing.“ Á síðasta ári fóru um 2% fæðinga á Íslandi fram í heimahúsi og hafa þær á til- finningunni að þeim eigi frekar eftir að fjölga á næstu árum. „Ef þú skoðar inngrip er konan öruggari heima, hún gengst undir færri inngrip í fæðinguna ef hún er heima með ljósmóður sem hún þekkir og þá er ég að meina hluti eins og að örva hríðarnar, gera gat á belginn, verkjalyfjanotkun og deyfingar,“ segir Hrafnhildur. „Fæðingarhormón eru þannig að stresshormón, adr- enalín vinnur gegn þeim, allt stress hægir á fæðing- unni,“ segir Arney. Mikilvægt að finna öryggi á fæðingarstað Þær eru meðvitaðar um að það henti ekki öllum að eiga heima en vilja að konur séu upplýstar um möguleikann á heimafæðingu. „Spítalinn þarf að vera til staðar og stundum þarf meiri hjálp,“ segir Hrafnhildur. Þær segja að konur fái ekki nóg af upplýsingum um val á fæðingarstað og haldi að þær eigi að eiga á spítala. Kona á að velja þann fæðingarstað þar sem hún finnur öryggi. „Það eru svo margir sem tengja öryggi í fæðingu við tæki og tól. Heimafæðingarkonur fá að heyra það að þær séu kærulausar eða eigingjarnar að eiga huggulega fæðingu heima á kostnað öryggis. Þær konur sjá örygg- ið í því að vera á heimilinu og vera með ljósmóður sem þær þekkja og treysta. Þær velja heimafæðinguna ein- mitt út af örygginu,“ útskýrir Arney og minnir líka á að í Reykjavík séu fjarlægðirnar litlar og það að flytja konu á spítala ef eitthvað kemur uppá sé ekki stórmál. Það er þó víðar en á höfuðborgarsvæðinu sem konur sæki í heimafæðingar. Í lokaverkefni þeirra í ljósmóð- urfræðum töluðu þær við konur sem hafa fætt börn á Höfn í Hornafirði. Þar er ekki sjúkrahús heldur fæða konurnar hjá ljósmóður sem þær þekkja. Þarna er hvað lengst í hátæknisjúkrahús á landinu. „Þar kemur svo sterkt í ljós að öryggið í þeirra huga er örugg og fær ljósmóðir sem þær treysta,“ segir Hrafnhildur. Þær hafa líka þetta viðhorf að fæðing sé eðlilegasti hlutur í heimi og hún sé ekki hættuleg ef allt er í lagi, segir Arney og Hrafnhildur útskýrir nánar: „Á Íslandi er normið að fara inn á spítala en á Hornafirði er þetta normið, að fæða í sinni heimabyggð fjarri hátækni.“ Heimafæðing er ódýrari fyrir ríkið Þær benda líka á að það sé mun ódýrara fyrir ríkið að fæðing fari fram í heimahúsi en á hátæknisjúkrahúsi. „Það er miklu hagkvæmara að eðlileg fæðing eigi sér stað utan sjúkrahúss, það er svo mikill kostnaður við það að fara inn á stofnun,“ segir Arney. Þær halda úti vefsíðunni Bjorkin.is en á henni er að finna mikið af upplýsingum um fæðingar, ekki síst heimafæðingar. „Við opnuðum þessa síðu því okkur fannst stórlega vanta aðgengilegar upplýsingar á ís- lensku um heimafæðingar,“ segir Arney. Hrafnhildur segir að konur segi stundum þegar heimafæðingu ber á góma: „Nú, má það? Sumar halda jafnvel að þær þurfi að greiða fyrir þetta sjálfar.“ Þær hafa báðar unnið með reynslumiklum ljós- mæðrum. „Við byrjuðum á því að aðstoða Áslaugu Hauksdóttur, sem er mikill frumkvöðull í heimafæð- ingum og aðra góða heimafæðingarljósmóður, Krist- björgu Magnúsdóttur. Þær hafa verið miklar fyr- irmyndir og veitt okkur stuðning,“ segir Hrafnhildur. „Við vitum alveg hvernig við viljum vinna og vitum hvernig það er að vera kona sem fæðir heima og við þekkjum muninn á því og spítalafæðingu,“ segir Hrafn- hildur. „Flestar konur vilja hafa laug. Það er svo ótrúlega góð verkjastilling að fara í vatnið og hjálpar svo mikið. Ein- staka kona er ekki spennt fyrir því fyrirfram en við mælum samt með því að þær fái laugina og hafi hana til staðar og langoftast vilja þær nota hana,“ segir Arney. „Svo er það stundum þannig að þegar konan er í sínu umhverfi, líður vel og finnst hún örugg verður upplif- unin svo góð og fæðingin gengur svo hratt og vel fyrir sig að þær ná ekki að fara í laugina,“ segir Hrafnhildur. Viðhorfið skiptir máli. „Heimafæðingarkonur eru oft svo vel undirbúnar og með jákvætt hugarfar. Ef það er einhvern tímann hægt að segja að hugurinn beri þig hálfa leið þá er það í fæðingu. Þú ferð mjög langt á já- kvæðu hugarfari. Þess vegna leggjum við mikla áherslu á þetta á námskeiðunum okkar,“ segir Arney en röð undirbúningsnámskeiða fyrir fæðingu, sem Björkin stendur fyrir, hefst á mánudaginn. Traust á eigin getu og líkama mikilvægt „Það er svo mikilvægt að hafa traust á eigin getu og lík- ama. Ef kona er róleg og yfirveguð og treystir líkama sínum og er vel undirbúin, þá upplifir hún sig sem sig- urvegara, þrátt fyrir að fæðingin verði erfið því hún er samt við stjórnvölinn,“ segir Hrafnhildur. Þær útskýra að það skipti máli fyrir konur að hafa já- kvæða fæðingarreynslu. Slík reynsla er styrkjandi en neikvæð fæðingarreynsla getur fylgt konum alla ævi og mikilvægt er að vinna úr slíkri reynslu. Arney segir að langoftast líði pöbbunum betur í heimafæðingu en á sjúkrahúsi. „Þeir eru oft óöruggir í spítalaumhverfinu og vita ekki alveg hvað þeir eiga að gera og hvað þeir mega. Heima eru þeir á heimavelli og eru að fylla í laugina og sinna ýmsum verkum. Þeir verða öruggari með sig,“ segir Arney. Hún segir að það sé oft þannig að pabbinn sé ekki eins spenntur fyrir heimafæðingu í upphafi. „Þegar þeir eru búnir að fá góðar upplýsingar og fræðslu og hitta ljósmóðurina þá skipta þeir um skoðun.“ Heimafæðing verður oft mikill fjölskylduviðburður. „Stundum eru systkini viðstödd,“ segir Arney og út- skýrir nánar: „Við leggjum alltaf áherslu á að ef fólk vill hafa börnin sín með að það sé einhver með barnið sem það þekkir, treystir og sinnir því algjörlega. Stundum tekur þetta líka langan tíma og þau nenna ekkert að hanga yfir þessu!“ Frumkvöðlasetur fyrir fyrirtæki í heilbrigðistækni Björkin er til húsa í Kím-húsinu við Vatnagarða 18 en Nýsköpunarmiðstöð Íslands á húsnæðið. „Við erum með önnur fyrirtæki á heilbrigðissviði í kringum okkur. Þetta er skapandi og frjótt umhverfi sem við erum í,“ segir Hrafnhildur. „Maður fær svo mikinn stuðning,“ segir Arney. „Þetta er svo hvetjandi. Hér hittir maður fólk sem er búið að komast yfir allskonar hindranir,“ segir hún en uppörvandi orð á kaffistofunni eru mik- ilvæg í þeim átökum sem það er að byggja upp nýtt fyr- irtæki. Það er vissulega sérstakt starf að vera ljósmóðir, að fá að fylgja nýju lífi í heiminn og deila mestu gleðistund- um fjölskyldu. „Það er alveg stórkostlegt. Ég get ekki ímyndað mér að það sé til skemmtilegra starf. Það er bara skemmtilegt að fá símtal um miðja nótt og fara út í fæðingu,“ segir Arney og Hrafnhildur tekur undir það. „Að vera með fjölskyldu á þessum tímapunkti þegar nýr einstaklingur fæðist er stórkostlegt. Það snertir mann alltaf svo djúpt. Svo ég tali nú ekki um þegar maður er búinn að kynnast fólkinu þá er það alveg dásamlegt. Það erfiðasta er að kveðja fjölskylduna.“ Morgunblaðið/Ernir ’ Heimafæðingarkonur eru oft svo vel undirbúnar og með jákvætt hugarfar. Ef það er einhvern tím- ann hægt að segja að hugurinn beri þig hálfa leið þá er það í fæðingu. Á mánudaginn hefst námskeiðshald fyrir verðandi foreldra hjá Björkinni en námskeiðin eru alls þrjú. Það fyrsta er um með- gönguna, annað um brjóstagjöf og umönnun nýburans og þriðja er fæðingarundirbúningur. Seinna í vetur bætist svo fjórði hlutinn við sem er foreldraspjall eftir að barnið er komið í heiminn. Markmiðið með fyrsta námskeiðinu er að stuðla að já- kvæðri upplifun verðandi foreldra af meðgöngu og að þeir taki upplýsta ákvörðun um val á fæðingarstað. Annað námskeiðið er haldið í samvinnu við Ingibjörgu Baldursdóttur brjóstaráð- gjafa en þar er meðal annars farið í hvernig foreldrar geti lesið í hegðun nýburans og farið yfir helstu þætti brjóstagjafar. Á þriðja námskeiðinu er lögð áhersla á andlegan undirbúning fyrir fæðinguna og mikilvægi slökunar, umhverfis og stuðn- ings í fæðingu. Fjallað er um fæðingarferlið og leiðir sem hægt er að nota til að vinna með hríðunum. Auk þess er rætt um líðan foreldra fyrstu dagana eftir fæðinguna. Námskeiðin eru öll haldin í sal Bjarkarinnar, Vatnagörðum 18. Fyrstu tvö námskeiðin eru ein kvöldstund en hið þriðja er tvö skipti og er boðið upp á heimsókn á fæðingargang, Hreiðr- ið og sængurkvennagang á Landspítalanum eftir seinni tím- ann. Nánari námskeiðslýsing er á Bjorkin.is. Áður fyrr tíðkuðust ekki svona námskeið. „Konurnar voru meira í kringum aðrar konur heima hjá sér og þær fræddu hver aðra,“ segir Hrafnhildur. „Fæðingarnar áttu sér stað í heimahúsum og börnin ólust upp við það að mamman fæddi barnið heima. Það var eðlilegt og þá voru þau með það hugar- far. Þetta var partur af lífinu,“ segir Arney. Námskeið fyrir ömmur og afa? Þær segja að grannar þeirra í frumkvöðlasetrinu hafi óskað eftir því að þær héldu námskeið fyrir afa og ömmur. „Það er aldrei að vita nema við höldum námskeið fyrir afa og ömmur um hvernig þau geti sem best stutt við nýbökuðu foreldrana og aðlagast nýju hlutverki. Ömmur og afar meina vel en það hefur svo mikið breyst, til dæmis var brjóstagjöf eftir klukk- unni og mikil áhersla lögð á að venja ungbarn við að liggja sjálft í vöggunni. Þetta er ekki rétt, barnið þarf að vera í fangi og þú getur aldrei haldið of mikið á því. Nýburinn grætur aldrei nema það sé eitthvað sem truflar hann. Þetta er ekki frekja. Við segjum: Haltu eins mikið á barninu þínu og þú vilt og það þarf. Þú spillir því ekki,“ segir Arney. Námskeið Bjarkarinnar

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.